Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 4

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 4
Frá ritstjóriu Stórstígar framfarir í alifugla- og svínarækt ó að alifugla- og svínarækt hafi hafist jafn- hliða landnámi norrænna manna hér á landi er það ekki fyrr en nokkuð var liðið fram á þessa öld að þessar búgreinar fóru að hasla sér völl að ráði í íslenskum landbúnaði. Fjölmörg ömefni hér á landi tengd svínum eru til vitnis um að landnámsmenn hafr tekið með sér svín til landsins, ásamt öðrum bústofni. Vitað er að veðurfar var fremur hlýtt á fyrstu öldum íslands- byggðar og unnt að stunda hér kornrækt á þeim trma, en þegar kólnaði í ári nokkrum öldum srðar hurfu svín hér af sjónarsviðinu. Fá örnefni tengjast alifuglum hér á landi, en get- ið er bæði um hænsni og gæsir sem búfénað í forn- ritum. Gamall hænsnastofn er einnig varðveittur hér á landi, kallaður landnámsstofn, sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins hefur tekið upp á arma sína. Svínarækt hófst aftur hér á landi upp úr 1870, en í óverulegum mæli og fyrst mest tengt útlendingum sem hér bjuggu og störfuðu, t.d. við verslun eða hvalveiðar, en síðar á vegum bænda og fyrirtækja þeirra. Fyrst eftir að mjólkusamlög hófu starfsemi sína héldu þau svín til að nýta undanrennu. Þetta átti bæði við um Flóabúið og búið á Akureyri. Endurreisn svínaræktar hér á landi hófst með innflutningi á dönsku landkyni en um 1930 voru einnig flutt inn svín af breskum kynjum. Eftir það varð alllangt hlé á innflutningi svína og innflutn- ingur jafnframt bannaður. Þegar komið var fram undir 1980 hafði íslensk svínarækt dregist mjög aftur úr svínarækt í nálægum löndum. í grein eftir Pétur Sigtryggsson, svínaræktarráðunaut B1 í þessu blaði, segir um stöðu íslenskrar svínaræktar um það leyti: „Grísir voru léttir við got, margir fæddust dauðir eða dóu skömmu eftir fæðingu, vöxtur grísa var mjög hægur og tók um tveggja til þriggja mán- aða lengri tíma að koma grísum upp í sláturstærð á íslandi heldur en á Norðurlöndum og fitusöfnun þeirra var miklu meiri.“ I framhaldi af þessu var farið að efla skýrsluhald meðal svínabænda enda kom í ljós að með því mátti bæta reksturinn verulega. Stóra stökkið í fram- förum í svínarækt varð hins vegar þegar Svína- ræktarfélag íslands gekkst fyrir því að koma á fót einangrunarstöð í Hrísey og hefja innflutning á svínum til kynbóta á svínastofninum. Leyfi til inn- flutnings fékkst árið 1994 og voru þá fluttar inn gyltur með fangi af norsku landkyni. Kynbótagrís- um frá þeim innflutningi var dreift frá Hrísey á ár- unum 1995 og 1996 og með afkvæmum þeirra og íslenskra svína, sem fyrir voru, urðu fljótt veruleg- ar framfarir í rekstri svínabúa hér á landi; fóðumýt- ing batnaði veralega, vaxtarhraði sláturgrísa jókst jafnframt því sem þeir urðu magrari. Um árabil starfaði svínaræktamefnd á vegum BÍ og fjallaði hún um kynbætur og önnur fagmál bú- greinarinnar. Um mitt á 1996 tók Fagráð í svína- rækt við hlutverki nefndarinnar. Það er skipað tveimur fulltrúum frá Bændasamtökum íslands og sex fulltrúum frá Svínaræktarfélagi íslands. í árs- lok 1996 setti Fagráðið íslenskri svínarækt kyn- bótastefnu til næstu 10 ára. Megininntak hennar er að svínarækt hér á landi verði byggð upp á reglu- legum (árlegum) innflutningi á erfðaefni til lands- ins, bæði lifandi svínum og sæði. Með því móti jafnist samkeppnisstaða íslenskrar svínaræktar og erlendrar. Svínarækt hér á landi verði byggð upp á þríblendingsrækt með Landkyni, Yorkshire-svína- stofni og Duroc-svínastofni sem grunnstofnum. Með þeirri ræktunarstefnu sem hér hefur verið rak- 4 - Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.