Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 35

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 35
vaxandi eldi gripanna og aukinni fóðurumsetningu. Gildin yfir orkunýtingu eru eins og áður segir fundin í tilraunum með nautgripi á viðhaldsfóðrun og þau þarf því að leiðrétta að meðaleldi, sem gengið er út frá að samsvari 2,38 sinnum viðhaldsfóðrun. Það er með öðrum orðum fóðrunarstig grips sem mjólkar um 15 kg af 4% feitri mjólk. Fyrir hvert margfeldi viðhalds- fóðrunar lækkar reiknað innihald fóðursins af breytiorku um 1,8% og því eru gildin sem fundin eru við við- haldsfóðrun margfölduð með stuðlinum 0,9752 til að umbreyta þeim að áðurnefndu meðaleldi. Til að auðvelda almenna notkun matskerfisins var síðan ákveðið að vinna með skiljanlegri orkugildi í fóðri en kcal/kJ breytiorku eða nettóorku, þ.e. ákveðið var að miða við fóðureiningar til mjólkurmyndunar og þess vegna er reiknuðu innihaldi fóðursins af NOm umbreytt samkvæmt eftirfarandi líkingu í FEm. Sem áður segir samsvarar ein fóðureining nettóorkuinnihaldi í einu kg af byggkomi með 85 % þurrefni. FEm í kg þurrefnis = NOm í kg þurrefnis /1650 (6900) (Ef NOm er reiknað í kcal er deilt með 1650, en með 6900 ef NOm er í kjoul- um). í töflu 1 em sýnd dæmi um reiknað innihald fóður- eininga í fáeinum algengum fóðurtegundum samkvæmt gömlu fitufóðureiningunni (F.f.e) og hinni nýju mjólkurfóðureiningu (FEm). Tafla 1. Fitufóðureiningar og mjólkurfóður- einingar í algengum fóðurtegundum Fóðurtegund F.f.e FEm FEm/F.f.e Taða - góð 0,74 0,81 1,10 Taða - síðslegin 0,64 0,72 U2 Vothey - snemmsl. 0,78 0,86 1,10 Bygg 1,17 1,14 0,97 Hafrar 1,02 0,99 0,97 Sojamjöl 1,10 1,12 1,02 Eins og taflan sýnir er mestur munur á reiknuðum fitufóðureiningum og mjólkurfóðureiningum í gróf- fóðrinu og því meiri munur sem gróffóðurgæðin eru lakari. í kjarnfóðurtegundunum er mismunurinn hins vegar lítill. Orkuþarfir mjólkurkúa 77/ viðhalds: Á sama hátt og í fitufóðureiningakerfinu er útreikn- ingur á orkuþörfum til viðhalds miðaður við stærð skepnunnar, eða svonefndan efnaskiptaþunga hennar sem er líkamsþunginn hafinn í veldið 0,75. Efna- skiptaþungi gripanna er mælistærð sem reiknaðar orku- þarfir breytast í réttu hlutfall við. Eftirfarandi líking er síðan notuð til þess að reikna orkuþarfímar í mjólkurfóðureiningum við breytilegan líkamsþunga: Mjólkurfóðureiningar (FEm) til viðhalds = 0,0424 x (líkamsþunginn) 0 75 777 mjólkurmyndunar: Mat á orkuþörfum til framleiðslu miðast fyrst og fremst við orkuinnihald framleiðslunnar. Þegar um mjólkurmyndun er að ræða er þar af leiðandi miðað við orkuinnihald í staðalmjólk eða 4% mælimjólk. Eftirfarandi líking, sem gerir ráð fyrir ögn vaxandi orkuþörfum á framleiddan lítra mjólkur með vaxandi nyt, er notuð til að reikna orkuþörf til mjólkur- framleiðslu; Mjólkurfóðureiningar(FEm) tii framleiðslu = 0,44 x M + 0,0007293 x M2 M = kg af 4% mælimjólk 77/ fósturvaxtar: Við ákvörðun á orkuþörfum til fósturmyndunar er tekið mið af meðal fæðingarþunga kálfsins. Hér er lagt til grundvallar að meðal fæðingarþungi kálfs sé um 40- 45 kg. Á tímabilinu frá 60 til 30 dögum fyrir burð er gert ráð fyrir viðbótarþörfum til að mæta þörfum til fósturvaxtar sem svarar til 1,5 mjólkurfóðureininga og á síðasta mánuðinum 2,5 mjólkurfóðureininga á dag. Tafla 3. sýnir daglegar orkuþarfir í mjólkurfóður- einingum (FEm) til viðhalds miðað við breytilegan líf- þunga og til mjólkurmyndunar við mismunandi dagsnyt af 4% mjólk byggðar á líkingunum hér fyrir framan. Tafla 3. Daglegar orkuþarfir mjólkurkúa fil viðhalds og mjólkurframleiðslu Þarfir til viðhalds Þungi Viðhaldsþarfir og mjólkurframleiðslu, FEm á fæti, á dag Nyt/dag Nyl/dag Nyt/dag kg F.f.e. FEm 10 kg 20 kg 30 kg 400 3,4 3,8 8,3 - 12,9 - 17,7 430 3,6 4,0 8,5 - 13,1 - 17,9 450 3,7 4,1 8,6 - 13,2 - 18,0 480 3,9 4,3 8,8 - 13,4 - 18,2 500 4,1 4,5 9,0 - 13,6 - 18,4 Til viðbótar ofangreindum orkuþörfum til viðhalds, mjólkurframleiðslu og fósturvaxtar er rétt að miða við viðbótarþörf hjá fyrsta kálfs kvígum sem svarar hálfri mjólkurfóðureiningu á dag á fyrsta mjaltaskeiðinu vegna vaxtar og þroska. Hvað breytist samanborið við eldri aðferðina Ef við berum saman orkuþarfir til viðhalds í töflunni hér að ofan og þær tölur yfir þarfir í fitufóðureiningum sem í gildi hafa verið er mismunurinn frekar lítill. Það er fyrst og fremst þegar kemur að framleiðsluþörfinni sem fer að muna einhverju á nýju og gömlu matsaðferðinni. Við skulum til fróðleiks líta á tilbúið 11 ’95 - FREYR 467

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.