Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 25
væri mikill vandi á höndum varð- andi það hvemig hann, sem fulltrúi garðyrkjubænda, ætti að greiða atkvæði um þetta mál. Það væri skoðun hans að best sé að þeir bændur sem samningurinn nær til greiði um hann atkvæði, en í ljósi þess að stjóm Landssamtaka sauð- fjárbænda hefur eindregið óskað eftir því að Búnaðarþing afgreiði samninginn endanlega á þessu þingi, auk þess sem aðalfundur sömu samtaka hafi áður lýst sig samþykkan samningsdrögunum, mun hann greiða slíkri afgreiðslu atkvæði sitt. Rögnvaldur Olafsson taldi það ekki vera gott vegarnesti fyrir ný sameinuð bændasamtök ef þau á fyrsta starfsári sínu heyktust á því að standa við stóru orðin um valddreifingu með því að leyfa bændum sjálfum ekki að greiða atkvæði um svo mikilvægt mál sem hér um ræðir. Ari Teitsson sagði frá viðræðum sínum við fjármálaráðherra varð- andi framgang málsins. Þar kom fram að um leið og samningurinn hefði hlotið samþykki bænda væri hægt að hefja vinnu við uppkaup framleiðsluréttar og lausn birgða- vandamálsins. Hann gerði síðan grein fyrir ástæðum þess að honum þætti farsælla að Búnaðarþing gengi endanlega frá málinu nú í stað þess að tefja framgang þess enn frekar með því að leggja það fyrir almenna atkvæðagreiðslu. Guðmundur Lárusson sagði að svipuð umræða hefði verið uppi þegar síðasti búvörusamningur í sauðfjárrækt var gerður. Þá eins og nú var því borið við að verk- lagsreglur um atkvæðareglur skorti. Síðan eru liðin fjögur ár og enn bólar ekkert á slíkum reglum. Þá óskaði hann eftir því að nafnakall væri viðhaft við afgreiðslu þessara þingskjala. Halldór Gunnarsson ítrekaði þá afstöðu sína að vafi léki á því hvort Bændasamtökunum væri stætt á því samkvæmt 18. grein samþykkta sinna að vísa máli sem þessu til atkvæðagreiðslu hjá einungis hluta félagsmanna. Agúst Gíslason kvað fyrir því liggja skýra túlkun Eiríks Tómas- sonar að Bændasamtökin hefðu þetta valdaafsal í hendi sér og gætu skilyrt það, sérstaklega með skír- skotun til 7. greinar samþykktanna. Hann taldi Bændasamtökunum ekki stætt á því að bregðast enn á ný óskum umbjóðenda sinna um að fá að greiða atkvæði um kjaramál sín. Haukur Halldórsson óskaði eftir því að það kæmi fram í máli þeirra sem óska eftir almennri atkvæða- greiðslu á meðal greiðslumarkshafa hver þurfi að vera tilskilinn meiri- hluti til þess að málið nái þar fram. Hvemig líta menn á málið ef einungis 20% greiðslumarkshafa taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu? Um þetta þarf að smíða mjög skýrar og afdráttarlausar reglur áður en að út í atkvæðagreiðslu er farið. Álfhildur Ólafsdóttir lagði áherslu á að Eiríkur Tómasson hefði ekki túlkað ákvæði 7. og 18. greinar samþykktanna á þann hátt að þeir einir væru sauðfjárbændur sem hefðu greiðslumark í sauðfé. Hún sagðist því ekki fyrir sitt leyti vera reiðubúin til þess að samþykkja það að einungis greiðslumarkshafar gætu talist sauðfjárbændur. Forseti leitaði síðan eftir heimild fundarins til þess að afgreiða þingskjöl þingskjöl 6 og 7 í einni umræðu og bárust engar athuga- semdir við þá málsmeðferð frá þingfulltrúum. Fram kom ósk um að nafnakall yrði viðhaft við afgreiðslu málsins og varð forseti við henni. Var því næst gengið til endan- legrar afgreiðslu á máli nr. 1 á þingskjali nr. 6. Atkvæðagreiðslan fór á þessa leið: Georg Jón Jónsson Guðbjartur Gunnarsson Guðmundur Baldursson Guðmundur Jónsson Guðmundur Lárusson Halldór Gunnarsson Haukur Halldórsson Hilmar Össurarson Hrafnkell Karlsson Hörður Harðarson Ingi Tryggvason Jóhannes Ríkharðsson Jón Benediktsson Jón Gíslason Jónas Helgason Karl S. Björnsson Kjartan Ólafsson Kristján Agústsson Lárus Sigurðsson Pétur Helgason sagði já Rögnvaldur Ólafsson sagði nei Sigurbjartur Pálsson sagði já Sigurður Þráinsson sagði já Sigurgeir Hreinsson sagði já Sólrún Ólafsdóttir sagði já Tómas Gunnar Sæmundsson sagði nei Þórólfur Sveinsson sagði já Örn Bergsson sagði já Aðalsteinn Jónsson sagði já Agúst Gíslason sagði nei Álfhildur Ólafsdóttir sagði já Ari Teitsson sagði já Bergur Pálsson sagði já Birkir Friðbertsson sagði nei Bjami Ásgeirsson sagði nei Bjami Guðráðsson sagði já Eggert Pálsson sagði nei Guðbrandur Hannesson sagði já Einar Eiríksson sagði já Tillaga á þingskjali nr. 6 var því samþykkt með 26. atkvæðum gegn 13. Forseti sleit síðan 2. þingfundi klukkan 14:20 og óskaði eftir leyfi fundarins til þess að afgreiða fund- argerð hans síðar í samvinnu við ritara gerðarbókar. Var við því orðið. 3. fundur Til fundarins var boðað með dagskrá miðvikudaginn, 11. október kl. 14:35. I. Mál til síðari umræðu: 1. Fyrir tekið mál nr. 1 á þingskjali nr. 1. Ari Teitsson mælti fyrirtillögunni og lagði til að fundurinn samþykkti hana. Fram kom ósk um að nafnakall yrði viðhaft við afgreiðslu málsins og varð forseti við henni. Var því næst gengið til endan- legrar afgreiðslu á máli nr. 1 á þingskjali nr. 1, (um að Búnaðar- þing samþykki fyrirliggjandi samn- ing um sauðfjárframleiðslu), að viðhöfðu nafnakalli. Atkvæði féllu þannig: Guðmundur Jónsson sagði já Guðmundur Lárusson var fjarstaddur Halldór Gunnarsson var fjarstaddur Haukur Halldórsson sagði já Hilmar Össuararson lagði fram eftir- farandi bókun: „Það er eitt af aðalatriðum samþykkta Bændasamtakanna að mikilsverðar ákvarðnir í kjaramálum fari í almenna sagði nei sagði já sagði já sagði já sagði nei sagði já sagði já sagði nei sagði nei sagði já sagði já sagði já sagði já sagði nei sagði nei sagði já sagði nei sagði já sagði já U '95- FREYR 457

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.