Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 22

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 22
Félagsmálanefnd Mál nr. 3 Þingskj. nr. 5 Samningur um framleiöslu sauðfjárafurða. Tilhögun almennrar atkvœðagreiðslu Atkvæðisrétt hafi skrúðir greiðslumarkshafar í sauðfé, makar eða sambýlisaðilar, enda séu þeir skráðir félagar í búnaðar-, búgreinafélagi eða búnaðarsambandi. Heimtökuréttur einn sér skapar ekki atkvæðis- rétt. Atkvæðiseðlar verði sendir þátttakendum í pósti, ásamt skýringum, nema stjórn sjái annan kost betri. Málinu var síðan vísað samhljóða til nefndar og síðari umræðu. 2. Fyrir var tekið mál nr. 3 á Jþingskjali nr. 5. Agúst Gíslason, framsögumaður Félagsmálanefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Forseti gaf síðan orðið laust um málið. Haukur Halldórsson gerði athugasemd við það orðalag tillögu- nnar er kveður á um að heim- tökurétturinn einn skapi ekki atkvæðisrétt. Honum þótti orða- lagið ekki nógu skýrt. Sigurgeir Hreinsson óskaði eftir því að fram kæmi að hann stæði ekki að áliti nefndarinnar og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Kvaðst hann ennþá vera þeirrar skoðunar að það sýndi meiri styrk sam- takanna að þcgar. málum sem þessum væri vísað til almennrar atkvæðagreiðslu ættu allir félags- menn samtakanna að eiga kost á að greiða atkvæði. Lárus Sigurðsson vildi ítreka það sjónarmið að hann teldi að Búnaðarþing ætti af afgreiða málið beint, en að hann teldi það fyrir- komulag atkvæðgreiðslu sem hér er gerð tillaga um best ef þingið samþykkti að fara út í almenna atkvæðagreiðslu á annað borð. Örn Bergsson ítrekaði þá skoðun sína að hann væri andvígur því að málið færi í almenna atkvæða- greiðslu meðal bænda. Hann gerði einnig fyrirvara um það ákvæði er tjallaði um að heimtökurétturinn einn skapaði ekki atkvæðisrétt. Þá efaðist hann um lögmæti þess að einungis hluti félagsmanna BÍ fengi að greiða atkvæði um samning sem þennan. Jón Benediktson taldi reglur um kjörskrá og ákvæði þess efnis í samþykktum BI vera svo óljósar að hætta væri á því að almenn atkvæðagreiðsla á meðal bænda yrði kærð. Hann ítrekaði því þá skoðun sína að málið færi ekki fyrir almenna atkvæðagreiðslu. Þórólfur Sveinsson óskaði eftir því að yfirskrift tillögunnar yrði breytt á þann veg að þar komi skýrt fram að hún kveði á um tilhögun almennrar atkvæðagreiðslu, ef þingið samþykkir að hún skuli fara fram. Þá efaðist hann um að réttmæti þess að heimtökuréttur skapaði ekki atkvæðisrétt. Hrafnkell Karlsson fagnaði niðurstöðu nefndarinnar. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína að ef vilji væri fyrir hendi hjá þingfulltrúum þess efnis að málið fari í almenna atkvæðagreiðslu þá myndu við- unandi verklagsreglur um hana ekki vera nein hindrun. Lýðræðið kostar oft tíma og það væri mikið áfall fyrir samtökin ef Búnaðarþing hafnaði því hér að vísa málinu til almennrar atkvæðagreiðslu meðal bænda. Framleiðslu- og Kjaranefnd. Mál nr. 1 Þingskj. nr. 9 (áður þingskjal nr. 3) Ákvörðun afurðaverðs Samkvæmt nýgerðum Búvörusamningi er grundvöllur að því að hægt sé að hverfa frá opinberri ákvörðun afurðaverðs 1998 að jafnvægi náist í birgðum sauðfjárafurða. Til að svo megi verða felur þingið stjórn Bændasamtakanna að vinna að eftirtöldum atriðum ein sér eða í samvinnu við aðra. a) Markvissu markaðs- og þróunarstarfi á innlendum markaði. Til þess verkefnis verði varið sem svarar að lágmarki 50% af því fé sem ætlað er í hagræðingar- og þróunarstarf. b) Slátur- og heildsölukostnaður verði skýrt aðgreindur og endur- skoðuð verði ýmis gjaldtaka sem nú er af kjöti og sláturafurðum. c) Unnið verði að sameiningu og/eða aukinni samvinnu sláturhúsa með hagræðingu að markmiði sem treysti rekstrargrundvöll þeirra og lækki sláturkostnað. Þingið telur þetta afar áríðandi verkefni og felur stjórn BÍ að vinna að framgangi málsins og öflun fjár til verkefnisins. Þá ítrekar þingið samþykkt síðasta Búnaðarþings um að stjórn Bændasamtakanna vinni að stofnun heildarsölusamtaka kjötfram- leiðenda. 454 FREYR -11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.