Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 30

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 30
Mynd 1. Fordyri ísvínabúi. Úr bókinni „Sundhed og sygdom hos svin“. Gefrn út af Landbrugsforlaget íDanmörku. og sótthreinsaða deild. Með þessu er nánast búið að útiloka að smit, sem hugsanlega hefur leynst í hópnum á undan, geti borist í næsta hóp sem kemur á eftir. Með þessari aðferð má halda við góðu heilbrigði gnsanna allt frá fæðingu og fram að flutningi í slát- urhús. Berist hins vegar sjúkdómur inn á svínabúið á einhvern hátt, má oft ráða ágætlega við hann og jafn- vel útrýma honum þar sem einangr- un á milli hópa er mikil og smit berst ekki auðveldlega á milli hópa. Aðgerdir á íslenskum svínabúum Á undanfömum árum hafa svína- bændur framkvæmt margs konar að- gerðir á búum sínum til þess að bæta heilbrigði svínanna og þar með af- komuna. Bú hafa verið endurbætt, umhverfi fyrir svínin hefur verið lagað og síðast en ekki síst hefur vit- und um smit og smitleiðir aukist vemlega og þar með hefur verið lagður niður að mestu samgangur á milli hjarða með dýr. Fordyri hafa verið sett upp á svínabúunum til þess að fyrirbyggja að smit berist inn á þau með að- komufólki eða þjónustuaðilum auk þess sem sumir hverjir hafa reist af- hendingarherbergi fyrir slátmn, til þess að fyrirbyggja að smit berist inn á búið með sláturbílnum. Bólusetningar verða æ algengari til þess að fyrirbyggja öndunarfæra- sjúkdóma sem og aðra sjúkdóma. Sérstakar hreinsunaraðgerðir hafa verið framkvæmdar til þess að útrýma sérstökum sjúkdómum sem hafa verið að valda vemlegu fjár- hagslegu tjóni. Fátt skilar jafnmiklum árangri á jafnskömmum tíma eins og að losa svínabúin við ákveðna framleiðslu- sjúkdóma. Svínabóndi sem heldur svín með sérstakan meltingarfæra- sjúkdóm, getur átt von á því að spara um 25 kg á fóðri á hvem grís sem hann framleiðir, losi hann þau við sjúkdóminn. Því fleiri sem grís- irnir em því hærri verður upphæðin í krónum sem ávinnst. Nefna má 100 gyltna bú með um 230 got á ári. Þetta bú ætti að geta slátrað um 2.300 grísum á ári. Ef fóðureiningin kostar um 30 kr. má sjá að kostnaður vegna sjúkdómsins er um 1.725.000 kr. á hverju ári sem búið er í framleiðslu. Það fást því mjög góð tímalaun við að losa svín- in við sjúkdóminn, sem tekur 7-30 daga, allt eftir aðstæðum á hverju búi. Hér er reiknað með að fóðurein- ingin kosti 30 kr. en kostnað vegna fóðurs má lækka vemlega með því að blanda fóðrið heima. Kosti fóður- einingin um 23 kr. lækkar tjónið sem því nemur. Kostnaður vegna sjúkdómsins verður samt sem áður um 1. 300.000 kr. í dæminu hér að ofan. Þó svo að kostnað megi lækka verulega með ýmsum aðferðum, svo 30 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.