Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 30
allir reynslu eða tilfinningu fyrir því, hvað hóflegt er. Þess vegna geta menn lent í erfiðleikum fyrstu árin. Allir þurfa að gera sér Ijóst að kindur finna til og menn verða að sýna mikla nœrgœtni í burðarhjálp. Menn œttu að gceta sín á því að vera ekki óþarflega fljótir til að „hjálpa “ ám að bera, en nokkuð ber á því að menn séu að burðast við að hjálpa, þótt það sé algjör óþaifl. Ekki œtti að grípa inn í gang náttúrunnar nema nauðsyn krefji. Þegar hjálpa þarfskal, efhœgt er, láta halla fram í ána. Þá minnkar þrýstingurinn innifyrir og auðveld- ara er að snúa eða hagrœða lambi. Ekki má bregðast, að menn þvoi hendur sínar og hjálpartœki vand- lega úr heitu vatni og sápu og noti auk þess sótthreinsiefni og mýkj- andi áburð. Ekki œttu aðrir að „fara inn með ám “ til að kann legu lambs eða lijálpa til við burð en þeir sem hafa hlotið sérstaka tilsögn og best að þeir sem gera það séu handsmáir. Ekki ætti að nota önnur tœki til hjálpar en þau sem unnt er að sótthreinsa. Hentugust eru jodo- for-efni til að sótthreinsa hendur og tœki. Ær, sem þarf að hjálpa, á að þvo og sótthreinsa að aftan undan- tekningarlaust og oft þatf einnig að klippa órúuar œr að aftan, ef vel á að vera. Yfirleitt œttu menn að leita upplýsinga hjá dýralœkni eða nœr- fœrnum og reyndum konum eða körlum um það live langt má ganga. Sigurður Sigurðarson, dýralœknir, Keldum. Fimmtíu ár frá stofnun Stéttarsambands bœnda Framh. afbls. 483 Búvörulaganna voru ekki sömu rök og fyrr fyrir því að hafa félagskerfið tvískipt. Mönnum var einnig Ijóst að í því markaðsumhverfi sem landbúnaðurinn var farinn að starfa í var ekki lengur rökrétt að skilja á milli leiðbeiningaþjónustu og mót- unar og framkvæmd á stefnu í fram- leiðslumálum svo og almennrar kjarabaráttu bænda. Farið var að bera á tvíverknaði þar sem að hluta sömu mennirnir voru að fjalla um og taka ákvarðanir um sömu málin. Til þess að landbúnaðinum tækist farsællega að fóta sig í því breytta starfsumhverfi sem við blasti væri nauðsynlegt að hafa ein öflug samtök sem á skilvirkan hátt ynnu að hagsmunamálum bænda. Einnig var mönnum ofarlega í huga að draga úr kostnaði við félagskerfið sem verulega hafði undið upp á sig vegna aukinna umsvifa með til- komu framleiðslustjómunarinnar 1979 og eftir setningu Búvöru- lagananna 1985. Einnig með til- komu búgreinafélaganna, sem með lögum var tryggður sjálfstæður tekjustofn árið 1990. Þessi umræða leiddi til þess að hinn 1. janúar 1995 voru Stéttarsambandið og Búnaðar- félag íslands á ný sameinuð í ein heildarsamtök bænda. Þar með var lokið merkum kafla í sögu félagsmála íslenskra bænda. Hinum nýju samtökum fylgja góðar óskir. Þeirra bíður það hlutverk að leiða bændastéttina inn í nýjan tíma með gjörbreyttu starfsumhverfi. Það, hvernig þeim tekst að rækja sitt vandasama hlutverk og uppfylla vonir manna um sparnað og aukna skilvirkni, getur reynslan ein leitt í ljós. □ Skýrsla Félags hrossabœnda Framh. af bls. 497 sem gerð var, kaup á hestum fyrir 5 reiðskóla á fyrsta hálfa starfsári Saga-reiðskólans. Hér er um mikilvægt kynningar- starf að ræða í samvinnu við Þjóðverja og því er mikilvægt að njóta starfa fyrrverandi ráðu- ney tisstj óra landbúnaðarráðuney tis- ins Sveinbjörns Dagfinnssonar við þetta viðfangsefni. Eftir því var leitað við ráðuneytið að Sveinbjöm gæti áfram stutt viðfangsefnið og honum gert kleift að sækja fundi erlendis, en því var neitað af ráðuneytinu að veita fjárstuðning til fundaferða erlendis. Hugleiðing um jól og áramót Framh. afbls. 477 unum, bæði jurta og dýra, víðsfjarri uppsprettu mengunarinnar er í sérstakri hættu. Þar má nefna þá hættu sem hvítabirni stafar af þessari mengun. Rétt er að fram komi að þau sjónarmið sem hér eru reifuð njóta ekki óskoraðs fylgis. Umhverfis- ráðstefna SÞ í Ríó 1992 samþykkti að þjóðir slepptu ekki meiri koltvísýringi árlega eftirleiðis út í andrúmsloftið en þau gerðu árið 1990. Við þetta hafa íslendingar ekki staðið frekar en margar aðrar þjóðir og hvergi er gert ráð fyrir að taka mark á þeirri samþykkt í opinberum áætlunum hér á landi, það orðið hefur vart við.* Þó eru uppi kenningar um að hækkað hitastig á jörðu hafi áhrif á Golfstrauminn þannig að straumsins gæti minna hér á landi. Oþarfí er að fjölyrða hvaða áhrif það hefði á búsetuskilyrði á Islandi. Enn lifir þó nokkuð af vökunni. M.E. * í sjónvarpsfréttum 13. des. sl. var frétt um að Sjávarútvegsráðuneytið hyggist vinna að því að draga úr olíunotkun ftskiskipa í anda sam- þykktar Ríó-ráðstefnunnar. 502 FREYR - 12 '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.