Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 23

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 23
Bjarni Ásgeirsson lýsti yfir stuðningi við orð Hrafnkels. Hann óskaði jafnframt eftir því að Eiríkur Tómasson yrði fenginn til þess að taka af öll tvímæli um lögmæti atkvæðagreiðslunnar með þeim hætti sem nefndin gerir tillögu um nú. Ingi Tryggvason taldi að breyta þyrfti samþykktum BÍ, þ.e. 18. grein þeirra, til þess að atkvæða- greiðsla meðal bænda gæti farið samkvæmt tillögu nefndarinnar. Ágúst Gíslason taldi að 7. grein samþykkta BÍ undirstrikaði það að Búnaðarþingi væri heimilt að afsala sér ákvörðunum um sérmál ein- stakra búgreina til þeirra bænda sem viðkomandi búgrein stunda. Öll tvímæli munu tekin af um það þegar lokið verður endanlega gerð verka- skiptasamninga milli BI og bú- greinafélaganna. Halldór Gunnarsson flutti því næst dagskrártillögu þess efnis að afgreiðslu á máli nr. 3 á þingskjali nr. 5 yrði frestað og gengið til næsta dagskrármáls. Dagskrártillaga Halldórs Gunn- arssonar var því næst borin undir atkvæði fundarins og var hún sam- þykkt með 21 atkvæði gegn 8. 3. Fyrir var tekið mál nr. 1 á þingskjölum nr. 2 og 3. Framsögumaður Framleiðslu- og kjaranefndar, Aðalsteinn Jónsson, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Forseti gaf síðan orðið frjálst um þingskjöl nr. 2 og 3. Rögnvaldur Olafsson fjallaði nánar um störf Framleiðslu- og kjaranefndar. Hann taldi að ákvæðið um jöfnun á endurúthlutun greiðslumarks og hámark þeirra birgða sem lagt er til að verði afsettar á innanlandsmarkaði væru mikilvægustu atriðin í tillögum nefndarinnar. Jón Benediktsson ræddi um á hvem hátt væri best að standa að þeim markaðsaðgerðum sem farið væri í innanlands í þeim sértæku markaðsaðgerðum sem fyrirhug- aðar væm. Hann flutti breytingar- tillögu við mál nr. 1 á þingskjali nr. 2. Aftan við lok annarrar máls- greinar komi ný setning svo- hljóðandi: Framleiöslu- og kjaranefnd Mál nr. 1 Þingskj. nr. 8, (áður þingskjal nr. 2) Framkvœmd búvörusamnings a. Auka Búnaðarþing 1995 leggur til að í reglum um framkvæmd samnings um sauðfjárframleiðslu, ef samþykktur verður, komi eftirfarandi ákvæði um endurúthlutun: „Við endurúthlutun greiðslumarks í sauðfé gildi jöfn úthlutun til bænda allt að 10% af greiðslumarki viðkomandi, samkv. greiðslu- marksskrá 1. maí 1995“. b. Auka-Búnaðarþing telur það megin forsendu til að samningur um sauðfjárframleiðslu skili einhverjum árangri, að viðunandi lausn fáist á núverandi birgðavanda. Þingið bendir á eftirfarandi: „Hámark 600 tonn brúttó af núverandi birgðum fari á innlendan markað í sértækum markaðsaðgerðum. Það kjöt sem markaðssett er innanlands verði snyrt og sér- pakkað og sérstaklega merkt. Að því kjöti sem flutt er úr landi verði komið á markaði með þeim hætti að það spilli ekki því markaðsstarfi sem nú er unnið að erlendis“. c. Auka-Búnaðarþing áréttar nauðsyn þess að leita allra leiða til að koma í veg fyrir ólöglega sölu og dreifingu á kjöti af heimaslátruðu fé. Leitað verði eftir samvinnu við aðra aðila í þessu skyni. Tekið verði upp hert eftirlit með ásetningi og lögurn um búfjárhald breytt ef með þarf. d. Tryggt verði að nýjar reglur krefjist ekki meiri ásetnings fyrstu ár eftir fjárskipti en sem svarar framleiðslukröfum skv. gildandi reglum. e. Að tekið verði tillit til þeirra, sem hafa breytt búskaparháttum og/eða aukið sauðfjárgreiðslumark sitt með viðskiptum fyrir 1. nóvember 1995, þegar ákvörðun er tekin um beitingu heimildarákvæðis um að afurðir þess sauðfjár, sem fjölgað er frá 1994/1995 skuli allar fara á erlendan markað. f. Að settar verði reglur um heimtökurétt bænda. Miðað verði við allt að 80 kg á heimilismann. Það magn verði óháð séruppgjöri samkv. 3.2. og 3.3. og hafí því ekki áhrif þar á, en mælist í innanlandsneyslu. g. Auka-Búnaðarþing ítrekar samþykkt sína frá því í ntars sl. um Markaðsráð kindakjöts og vill að það fái lagastoð til að sinna verkefnum skv. 3., 5. og 6. grein samnings um sauðfjárframleiðslu, eins og við getur átt. h. Leitað verði leiða til að verðbæta sumarslátrun dilka 1996. „Markaðssetningunni verði dreift á a.m.k. eitt ár. “ Þórólfur Sveinsson spurði nefndina út í ákvæðið um heim- tökurétt bænda. Er það tillaga nefndarinnar að þetta ákvæði nái til allra sem undir samninginn heyra? Ennfremur spurði hann nefndina hvort að með g-lið tillögunnar væri 11 '95- FREYR 455

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.