Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 7
farimar hafa aðallega orðið vegna reglulegs innflutnings á frjóvguðum eggjum bæði af holdakjúklingastofni og varpfuglastofni. Flutt er inn þrisv- ar á ári fyrir kjúklingaeldið en helst þyrfti að flytja inn fjórum sinnum og er stefnt að því. Það nægir að flytja inn egg fyrir eggjaframleiðsluna einu sinni á ári en þar hafa einnig verið miklar framfarir. Þar er helst að nefna að afföllin, bæði í uppeldi og á varp- tímanum, hafa minnkað mikið. Einn- ig hefur varpið aukist til muna og til eru hópar sem verpa 18-19 kgáárien meðaltalið árið 1993 var 11-12 kg. Eins er eggjaskumin orðin sterkari en áður. í betri stjóm felst m.a. að settir em inn jafn gamlir kjúklingar í hverja stíu og þeim er slátrað öllum á sama tíma og allt sótthreinsað áður en nýir fuglar koma inn. Við þrifin er háþrýstiþvottur með heitu vatni mikið notaður, auk sótthreinsiefna. Hvernig fer eftirlitið fram? Salmonellusýni em tekin tvisvar meðan innfluttu foreldrafuglamir em í sóttkví, bæði holda- og varp- stofnar. Úr næstu kynslóð, sem alin er til slátmnar, em tekin sýni við 2-3 vikna aldur, úr hveijum einasta eld- ishópi. í hverjum hópi em 1000 og allt upp í 15.000 fuglar en alls er framleiðslan um tvær milljónir kjúklinga á ári. Við slátmn eru einn- ig tekin sýni til þess að tryggja að sýking hafi ekki orðið eftir að sýni vom tekin í eldinu. Eg hef gagna- gmnn til þess að fylgjast með búun- um, hvenær þau senda inn sýni og þess háttar. Núna hafa ekki greinst nein til- felli síðan í febrúar 1997 og mark- miðið að halda því sem lengst en það er ekki raunhæft að halda að salmonellu hafi verið útrýmt fyrir fullt og allt því að bakterían finnst víða í umhverfinu. Alifuglarækt er eina búgreinin sem er skyldug til að hafa salmon- ellaeftirlit. I varphænum hafa aldrei greinst jákvæð sýni þrátt fyrir ítrek- aðar ásakanir, sérstaklega eftir stóm málin tengd ijómabollunum 1996. Salmonella í kjúklingaeldishópum Við prófuðum allar hugsanlegar leiðir en engin sýni reyndust jákvæð af 5-600 hænum sem rannsakaðar vom. Frá sl. ármótum hefur verið reglulegt eftirlit með varpfuglunum en áður vom teknar stikkpmfur. Hvernig er innflutningi hátt- að? Flutt em inn egg og þau em klakin út í einangmnarstöðinni Stofnunga á Hvanneyri og er sóttkvíin í samtals 11-12 vikur. Við emm eina landið sem fær að flytja inn egg, venjulega em seldir nýklaktir ungar sem hafa verið kyngreindir. Mun minni hætta er á að sjúkdómar berist með eggjum en lifandi ungum. I sóttkvínni em tekin blóðsýni við 6 vikna aldur og rannsakað hvort ungamir beri ein- hverja smitsjúkdóma til landsins. Við flytjum inn foreldrakynslóð en ekki sláturfugla til þess að halda innflutningi í lágmarki. Eftir sótt- kvína fara þessir fuglar á stofnrækt- arbú sem eru þijú í kjúklingarækt en tvö í varphænsnum og þaðan em seldir ungar til annarra búa. Fylgja innflutningi einhverjir gallar? Hver einasti innflutningur felur í sér ákveðna áhættu að flytja inn sjúk- dóma sem em ekki þekktir hér á landi. Það skiptir engu máli hvaðan flutt er inn, það er alltaf áhætta en með því að stjóma innflutningi markvisst er gert allt til þess að minnka hana. Við störfum eftir ströngum reglum og flytjum aðeins inn frá Noregi og Svíþjóð en þar er sjúkdómaástand tiltölulega gott. Hafa komið upp einhver vandamál? Já, eitt tilfelli kom upp síðasta vor. Við fengum útungunaregg sem reyndust vera sýkt af veirusjúkdómi sem við höfum ekki hérlendis. Það kom í ljós í sóttkvínni að eitthvað var athugavert og við greindum Freyr 10/98 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.