Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 38
Aldarafmœli Búnaðarfélags Vopnafjarðar Á Jónsmessunni, hinn 24. júní 1995, var minnst 100 ára afmælis Búnaðarfélags Vopnafjarðar en það var stofnað 7. júlí 1995. Afmælis- hátíðin hófst með athöfn í Hofskirkju kl. 14 og síðan almennri fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Staðarholti. Kom þar margt fólk á öllum aldri úr byggðarlaginu og skemmti sér þar við leik, söng og talað orð í ekta vopnfirskri veður- blíðu sem ríkti þennan dag. Um kvöldið var afmælishóf í Miklagarði. Þar voru samankomin yfir eitthundrað manns, flest allt bændafólk í Vopnafirði og gestir sem boðnir voru í tilefni þessara tímamóta. Veislustjóri var Sigurður Björnsson, Háteigi. Margar ræður voru fluttar og gestir færðu félaginu góðar gjafir. Bændasamtök íslands gáfu ræðupúlt, útskorið af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum, Búnað- arsamband Austurlands gaf skjala- tösku úr hreindýraleðri, sem unnin var af Ólafíu Sigmarsdóttur í Klausturseli, Vopnafjarðarhreppur gaf fundargerðabók í leðurtösku, sem Jón Þorgeirsson í Skógum gerði, og Kaupfélag Vopnfirðinga gaf veglega blómakörfu og allar blómaskreytingar sem prýddu sal- inn. Bændakór söng nokkur lög og einnig var almennur söngur. Ferða- félagar úr bændaferð til Þýskalands fluttu efni frá ferðinni. Þá var fyrr- verandi formaður félagsins, Sigur- jón Friðriksson í Ytri-Hlíð, gerður að heiðursfélaga fyrir vel unnin störf um 30 ára skeið og honum afhent viðurkenningarskjal. Að loknu borðhaldi var stiginn dans lengi nætur við undirleik harmó- níkuhljómsveitar. Núverandi stjórn félagsins skipa: Sigríður Bragadóttir Síreksstöum, Emil Sigurjónsson Ytri-Hlíð og Álfhildur Ólafsdóttir Akri. Stjórn Bf Vopnafjarðar, talin f.v.: Álfhildur Ólafsdóttii; Akri; Sigríður Bragadóttii; Síreksstöðum, formaður; og Emil Sigurjónsson, Ytri-Hlíð. Á borðinu fyrir framari þau eru gjafir sem félaginu bárust í tilefni afinœlisins. (Ljósm. tók Metlmsalem ; Einarsson). Meðal skemmtiatriða á afmœlinu var reiptog kvenna milli sveitarhluta í Vopnafirði. Fremst á myndinni er iið norðurhluta sveitarinnar, taldar f.v.: Þórunn Egilsdóttir, Hauksstöðum; Ingileif Bjarnadóttii; Hámundarstöðum; Alda Sigurðardóttir, Ytra- Nýpi; Sigurbjörg Guðmundsdóttii; Vakursstöðum II; og Hólmfríður Kristmanns- dóttir, Fremra-Nýpi. Karlar kepptu hins vegar íþrautahlaupi. 510 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.