Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 10
sigrar unnust og margt af því sem nú virðast sjáfsagðir hlutir kostaði áralanga baráttu. Jafnframt blasir við að sumt af því sem áður var talið meðal grundvallaratriða í kjara- málum bænda hefur ekki sama vægi og áður í því starfsumhverfi sem landbúnaðurinn nú býr við. Einn af fyrstu sigrum Stéttar- sambandsins í kjarabaráttunni fyrir bændur var að fá viðurkenndan rétt þeirra til þátttöku í ákvörðun um verð á framleiðsluvörum þeirra og að fá það lögbundið að tekjur bænda skyldu vera í sem nánustu samræmi við tekjur hliðstæðra stétta. Þetta hvoru tveggja fékkst viðurkennt með setningu laganna um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins árið 1947. í sömu lögum var heimiluð verðmiðlun milli svæða sem tryggði bændum sem jafnast verð fyrir afurðir sínar, án tillits til búsetu og jafnaði aðstöðu þeirra til þess að koma afurðum sínum á markað. Enda þótt áherslur séu nú breyttar og öðrum baráttuaðferðum beitt hafa þessi ákvæði fram undir þetta verið hornsteinn í kjarabaráttu bænda. Síðar komu m.a. til sög- unnar ákvæðin um útflutnings- bætur, viðurkenning á rétti bænda til að reikna orlof á launalið verð- lagsgrundvallarins, og ákvæði um staðgreiðslu afurðaverðs. Annar merkur áfangi frá fyrstu árunum var viðurkenning ríkis- stjórnarinnar á áætlun sem Stéttar- sambandið lét gera um fram- kvæmdir í landbúnaðinum árin 1950 til 1960. Áætlunin miðaði að því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um mjólk og kjöt. Tókst að framkvæma hana þannig að frá 1960 hefur ekki verið skortur á þessum vörum í landinu. Þessu var síðan fylgt eftir með skipulegri uppbyggingu sláturhúsa og mjólkurbúa og uppbyggingu hjá bændum, m.a. til að auka ræktun þar sem hún var minnst og bæta heyverkun. I þessu sambandi ber einnig að nefna þær skipulags- breytingar sem urðu á lánamálum bænda með tilkomu Stofn- lánadeildar landbúnaðarins árið 1962. Með þeim var föstu skipulagi komið á lánveitingar til fram- kvæmda í landbúnaðinum sem var ein megin forsenda þeirrar miklu uppbyggingar sem varð í sveitum landsins á sjöunda og áttunda áratugnum. Þá má nefna reglur um mat og meðferð búvara til þess m.a. að hvetja til vöruvöndunar og að komið var upp kerfi afurða- og rekstrarlána til þess að tryggja bændum rekstrarfé og flýta greiðslu afurðaverðs. Á félagslega sviðinu ber hæst stofnun Lífeyrissjóðs bænda árið 1970, eflingu Bjargráðasjóðs, stofnun Framleiðnisjóðs land- búnaðarins árið 1966 og sérstakt fjármagn til búháttabreytinga og eflingar atvinnulífs í sveitum 1985 til 1992. Þá má nefna samninga við tryggingafélögin um umbætur á sviði tryggingamála, þ. á m. ábyrgð- artryggingar, hey- og búfjártrygg- ingar og tryggingar á vélum svo og hópslysatryggingar á fólki við bústörf. Útrýming mæðiveikinnar 1945 til 1960 var mikið baráttumál Stéttar- sambandsins og síðar viðureignin við riðuveikina. Árið 1966 hófst barátta Stéttarsambandsins fyrir því að fá lögfestar heimildir til fram- leiðslustjórnunar og voru slíkar heimildir lögfestar á árunum 1979 til 1985. Loks skal hér nefnd barátta Stéttarsambandsins fyrir því að fá felldan niður söluskatt og síðar virðisaukaskatt af matvælum. Sá áfangasigur vannst í þessari baráttu 1. janúar 1994 að VSK á matvælum var lækkaður í 14%. Búvörulögin Með setningu Búvörulaganna árið 1985 var Stéttarsambandinu fengið sóraukið hlutverk. I raun var því með lögunum falið fyrirsvar af hálfu bænda í öllu sem varðaði stefnumörkun og samningagerð varðandi framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara. Mikil breyting varð á verkefnum og starfsemi Stéttar- sambandsins í kjölfar þessa. Svo 482 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.