Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 14
Göngur, réttir og ferðaþjónusta Eftirfarandi bréf, undirritað af Ólafi R. Dýrmundssyni f.h. Bœndasamtaka íslands, og Ágústi Sigurðssyni f.h. Félags ferðaþjónustubœnda, var í nóvember sl. sent fjallskilastjórum og sveitarstjórnarmönnum í dreifbýli. Ástœða þykir til að það komi fyrir augu sem flestra í dreifbýli og fylgir það því hér á eftir: Á næsta ári eiga að koma út markaskrár fyrir allt landið. Fyrir- hugað er að birta fjallskilasamþykkt hvers svæðis í viðkomandi marka- skrá, þannig að þær séu aðgengi- legar fyrir þá sem þurfa að vinna eftir þeim. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að fjallskilasam- þykktirnar verði endurskoðaðar sem allra fyrst, eftir því sem þörf krefur, og því breytt sem breyta þarf. Undanfarið hefur verið nokkuð um að göngum og réttum sé seinkað,, og ákvarðanir þar um teknar skömmu áður en fyrir- hugaðar göngur áttu að fara fram. Seinkunin hefur verið rökstudd með því að heyskapur á viðkomandi svæði sé svo skammt á veg kominn að ekki sé forsvaranlegt annað en að ljúka honum áður er til fjárrags komi. Miklar framfarir við fóður- verkun (rúllubaggatækni o.fl.) gera þessa röksemd fremur léttvæga. Frestun á göngum hefur marga annmarka í för með sér. Fé rennur á milli gangnasvæða, sláturleyfis- höfum er gert erfitt fyrir. Þeir bændur sem stunda vinnu utan heimilis þurfa að fá frí með nokkrum fyrirvara, þeir sem þurfa að fá aukafólk í göngur þurfa og til þess nokkurn fyrirvara, kjöt af lambhrútum verður verðfellt eftir 15. okt. 1996 og síðast en ekki síst, öll ferðaþjónusta í tengslum við göngur og réttir er gerð nánast ómöguleg, en ferðaþjónusta er grein sem þarf helst að hafa allar dagsetningar á borðinu með árs fyrirvara. Af ofangreindum ástæðum hvetjum við yður til að hraða sem mest endurskoðun á fjallskila- reglugerð yðar og senda endur- skoðað eintak til Bændasamtaka Islands fyrir áramót. Greinargerð: Breyttar forsendur Ymsar forsendur í sauðfjárrækt hafa breyst talsvert undanfarið. Nefna má að verið er að undirbúa átak í markaðssetningu á lamba- kjöti. Einn þáttur í því átaki verður að lengja sláturtíð svo sem frekast er kostur, þannig að neytendum bjóðist ferskt lambakjöt mun lengur en nú er. Þetta þýðir að slátrun mun hefjast mun fyrr en verið hefur og hún mun einnig standa lengur. Verðfelling Á árinu 1996 verður kjöt af hrútlömbum fellt verulega í verði eftir 15. október, og samkvæmt upplýsingum frá Yfirkjötmati ríkisins er stefnt að því í náinni framtíð að þessi verðfelling verðl enn fyrr, jafnvel 10. október. Vinna utan bús Nýgerður samningur um fram- leiðslu á sauðfjárafurðum gerir ráð fyrir frekari samdrætti í framleiðslu á dilkakjöti. Þetta þýðir í raun að sauðfjárhændur verða í auknum mæli að sækja tekjur sínar út fyrir greinina. Vaxandi hópur sauðfjár- bænda mun því stunda vinnu utan bús í framtíðinni. Þegar að göngum og réttum kemur þurfa þessir menn því að fá sig lausa úr vinnu sinni, og til þess þarf nokkum fyrirvara. Samfara fækkun fólks í sveitum eykst þátttaka fólks utan bænda- stéttarinnar í gangna- og réttar- stöfum. Þetta fólk þarf einnig að fá frí úr vinnu sinni með nokkrum fyrirvara. Þátttaka þeirra, sem utan bændastéttarinnar starfa, í daglegri Frá Kirkjuskarðsrétt í Laxárdal, A-Hún. Stóðið bíður þess að verða rekið út í Skrapatungurétt. (Ljósm. Ágúst Sigurðsson). 486 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.