Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 28
Um svín og svínarækt Inngangur Óhætt er að segja að svínarækt hafi tekið miklum breytingum og verið í stöðugri þróun frá því hún hófst fyrir all löngu síðan. A þetta við alla þætti svínaræktarinnar svo sem að- búnað, húsakynni, fóðrun og kyn- bætur. Miklar framfarir hafa átt sér stað á öllum þessum sviðum. Hér áður var algengt að rækta eldisgrísi af einum stofni. Nú er algengt að bianda saman fjórum stofnum í því skyni að rækta ódýra grísi sem jafn- framt uppfylla kröfur neytenda um að kjötið sé bragðgott, innihaldi litla fitu og mikla vöðva. Eldisgrísinn getur því haft eigin- leika frá fjórum mismunandi svína- stofnum, þ.e. frá móðurlínunni sem er Yorkshire/Landkyn og föðurlín- unni sem er Hampshire/Duroc. A þennan hátt er algengt að rækta eld- isgnsi í Danmörku. Þeir sem stunda svínarækt á þennan hátt kaupa sæði sem gyltan er sædd með, en hún er oftast aðkeypt frá búum sem sér- staklega rækta mæður til eldisgrísa- framleiðslu. Önnur bú sjá svo um að rækta föðurlínuna. Danir standa mjög framarlega í svínarækt og hafa ræktað svín sín um langt skeið, enda um 1,5 milljón gyltna í landinu. Danir slátra einnig um 21 milljón eldisgrísa á ári, sam- anborið við um 55 þúsund grísi hér á landi. Hér á landi hefur verið erfitt að stunda svínarækt á þennan hátt, þar sem strangar reglur gilda um inn- flutning dýra. Tveir af ofangreind- um stofnum hafa þó verið fluttir inn, norskt Landkyn og Finnskur york- shire, í því skyni að þróa svínarækt á svipaðan hátt og gert hefur verið er- lendis. Próun svínaræktar Hefðbundin svínrækt einkennist af því að öll svín eru höfð í húsi sem eftir Konráð Konráösson dýralækni svína- sjúkdóma Pr&Y 1 ekki er skipt upp í sérstakar deildir. Því er mismunandi aldurshópum grísa blandað saman. Þannig var mjög algengt að stunda svínarækt erlendis fyrir u.þ.b. 15-20 árum. Svínarækt hefur einnig verið stund- uð hér á landi á þennan hátt um langt skeið, en er nú að taka örum breytingum. Meðganga gyltna er um 116 dag- ar. Þá gýtur gyltan 10-12 spenagrís- um, sem kallast fráfærugrísir þegar þeir hafa verið vandir undan, oft við Danir slátra um 21 milljón grísa á ári. Á íslandi er slátrað um 55 þúsund grísum á ári. 4-5 vikna aldurinn. Við 25 kg þunga kallast grísimir eldisgrísir og halda því nafni þar til þeim er slátrað. Framfarir í íslenskri svínarækt hafa einna helst falist í því hve aldur grís- anna hefur lækkað við slátrun, en fyrir u.þ.b. 7 árum var algengt að senda grísi í sláturhús þegar þeir voru 200-210 daga gamlir. Nú eru þeir u.þ.b. 150-180 daga gamlir. Með tilkomu nýrra stofna fer aldur- inn stöðugt lækkandi. Rekstrarfyrirkomulag svínabú- anna hefur breyst verulega í þeim löndum sem telja má í fremstu röð í svínarækt. Svínabúin hafa einnig stækkað svo að um munar um leið og þeim hefur fækkað. Þessi þróun hefur fyrst og fremst átt sér stað þar sem framleiðsla á svínakjöti er mikil og þar sem megnið af kjötinu er flutt út. I þessum löndum er skilaverð til svínabóndans fremur lágt saman- borið við önnur lönd sem framleiða kjöt fyrst og fremst fyrir heima- markað. Verð fyrir hvert kg af kjöti sveiflast mikið allt eftir því hvemig eftirspumin er, en hún getur verið háð ýmsum ytri aðstæðum sem erfitt er að gera ráð fyrir eða ráða við. Sem dæmi má nefna svínapestina sem upp kom í Hollandi ekki alls fyrir löngu. Afleiðingar hennar voru skelfilegar fyrir hollenska svína- bændur en á allt annan veg fyrir danska svínabændur. Skyndilega varð mikil eftirspum eftir svínakjöti vegna niðurskurðar í Hollandi sem svínabændur í Danmörku nýttu sér. Fengu þeir jafnvel betra verð fyrir kjötið í Evrópu en í Danmörku og var algengt að þeir létu slátra grísum sínum í Þýskalandi þrátt fyrir auk- inn flutningskostnað. Um nokkurt skeið fékkst allt að 14 dönskum kr. fyrir hvert kg af kjöti sem er mjög hátt á danskan mælikvarða. Enda sögðu gámngar Danaveldis um tíma að danskir svínabændur hefðu ekki nennu til þess að þvo bflana sína, fengu sér bara nýja þegar þeir væru orðnir skítugir. I dag er tíðin önnur, því að Hollendingar voru fljótir að rétta úr kútnum, og þegar þetta er skrifað fær hver svínabóndi um sjö og hálfa danska krónu fyrir hvert kíló sem hann framleiðir. Bflarnir seldir og sumir bændur jafnvel hættir. Svínakjötsframleiðsla á Islandi er einnig háð markaði. Hún er því viðkvæm og verð fyrir kjötið getur sveiflast á svipaðan hátt og gerist er- lendis þó meira vegna hennar sjálfr- ar en ytri aðstæðna, enda ekki um útflutning að ræða. Aukning í framleiðslu hér á landi lækkar því skilaverð til bóndans um tíma, getur farið hækkandi aftur eða haldist áfram það sama. Reynslan 28-Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.