Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1998, Page 20

Freyr - 01.08.1998, Page 20
70 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Mynd 3. þessum rannsóknum voru niðurstöð- ur þeirra birtar strax og viðkomandi rannsókn var lokið, m.a. á ráðunauta- fundum 1980, 1982, 1985 og 1991, í fjölritum Rala nr. 137 og 139 og í fjölmörgum greinum í Frey. Til þess að auðvelda svínabændum að not- færa sér þessar niðurstöður til að bæta rekstur búa sinna skrifaði ég fjölda greina um fóðurþarfir svína, kynbætur, fóðurtegundir handa svín- um, samsetningu fóðurblandna og nýtingu á innlendum hráefnum handa svínum, samanber fjölrit Rala nr. 166, 169 og 172, erindi á ráðu- nautafundi 1987, greinar í Frey og fjölrit sem send voru öllum svína- bændum. Einnig er rétt að geta þess að árlega frá 1982 hafa öllum svína- bændum verið send fjölrit um slátrun viðkomandi árs og framleiðsluspá fyrir komandi ár, en hún er byggð á niðurstöðum fyrra árs og sýnir hvort betri eða verri árangur hefur náðst á viðkomandi ári en næsta ári á undan (Fjölrit Rala nr. 141, 156,161,170 og Fjölrit BÍ 1994-1997). Óhætt er að fullyrða að mikill ár- angur hafi náðst með þessum mæl- ingum, því að í stað þess að heyra neytendur kvarta um að íslenska svínakjötið væri of feitt miðað við svínakjöt erlendis varð æ algengara að heyra neytendur fullyrða að ís- lenska svínakjötið væri síst of feitt og jafnvel bragðbetra en svínakjöt erlendis. Þessu til staðfestingar er hér vitnað í grein eftir Agnar Guðnason, fyrrverandi ráðunaut, í Búnaðarblaðinu Frey 1990, nr. 10 bls. 397, en þar stendur: „Svínabændum hefur tekist að ná svo góðum tökum á framleiðslunni, á svo ótrúlega skömmum tíma, að það nálgast kraftaverk miðað við þann svínastofn sem til er í landinu. Svínakjöt hefur batnað svo mikið á seinni árum, að það telst til undan- tekninga ef fólk fær ekki gott svína- kjöt. Hér áður fyrr, eða aðeins fyrir um 5 árum, var það mjög tilviljana- kennt hvemig gæði svínakjöts voru. Ég hefi heyrt fjölda manns halda því fram að nú væri íslenskt svína- kjöt mun betra heldur en það sem fengist erlendis." Einnig er rétt að vekja athygli á að í neytendakönnun, sem gerð var hér á landi haustið 1989, töldu að- spurðir, að svínakjötið fullnægi best gæðakröfum af öllum kjöttegund- um, sem um var spurt. Þessi við- brögð munu hafa komið mörgum á óvart (Neytendablaðið, 4. tbl. 1989). Hér verða tekin nokkur dæmi um þær breytingar sem hafa orðið í ís- lenskri svínarækt frá árinu 1980 til ársins 1996. Nú geta fæmstu og áhugasömustu svínabændumir, sem nýta sér niðurstöður rannsókna og skýrsluhalds framleitt sláturgrísi með fallþunga á bilinu 65-70 kg á 160-170 dögum en við upphaf rann- sóknanna tók það svínabóndann 230-250 daga að framleiða slátur- grís með um 56 kg fallþunga. Aður var mikið kvartað yfir of mikilli fitu en nú er það vandamál leyst með skipulögðu úrvali ásetningsdýra. Af mynd 1. sést að áætluð ársfram- leiðsla eftir gyltu samkvæmt skýrsl- um sláturleyfishafa og fóðurbirgða- félaga hefur aukist úr 732 kg 1983 í 1161 kg 1997 eða um 429 kg. Fær- ustu og duglegustu svínabændumir fá nú 1400-1500 kg eftir hverja gyltu á ári. Af mynd 2. sést að áætl- aður fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á ári hefur aukist úr 13,4 nytja- grísum 1983 í 17,7 nytjagrísi 1997 eða um 4,3 nytjagrísi. Fæmstu svínabændumir fá 23-24 nytjagrísi eftir hverja gyltu á ári. Af mynd 3. sést að fallþungi sláturgrísa hefur aukist úr 54,6 kg 1983 í 65,7 kg 1997 eða um 11 kg. Molar Kúariða í Suður-Evrópu Á sama tíma og Bretar eru, með æmum tilkostnaði, að vinna bug á kúariðunni hjá sér hefur ekki tekist að útrýma henni í öðmm löndum. Þannig hefur verið skráð 31 tilfelli á þessu ári fram til júnfloka í Portúgal en 30 tilfelli fundust þar allt síðastliðið ár. Hingað til hefur 5.000 gripum verið eytt í Portúgal. Vinnuhópur dýralækna hefur varað yfirvöld við því að enn sé hætta á kúariðufaraldri þar í landi þar sem kjöt og beinamjöl sé enn notað í fóðurblöndur. Notkun þess hefur verið bönnuð frá því í júlí 1994 en ekki hefur tekist að fylgja því banni eftir. í Frakklandi er fjöldi kúariðutilfella kominn upp í sex í ár. Frá árinu 1990 hafa alls verið skráð 37 tilfelli af veikinni þar í landi. (Lcindsblcidet nr. 29/1998). 20 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.