Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 31
Nýjar aðferðir við fóðurmat fyrir jórturdýr II. Mat á próteini Gunnar Guðmundsson, nautgriparœktarróðunautur hjó Bœndasamtökum íslands Á fáum sviðum búvísinda hefur verið aflað jafn mikillar nýrrar þekkingar á undanförnum áratug eins og á sviði próteinefnaskipta og próteinmeltingar hjá jórturdýrum. Umtalsverð rannsóknarvinna hefur verið lögð fram víða um heim, ekki síst á Norðurlöndunum, þar sem öflugt samnorrænt starf undir forustu Dana og sem við Islendingar höfum verið þátttakendur í hefur leitt til þess að ný norræn próteinmatsaðferð, sem hlotið hefur nafnið „AAT-PBV“ prótein- matskerfið hefur litið dagsins ljós. Þessi nýja aðferð hefur þegar verið tekin í almenna notkun á hinum Norðurlöndunum og nú síðast í Noregi þar sem breytt var um matsaðferðir um áramótin 1992-93 bæði hvað snerti orku og prótein. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi breytts fóðurmats hér á landi og frá og með næstu áramótum hefur verið ákveðið að taka þessa nýju aðferð í notkun hér á landi og hverfa þar með smám saman frá því að nota prótein eða meltanlegt prótein eins og við höfum gert við fóðurmat fyrir jórturdýr allar götur frá 1969. I þessari grein verður reynt að kynna og fjalla um þessa nýju aðferð og mikilvægustu breytingar sem hagnýt notkun hennar hefur í för með sér í fóðrun jórturdýra. Ennfremur verður fjallað stuttlega um bakgrunn matsaðferðarinnar og reynt að draga fram helstu rök fyrir breytingunum. Hvað er prótein Hráprótein eða prótein er eitt þriggja höfuðnæringar- efnanna, ásamt kolvetnum og fitu. Það er nauðsynlegt líkamanum til viðhalds og til framleiðslu (vöxtur, þroski, mjólk, kjöt, ull, fóstur). Prótein er afar fjölbreytilegur flokkur efna sem eiga það sameiginlegt að innihalda köfnunarefni (N). I skilningi fóðurfræðinnar er jafnan talað um tvenns konar prótein þegar jórturdýr eiga í hlut: • Annars vegar eiginlegt prótein sem nær einvörðungu er byggt upp af amínósýrum, en amínósýrur eru grunneiningar í pró- teinum. Þekktar eru yfir 20 mis- munandi amínósýrur og sumar þeirra, a.m.k. 10, eru flestum lífverum lífs- nauðsynlegar og þurfa að vera fyrir hendi í fóðrinu þar sem þær geta ekki myndast í efnaskiptum líkamans. Upptaka á próteini frá meltingar- veginum (smáþörmunum) á sér aðeins stað í formi amínósýra og þess vegna er próteinþörfin í raun þörf fyrir amínósýrur. Hjá einmagadýrum er próteinþörfin að hluta til gefin upp sem magn af einstökum amínósýrum, eins og t. a. m. amínósýran lýsin fyrir svín og methionín fyrir fugla. • Hins vegar er svo nokkuð ósam- stæður hópur efna sem við köllum einu nafni „ekki prótein köfnunarefni“, (skamm- stafað EPN eða NPN á ensku) en það er flokkur efna sem inniheldur köfnunarefni á ýmsu öðru formi en bundið í amínósýrum. Þar má nefna ammoníak, úrefni (urea), nítrít, nítröt, amín, amíð, stakar amínó- sýrur, peptíðbúta og frjálst köfnunarefni. Prótein inniheldur að jafnaði um 16% köfnunarefni (N). Próteinmagn er þess vegna reiknað út frá magni köfnunarefnis í fóðrinu og það margfaldað með stuðl- inum 6,25 (100/16) til að fá próteinmagnið. Hvernig hefur prótein í fóðri verið metið? Samkvæmt ákvæðum í fóðurreglugerð (með lögum nr. 32 frá 20. apríl 1968) hefur prótein í fóðri búfjár verið metið sem magn af meltanlegu próteini og þarfimar hafa einnig verið gefnar upp í þeirri einingu. Með meltanlegu próteini er átt við þann hluta fóðurpróteinsins sem meltist og ætti þar af leiðandi að geta staðið gripunum til boða í efnaskiptunum. Það er ákvarðað í meltanleika- Gunnar Guðmundsson. 12 '95 - FREYR 503

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.