Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 21
Gjafagrindur fyrir sauðfé Höfum á boðstólum gjafagrindur fyrir sauðfé. Grindumar eru í fjórum hlutum, sem mynda ramma utan um rúlluna. Tvær hliðar rammans standa á jörðinni en hinar tvær, gaflarnir, eru á hjólum í rásum. Þær ganga saman þegar rúllan minnkar og féð þrýstir á. Grindurnar eru heitgalvaniseraðar en það margfaldar endinguna. Umsögn úr búvélaprófun frá Bútœknideild RALA: „20 ær komast að grindinni í einu og virtust þær ná að éta heyið með góðu móti án þess að nokkur umtalsverður slæðingur væri í kringum grindina og sáralítið hey var eftir í henni“. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. • Vara sem stöðugt er verið að þróa • Orðin enn betri en hún var VIRNET HF Borgarbraut 74, Borgarnes Sími 437 1000. Fax 437 1819 greiðslu meðal bænda eða endan- lega afgreiðslu hans hér á fund- inum. 9. Kosning starfsnefnda þingsins. Samkvæmt tillögu sem fram kom voru starfsnefndir kjömar þannig: a) Framleiðslu- og kjaranefnd. Aðalsteinn Jónsson, Ari Teits- son, Gunnar Sæmundsson, Einar E. Gíslason, Guðbjartur Gunn- arsson, Guðmundur Lárusson, Haukur Halldórsson, Jón Gísla- son, Kjartan Olafsson og Rögn- valdur Olafsson b) Fjárhagsnefnd. Eggert Pálsson, Álfhildur Ólafs- dóttir, Ingi Tryggvason og Örn Bergsson. c) Félagsmálanefnd. Ágúst Gíslason, Bergur Pálsson, Bjarni Ásgeirsson, Guðmundur Jónsson, Jóhannes Ríkharðsson, Lárus Sigurðsson, Sigurður Þrá- insson og Sigurgeir Hreinsson. 10. Málum vísað til nefnda. Til Framleiðslu- og kjaranefndar var vísað samningi um sauðfjár- framleiðslu, til Félagsmálanefndar reglum um almenna atkvæða- greiðslu á meðal bænda og til Fjárhagnefndar ákvörðun um þing- fararkaup þingfulltrúa og greiðslu ferðakostnaðar. Klukkan 20:45 var fyrsta fundi síðan slitið og boðað til nýs þingfundar klukkan 10:00 hinn 11. október 1995. 2. fundur Fundur hófst miðvikudaginn, 11. október kl. 10:00. Forseti lét þess getið við upphaf fundarins að Einar E. Gíslason hefði vegna anna heima fyrir orðið að víkja af fundi, en í hans stað væri mættur varamaður hans, Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal. Á dagskrá fundarins vom eftir- farandi mál. I.Mál til fyrri umrœðu: Mál nr. 1 Samningur um sauðfjárfram- leiðslu. Þingskjöl nr 1, 2, 3, 6 og 7. Mál nr. 2 Tillaga fjárhagsnefndar. Þingskjal nr. 4. Mál nr. 3 Samningur um framleiðslu sauðfjárafurða. Tilhögun almennrar atkvæða- greiðslu. Þingskjal nr. 5. 1. Fyrir var fyrir tekið mál nr. 2 á þingskjali nr. 4. Eggert Pálsson, framsögumaður Fjárhagsnefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Forseti gaf síðan orðið frjálst um málið. Bjarni Ásgeirsson gerði það að tillögu sinni að þingfararkaupið yrði fellt út úr tilllögunni. 11 '95- FREYR 453

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.