Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 36
dæmi um samanburð á reiknaðri fóðurþörf hjá mjólkurkú og gefa okkur þær forsendur að lífþungi hennar sé 430 kg, gróffóðurát 9,5 kg þurrefnis á dag og meltanleiki þess 71 %. í hverju kg af þurrefni reynast vera 0,74 F.f.e eða 0,81 FEm.. Tafla 4. Áhrif breytts orkumats á reiknaða daglega kjarnfóðurþörf mjólkurkúa miðað við mismunandi dagsnyt af 4% mœlimjólk. Reiknaðar fóðureiningar í kjarnfóðri til að mœta Nytþ örfum til viðhalds og mjólkurframleiðslu. kg/dag F.f.e FEm Mismunur, FEm - F.F.e 10 0,60 0,80 +0,20 20 3,00 4,60 + 1,60 30 8,60 10,20 +1,60 40 12,60 15,10 +2,50 Reiknað er með einni fóðureiningu í kg þurrefnis bæði af F.f.e og FEm. Tölurnar í töflu 4 sýna að við hækkandi dagsnyt er reiknuð fóðurþörf í mjólkurfóðureiningum (FEm) nokkru hærri en í fitufóðureiningum. Þennan mismun er fyrst og fremst hægt að rekja til tveggja þátta. í fyrsta lagi að matseiningarnar eru ekki eins og margt bendir til að viðhaldsþarfímar hafi verið of lágt metnar í fitufóðureiningum. Hins vegar því að nýja matsaðferðin metur gildi gróffóðurs til mjólkurframleiðslu hærra heldur en fitufóðureiningin og þvr meir sem gróf- fóðurgæðin eru lakari eða fóðrið trénisríkara. Orkuþarfir sauðfjár. Hér eru sýndar daglegar orkuþarfir áa til viðhalds og mjólkurframleiðslu miðað við eitt til þrjú lömb samkvæmt hinni nýju orkumatsaðferð. Þungi á Viðhalds- Til viðhalds og mjólkurframl. FEm/dag fœti, kg þarjir. FEm 1 lamb 2 lömb 3 lömb 40 0,52 1,9 . . 50 0,62 2,0 2,6 - 60 0,71 2,1 2,7 3,0 70 0,80 2,2 2,8 3,1 80 0,88 2,3 2,9 3,2 90 0,96 2,4 2,9 3,2 100 1,04 2,4 3,0 3,3 Reiknað er með að ær í bötun þurfi 5,6 mjólkurfóðureiningar (FEm) á kg þyngdaraukningar, - ásetningsgimbrar og gemlingar 2,6 mjólkurfóðurein- ingar (FEm) fyrir hvert kg vaxtarauka. Til fósturvaxtar er reiknað með 0,1 FEm á dag frá því 6 vikum fyrir burð og 0,4 FEm á dag hjá einlembu og 0,6 FEm á dag hjá tvílembu síðustu vikuna fyrir burð. Lokaorð. Hér að framan hefur í mjög grófum dráttum verið fjallað um þær breytingar sem eru að verða á aðferðum til að meta fóðurorku og orkuþarfir jórturdýra. Farið er 468 FREYR - 11 '95 nokkrum orðum um helstu forsendur breytinganna og tilgang og einnig helstu afleiðingar þeirra í hagnýtri fóðrun. Eins og nefnt er að framan er hér verið að feta sömu braut og Norðmenn sem gerðu hliðstæða breyt- ingu hjá sér frá ársbyrjun 1993. Rétt er að vekja athygli á því að við erum að taka í notkun orkumatsaðferð sem er þróuð í Hollandi og þar með eru flestallar matsstærðir fengnar úr þarlendum athugunum og sumpart alþjóðlegum rannsóknum sem liggja að baki. Þessar stærðir höfum við enn sem komið er að mjög takmörkuðu leyti náð að sannreyna í innlendum fóðrunarrannsóknum eða við innlendar framleiðsluaðstæður. Að því leyti er rétt og skynsamlegt að taka erlendum tölum með ákveðnum fyrirvara nú í byrjun á meðan við erum að safna reynslu. Hinsvegar hefur þessi nýja aðferð svo marga kosti umfram eldri aðferð að við höfum tæpast nokkra ástæðu til þess fyrirfram að véfengja að hollenskar viðmiðunartölur (eða erlendar) geti gilt við okkar búskaparaðstæður. Það mun aftur á móti verða viðfangsefni bænda, leiðbeinenda og rannsóknamanna nú fyrsta kastið að prófa sig áfram og meta kosti og galla orkumats- aðferðarinnar eða almennt gildi hennar við okkar aðstæður. Helstu tákn og skammstafanir: kcal = kílókaloría kJ = kflójoul NKF = virkar (nettó) kaloríur til fitunar F.f.e = fitufóðureining FEm = mjólkurfóðureining HO = heildarorka MO = meltanleg orka BO = breytiorka NO = nettóorka NOm = nettóorka til mjólkurmyndunar q = orkustyrkur í fóðri / orkuþéttni kv = nýting breytiorku til viðhalds km = nýting breytiorku til mjólkurmyndunar kf = nýting breytiorku til fitunar. Altalað á kaFfistofunni Fóðurþörf Fyrir nokkru var haldinn fundur með forðagæslu- mönnum á Suðurlandi og ráðunautum Búnaðarsam- bands Suðurlands, ásamt Óttari Geirssyni ráðunauti hjá BI og umsjónarmanni með forðagæslu. Á fundinum var rætt um mat á fóðurforða, fóðurþörf búfjár, ásetningsmál o.fl. Síðustu ræðu fundarins flutti Þórður Guðnason, bóndi í Köldukinn í Holtum, og hljóðaði hún þannig: Einn er hlutur alveg skýr, um það vil ég geta. Milliliðir og möppudýr mikið fóður éta.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.