Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 26
RITFRCGN Halldór á Hvanneyri Eitt stærsta nafn í íslenskri búnaðarsögu á þessari öld er nafn Halldórs Vilhjálmssonar, skóla- stjóra á Hvanneyri. Nú hefur ævisaga hans verið skráð og er það ekki vonum fyrr. Nafn Halldórs á Hvanneyri er sveipað miklum ljóma í minningunni; glæsimenni til orðs og æðis, afbragðs námsmaður, framkvæmdamaður sem skildi eftir sig mannvirki sem enn gegna hlutverki sínu, fræðari sem markaði djúp spor í huga nemenda sinna og kynnti þeim bestu búnaðarþekkingu líðandi stundar, brautryðjandi í búnaðarrannsóknum, einkum fóð- urfræði, stjórnandi umfangsmikils búrekstrar og sívökull áhugamaður um tækninýjungar sem þá héldu innreið sína. Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, tókst það verk á hendur að koma þessari sögu til skila við lesendur og eftirkomendur. Bjami hefur gengið til þess verks með því skipulega verklagi sem hann er kunnur að. Miklar heimildir eru til um Halldór á Hvanneyri, bæði í opin- berum gögnum og í bréfum í einkaeign. Á dögum Halldórs á Hvanneyri og reyndar fyrr og nokkuð lengur voru bréfaskriftir helsta leið til að koma skilaboðum milli staða. Jafnframt voru bréf varðveitt, sagnfræðingum fram- tíðarinnar til mikils léttis. Bjarni hefur haft góðan aðgang að bréfa- söfnum sem vörðuðu Halldór sem og góða aðstoð ættingja hans við verkið. Þá er það styrkur hans að hafa lengi búið á Hvanneyri, notið sjálfur handarverka Halldórs, horft af sama bæjarhólnum og hann og lifað sig inn í umhverfið, auk þess sem hann hefur notið heimamanna. í bókinni beitir Bjami mjög þeirri aðferð að láta heimildimar tala sjálfar með beinum tilvitnunum og fylgir verkinu jafnframt ítarleg heimildaskrá. Annars staðar leggur hann sjálfur til textann og ljær þá gjaman svarthvítum myndum heim- ildanna líf og lit með eigin hug- sýnum. Til að færa lesendur enn nær sögunni er einnig töluvert um að birtir séu sjálfstæðir kaflar úr bréfum og bókum sem varða Halldór og Hvanneyri, en hans hefur að sjálfsögðu víða verið minnst. Hér er ekki ástæða til að rekja efni Halldórs sögu. Hins vegar er fróðlegt að líta á hvernig hún fellur inn í það tímaskeið sögunnar sem hún gerist á og jafnframt sögu þjóðarinnar í víðara samhengi. Víða kemur fram að Halldór á Hvanneyri hafi verið bæði afar viljasterkur maður en jafnframt viðkvæmur. „Hrjúfur og hlýr“ er hann nefndur í samtímaheimild. Halldór á Hvanneyri var hinn sterki leiðtogi sem lét hugsjónir sínar rætast, átti þátt í fjölmörgum framfaramálum og var herra yfir lífi sínu, - en var jafnframt barn síns tíma. Oft hefur verið talað um aldamótakynslóðina. Halldór á Hvanneyri var sannarlega af þeirri kynslóð, sem kölluð hefur verið hamingjusamasta kynslóð þjóðar- innar frá upphafi, kynslóðin sem lifði þúsund ár á einni mannsævi; ólst upp við líka verktækni og húskarlar Ingólfs Arnarsonar beittu en lét vélamar vinna á efri árum. Slík bylting kostar vaxtarverki; sigra og ósigra, gleðistundir og áföll, fómir voru færðar og lífið lagt að veði. Skáldin ortu ljóð, alda- mótaljóð, og kváðu í þjóðina kjark og dug og þjóðin sótti fyrirmyndir til fomsagnanna. Ævi Halldórs á Hvanneyri bar með sér margar sigurstundir en einnig ómennska erfiðleika; harð- æri með bjargarleysi, húsbruna, sem tók mjög á hann og fjölskyldu hans, og veikindi. Halldór var þannig holdgervingur skipstjórans^ í ljóði Hannesar Hafsteins, „í hafísnum“, sem leiddi fley sitt út úr ógöngum en fórnaði jafnframt lífi sínu, og hann var „hin ungboma tíð“ sem „vekur storma og stríð“ í ljóði Einars Bene- diktssonar. En líf Halldórs á Hvanneyri á sér enn dýpri rætur í þjóðarsál íslendinga. Halldór var hetja með allri þeirri margræðni sem þjóðin hefur gætt það orð í aldanna rás. Hetja er sigurvegari en einnig eitthvað annað. Hetja er afreks- maður en einnig eitthvað annað. Hetjuhugtakið á sér harmrænan þátt. Hetjur hversdagslífsins geta hafa búið við krörn og hvers kyns skort á lífsleiðinni en eru samt hetjur, því að þær rísa upp úr umhverfi sínu. Þuríður fóstra Þorbjöms önguls sendi rótarhnyðju út í Drangey til Grettis Ásmundarsonar sem leiddi til þess að unnið varð á honum. Rótarhnyðjan í lífi Halldórs á Hvanneyri var geðrænn sjúkdómur sem lagðist á konu hans, Svövu Þórhallsdóttur. og leiddi til skiln- aðar þeirra. Það var harmurinn í lífi hetjunnar. Sá harmur var e.t.v. sárari fyrir það að álagið af því að vera í forsæti fyrir jafn fjölmennum stað og Hvanneyri varð viðkvæmri lund Svövu um megn, einnig að hrjúf- 498 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.