Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Freyr - 01.12.1995, Blaðsíða 15
Anœgðir þátttakendur í hrossasmölun á leið í göngur. (Ljósm. Agúst Sigurðsson). önn sveitafólks er vænlegur vett- vangur til að auka skilning þéttbýlisbúans á kjörum bóndans. Meiri kostnaður Frestun á göngum og réttum hefur og í för með sér að fé rennur af ósmöluðum afrétti inn á nýsmal- aðan afrétt, með tilheyrandi auka- kostnaði fyrir viðkomandi upp- rekstrarfélag. Þá er gangnamönnum vel kunnugt að veður og færð geta tafið og spillt gangna- og réttar- störfum. Ltkur á versnandi veðri og færð aukast eftir því sem á haustið líður. Betri nýting Á undanfömum árum hafa bændur í vaxandi mæli snúið sér að ferðaþjónustu til að mæta samdrætti í hinum hefðbundnu greinum land- búnaðarins. Því miður er nýting- artíminn afar stuttur, og því mikið kapp lagt á að lengja hann svo sem unnt er. Vænlegur kostur er að markaðssetja göngur og réttir og hefur það þegar verið gert dálítið. Erlendir ferðamenn sýna nú aukinn áhuga á göngum og réttum, og þá gjaman sem þátttakendur, enda er svonefnd „græn ferða- mennska“ mjög vaxandi. Lífrœn/vistvœn framleiðsla Umræða um „lífræna fram- leiðslu“ og „vistvæna framleiðslu" er vaxandi, enda í samræmi við þann áhuga sem markaðurinn sýnir þessum vörum. Hérlendis er hafin lífræn framleiðsla og reglugerð um vistvæna framleiðslu er nú í undirbúningi. Talið er að mikill hluti framleiðslunnar geti flokkast undir „vistvæna framleiðslu“ sam- kvæmt þessari reglugerð, án mikils aukakostnaðar fyrir bændur. í stað þess að sýna erlendum ferða- mönnum sláturhús og kjötvinnslur ætti að sýna þeim afréttarlönd og hjarðir á beit. Þegar heim kemur geta svo þessir ferðamenn vottað hvar og hvernig íslenska lamba- kjötið er framleitt. Sala á hrossum Kunnugt er að allmargir bændur hafa verulegan hluta tekna sinna af sölu hrossa, bæði á erlendan markað og innlendan. Tilraunir hafa verið gerðar með að markaðssetja stóð- réttir erlendis, og virðast þær lofa góðu. T.d. hafa Hollendingar haft samband við ferðaþjónustu bænda pg lýst áhuga sínum á að selja Islandsferðir, þar sem hrossasmölun og stóðréttir kæmu verulega við sögu. Fullvíst má telja að þátt- takendur í slíkum ferðum verði aðallega áhugafólk um íslenska hestinn, og þarf ekki að fjölyrða um hver hvalreki þessir ferðamenn verða fyrir hrossaræktina hér, og þar með samfélagið. Nýr markaður Erlendir bændur sýna nú vaxandi áhuga á bændaferðum til Islands, og vilja þá gjarnan tengja ferðina göngum og réttum, enda vekja t.d. fjármörk áhuga þeirra, en þau tíðkast óvíða nema hér. Þá vekur það áhuga þeirra hvernig hópur bænda vinnur saman að smölun afréttanna, svo og hvernig réttar- störfin fara fram. Rétt er að benda á að göngur og réttir eru á þeim tíma sem nýting í ferðaþjónustunni er orðin lítil, þannig að markaðssetning gangna og rétta stuðlar að betri nýtingu og lengingu ferðamannatímans. Dagsetningar með árs fýrirvara Á þessu hvoru tveggja er þó einn agnúi. Erlendir ferðamenn skipu- leggja sumarleyfi sín oft ár fram í tímann, og flugfar og gistingu þarf einnig að panta með verulegum fyrirvara. Á meðan verið er að hringla fram og aftur með gangna- og réttardaga, þá treysta hvorki hérlendir né erlendir hagsmuna- aðilar í ferðaþjónustu sér til að leggja í kostnað eða vinnu við þetta verkefni. Ef þessum dagsetningum er breytt um t.d. viku verða afleiðingamar þær að margra mánaða vinna er á einu augnabliki að engu gerð, og skaðinn er ómældur. Skrásetning réttardaga Ferðaþjónusta bænda hefur, í samvinnu við Bændasamtök Islands, tekið að sér að skrásetja réttardaga. Hugmyndin er að réttardagarnir verði skráðir í þeirri röð sem þeir verða tilkynntir, og er hér með skorað á yður að senda sem fyrst upplýsingar um hverjir réttar- dagamir hjá yður verða. Heimilis- fangið er: Ferðaþjónusta bœnda hf, Bœndahöllinni v/Hagatorg 107 Reykjavik. Sími 562 3640. 12 '95 - FREYR 487

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.