Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 32
tilraunum með lifandi dýr sem mismunur þess próteins sem er í fóðrinu og þess sem skilst út með saur. Þannig að ekki er tekið tillit til þeirra umbreytinga sem verða við próteinmeltinguna í vömb. Fóðurrannsóknir síðustu ára hafa, eins og að framan greinir, vaipað nýju ljósi á efnaskipti og meltingu próteina hjá jórturdýrum og meðal annars sýnt fram á veikleika þess að meta prótein í formi meltanlegs próteins. Hvað hafa fóðurrannsóknir leitt í Ijós? Sérstaða jórturdýra byggist á þeirri umfangsmiklu örverustarfsemi sem fram fer í vömb, kepp og að einhverju marki einnig í ristli þeirra. Þar lifir og starfar aragrúi örvera bæði gerlar, einfrumungar, bakteríur og sveppir. Þessar lífverur köllum við einu nafni örverur eða vambarörverur án þess að gera ýkja mikinn greinarmun á starfsemi einstakra tegunda þó svo að hann sé í raun nokkur. Vambarörverurnar lifa við loftfirrt skilyrði (súrefnis- leysi) og til lífsstarfseminnar þurfa þær fyrst og fremst vatn og næringu. Þær lifa og starfa best við ákveðinn kjörhita (30-37°C) og kjörsýrustig (pH 6,0-7,0). Miklar sveiflur í þessum þáttum valda því að starfsemi þeirra hægir á sér og afköst minnka. Upprunalega berast örverumar til vambarinnar með fóðrinu sem ungviðin fá og einnig verður smit við munnsnertingu móður og afkvæmis og einnig úr umhverfinu (gripahúsinu). Ef ungkálfar fá t. a. m. ekki aðgang að neinu öðru fóðri en mjólk og ef þeim er haldið frá móður og umhverfi annarra nautgripa berast örverur ekki með sama hætti til vambarinnar og örveruflóran þroskast óeðlilega hægt og seint. Vambarörverumar lifa í sambýli við jórturdýrið en em algerlega óháðar því að öðru leyti en að þær þurfa hagstætt umhverfí og næringu sem þær vinna úr fóðrinu sem jórturdýrið etur. A hinn bóginn er hagur jórturdýrsins af þessu sambýli sá að örverumar geta nýtt sér ýmis torleysanleg efnasambönd úr góffóðri, einkum köfnunarefnis- og kolvetnasambönd sem skepnan sjálf er ekki fær um að nýta og umbreytt þeim í nýtanleg næringarefni fyrir jórturdýrið. Þetta skapar þeim óviðjafnanlega stöðu meðal búfjártegundanna til þess að nýta gróffóður og umbreyta einföldum og annars ónýtanlegum efnasamböndum yfir í verðmæta fæðu. Melting og efnaskipti próteins hjó jórturdýrum. Við meltingu í vömb jórturdýra verður umtalsverð breyting á því fóðri sem skepnan étur. Ef við skoðum próteinið sérstaklega þá verður óhjákvæmilega umtals- verð formbreyting á því, fyrst og fremst vegna þess að vambarörverurnar brjóta niður í smærri einingar allt það prótein sem þær ráða við og byggja síðan upp prótein í eigin líkama. Örveruniðurbrotið verður einkum fyrir tilverknað meltingarhvata sem örverumar sjálfar mynda og sem vinna á næringarefnum fóðursins. Prótein- niðurbrotið getur verið í mörgum stigum og gengið misjafnlega langt. Lokastig í niðurbroti á próteini í vömb er ammoníak. Á mynd nr. 1 er sýnt myndrænt yfirlit yfir helstu ferla köfnunarefnissambanda um meltingarveg og efnaskipti hjá jórturdýrum. Próteinniöurbrot í vömb , Umsetning próteins úr fóðrinu í vömb er í stórum dráttum tvenns konar: • Annars vegar er það brotið meira og minna niður (í ammoníak) af vambarörverunum. Þann hluta köllum við niðurbrjótanlegan. • Hins vegar er það svo sá hluti próteinsins sem ekki brotnar niður og berst til smáþarma á sama formi og í fóðrinu. Hann köllum við óniðurbrjótanlegan. Að hve miklu leyti próteinið brotnar niður í vömb er háð ýmsum þáttum en þó fyrst og fremst eðliseigin- leikum þess, þ. e. hve uppleysanlegt það er og einnig hve vel það stendur gegn örveruniðurbroti. Mismunur á milli fóðurtegunda að þessu leyti getur verið töluverður. Af öðrum þáttum sem hafa áhrif á niðurbrot próteins má nefna grastegund, áburðargjöf, sláttutíma, verkunarað- ferð svo að nokkur dæmi séu nefnd. I mjög grófum dráttum getum við sagt að prótein úr jurtaríkinu séu að jafnaði auðniðurbrjótanlegra en prótein úr dýraríkinu. Þetta þýðir að það verður að mæla próteinniðurbrotið sérstaklega í hverri einstakri fóðurtegund eða einstökum fóðurflokkum. í því skyni hefur verið þróuð aðferð, svokölluð nylonpokaaðferð, sem byggir í grófum dráttum á því að fínmöluðu sýni af því fóðri sem mæla á er komið fyrir í þéttriðnum nylonpokum og þeim komið fyrir í vömb á kú með vambaropi. Vambaropskýrnar eru aldar á stöðl- uðu fóðri. Pokarnir eru það þéttriðnir að aðeins vökvi, vambarörverumar og uppleyst næringarefni komast í gegn. Pokamir eru síðan fjarlægðir eftir mislangan tíma í vömb og með því að efnagreina innihaldið í hverjum poka er fundið út hve mikið af próteini hverfur á tímaeiningu. Síðan er próteinniðurbrotið reiknað út með hliðsjón af flæðihraða fóðursins frá vömb og aftur til smáþarmanna. í töflu 1 á næstu síðu em sýnd dæmi um niður- brotshlutfall mælt með nylonpokaaðferðinni í nokkrum algengum fóðurtegundum. Vambarörverurnar fjölga sér og vaxa stöðugt. Örveruniðurbrot fóðurpróteins í vömb gegnir því hlut- verki að afla þeim sjálfum nauðsynlegrar næringar til lífsstarfsemi sinnar svo og til uppbyggingar á eigin líkamsvefjum. Til lífsstarfseminnar geta örverurnar bæði nýtt amínósýrur og einnig einfaldari köfnunar- efnissambönd sem eru skepnunni sjálfri algerlega ónýtanleg. Vitað er að sumar örverutegundir í vömb geta notað ammoníak og úrefni (urea) sem próteingjafa eingöngu, en aðrar þurfa amínósýrur og amínó- sýrukeðjur (peptíð). Þess vegna getur örveruniðurbrot á próteini í vömb bæði verið til tjóns og hagræðis fyrir hýsilinn, eftir því hver hin upprunalegu gæði fóðurpróteinsins eru frá næringarfræðilegum sjónarhóli. 504 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.