Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 28
Samningur um framleiðslu sauðfjárafurða Spurningar og svör 1. Spurt er: Eftir að þessi samningur tekur gildi er þá hverjum og einum, sem til þess hefur fullgilda aðstöðu, heimilt að eiga fé, framleiða kjöt og selja á innlendum markaði ef hann lætur slátra í viðurkenndu sláturhúsi? Svar: Já, svo framarlega sem viðkomandi hefur ekki samið um að framleiða ekki sauðfjárafurðir, en honum ber að taka þátt í útflutningi í samræmi við reglur. Við lið 1.4. Vetrarfóðraðar kindur skilgreindar svo: „Ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin fram á forðagæsluskýrslu“. 2. Spurt er: Munu sumrungar og smálömb vera taldar vetrarfóðraðar kindur hjá þeim sem hafa 0,7 kindur eða færri á bak við ærgildi? Svar: Já Við lið 2.2. í sjöundu málsgrein er m.a. kveðið á um að hægt sé að semja um lækkun ásetningshlutfalls án lækkunar beingreiðslu undir vissum kringumstæðum, m.a. með því að taka þátt í atvinnuþróunar- verkefnum. 3. Spurt er: Geta eftirtalin verkefni fallið undir þetta ákvæði: A) Loðdýrarækt. B) Stofnun og rekstur tamn- ingastöðva fyrir hross. C) Veiði vatnafisks, vinnsla og markaðssetning hans. D) Nýting og verkun sjávar- fangs, s.s. rauðmaga, grásleppu, harðfiskverkun, hákarlsverkun o.fl. E) Tilraun til að koma upp æðarvarpi, frekari nýting reka o. 11. hlunninda. Svar: Reglur hafa ekki verið samdar og ekki er því unnt að svara þessu nú. Við lið 2.3. Kveðið er á um að J viðskipti með greiðslumark verði heimil til 1. júlí 1996. 4. Spurt er: Eru þessi viðskipti nokkrum takmörkunum háð til þess tíma? Svar: Nei, þau ntunu lúta sömu reglum og nú gilda. 5. Spurt er: Er keypt greiðslu- mark til 1. júlí 1996 jafn rétthátt og það greiðslumark sem fyrir var gagnvart: 1) Beinum greiðslum, þ.e. að beingreiðslumarkið hækki í samræmi við keypt greiðslumark? Svar: 1) Já. Hins vegar er um það rætt að til þess að bein- greiðsluréttur vegna ársins 1996 flytjist með sölu þurfi viðskiptin að tilkynnast fyrir 1. febrúar, ella taki flutningurinn fyrst gildi fyrir árið 1997. 2) Asetningshlutfallinu 0,6, án j skerðingar á beinum greiðslum? Svar: 2) Já. 3) Ásetningshlutfallinu 0,7 varð- andi innanlandsmarkaðinn? Dæmi: Maður hefur 100 ærgilda greiðslumark og er með 70 vetrar- fóðraðar kindur. Hann kaupir 10 ærgildi. Með því hefur hann 110 ærgilda greiðslumark. Fær hann þá ekki 110 ærgilda beingreiðslumark og fullt innanlandsverð fyrir það kjötmagn sem hann framleiddi eftir 77 vetrarfóðraðar kindur? Svar:. 3) Skv. fyrirliggjandi frumvarpi á Alþingi gengur dæmið ekki upp, þ.e. að öll fjölgun milli ára leiði til þess að samsvarandi fram- leiðsla fari aukalega í útflutning. Hins vegar, ef bóndinn á nú 100 ærgildi og 77 kindur, getur hann keypt sig frá útflutningi með því að auka greiðslumarkið í 110 ærgildi. Við lið 2.4. 6. Spurt er: Geta þeir sem selja ríkissjóði greiðslumark sitt fyrir 1. nóv. nk. og 1. júlí 1996 treyst því að fá greiddar kr. 3.734 í beingreiðslur á hvert ærgildi sem selt er þau þrjú og tvö ár, sem unt ræðir eftir því hvenær samið er, þrátt fyrir breyt- ingar samkv. lið 2.1.? Svar: Já. 7. Spurt er: Greiðast 5.500 kr. förgunarbætur á hverja á eða greið- ist út á hverja vetrarfóðraða kind? Svar: 5.500 kr. förgunarbætur greiðast eingöngu fyrir ær, allt að einni á fyrir ærgildið. Ekki eru greiddar förgunarbætur fyrir sauði og hrúta. 8. Spurt er: Geta þeir sem óska eftir að vera undanþegnir útflutn- ingsskyldu og fækka í haust, sbr. lið 3.1., aukið ásetning og komið inn í útflutninginn með innlegg haustið 1997 eða síðar á samningstímanum. Svar: Já. 9. Spurt er: Þurfa þeir sem óska eftir að vera undanþegnir útflutn- ingsskyldu en þurfa ekki að fækka fé að tilkynna það til ríkisins? Svar: Þeir aðilar sem ætla að vera undanþegnir útflutningsskyldu en þurfa ekki að fækka fé verða að tilkynna það á sama hátt og ef um fækkun væri að ræða. 10. Spurt er: Geta þeir sem eru með ásett fé á forðagæslu en hafa ekki greiðslumark fengið greiddar 2.000 kr. fyrir ána ef þeir fækka eða farga öllu nema 10 kindum? Svar: Nei, kaupin eru háð því að viðkomandi eigi greiðslumark, a.m.k. heimtökurétt. 460 FREYR -11 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.