Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 19

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 19
J€T 2000 mykjudælQ JET 2000 mykjudælan hefur verið á markaðnum hér á landi í nokkur ár og hlotið lof þeirra sem reynt hafa. Ekki er nauðsynlegt að hafa dælu- brunn. Dælan var prófuð hjá Bútækni- deild RALA á Hvanneyri árið 1991, skýrsla 623. JET 2000 mykjudælan er seld beint frá framleiðanda, Jæren Landbrukssenter í Noregi, með lágmarks sölukostnaði. Umboð og varahlutaþjónusta á íslandi: BflENDUR forðist eftirlíkingcir HANNES SIGURÐSSON Litlubæjarvör 1 - 225 Bessastaðahreppur Símar 565 4774 og 893 0496 og Sigurbjörn Sigurðsson í síma 0047-77655492 góða, eins og sú aukna ábyrgð sem lögð væri á hendur bænda varðandi framkvæmd hans. Hann lagði áherslu á það að birgðavandamálinu yrði dreift á meira en eitt ár og varaði við hugmyndum Halldórs Gunnarssonar þess efnis þær yrðu fluttar úr landi í einu lagi. Hann skoraði á þingfulltrúa að nota þau tækifæri sem í samningnum fælust til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur. Þá taldi hann að líta ætti meira á sláturleyfishafa sem þjónustuaðila fyrir bændur. Að lokum skoraði hann á Búnaðarþing að afgreiða samninginn sjálft og setja hann ekki í almenna atkvæðagreiðslu til þess að unnt reynist að hrinda strax í gang nauðsynlegri vinnu við fram- kvæmd hans. Karl Björnsson. Hann minntist fyrst á tvö atriði sem hann taldi að nokkru leyti snúa samningnum upp í andhverfu sína. í fyrsta lagi erum við með þessum samningi að vissu leyti að verðlauna þá sem mest hafa framleitt á svartan markað eða umsýslu, og í öðru lagi taldi hann samninginn að nokkru leyti hvetja til frestunar á fækkun sauðfjár þangað til næsta haust. Hann tók undir orð þeirra sem töluðu um mikilvægi þess að sem mestum hluta birgðavandamálsins yrði mætt með útflutningi, jafnvel með einhverjum lántökum. Hann taldi rök hníga að því að orsaka birgða- vandans væri að nokkru leyti að leita hjá ríkisvaldinu sem hefði ítrekað staðið fyrir útsölum á gömlu kjöti. Þá fjallaði hann um hvernig hann vildi að staðið yrði að markaðssetningu á þeim birgðum sem settar verða á innanlands- markað. Hann taldi að sú mikla tímapressa sem bændur væru nú í gerði okkur erfitt fyrir um almenna atkvæðagreiðslu á meðal bænda um samninginn og taldi því að Bún- aðarþing sjálft ætti að afgreiða hann endanlega. Hann taldi markaðs- setningu afurðanna undanfarin ár hafa haft það í för með sér að bændur litu á afurðastöðvamar sem eins konar andstæðinga. Það þarf að breyta þessum viðhorfum og þá fyrst og fremst með því að bændur taki sjálfir virkari þátt í stjórnun þeirra. Þá verður að bæta þeim bændum það upp sem slátra utan hefðbundins sláturtíma. Gunnar Sæmundsson (öðru sinni). Hann sagði frá heimsókn sinni til Kaupfélags A-Skaftfellinga á Höfn og lýsti ánægju sinni með þá vöruþróun vegna útflutnings sem þar væri í gangi. Hann ræddi síðan um mismunandi uppbyggingu afurðastöðvanna, þar sem annars vegar væru afurðarstöðvar í eigu og undir stjórn bænda og hins vegar afurðastöðvar þar sem bændur hefðu minni áhrif á rekstur og stjómun. Álfhildur Ólafsdóttir. Hún lagði fram og skýrði minnisblað dags. 9. október 1995, sem hún vann, ásamt Pétri Helgasyni og Herði Harðar- syni, um þá valkosti sem fyrir hendu eru ef Búnaðarþing ákveður að vísa samningnum til „almennrar atkvæðagreiðslu meðal bænda“, sbr. 18. grein samþykkta Bænda- samtaka Islands. Á minnisblaðinu U '95- FREYR 451

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.