Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1998, Page 16

Freyr - 01.08.1998, Page 16
ins að útrýma honum algjörlega. Þessi kláði var héma til margra ára en fyrir þremur árum réðumst við í að losa okkur við hann og það tókst. Þá eru grísimir 7-14 dögum fyrr tilbúnir til slátrunar og flokkast betur. Svínabændur hafa því allt að vinna við að losa sig við kláðann. A býlinu er bólusett fyrir fjórum sjúkdómum. Það em: Snúðtrýni, kólískita, kregða og pavrovíms. Sumir bólusetja einnig gegn illkynja lungnabólgu en aðrir bólusetja ekki neitt. I AgroSoft forritinu em allar bólusetningar skráðar og mánaðar- lega prenta ég út lista yfir hvað dýr ég þarf að bólusetja í mánuðinum. Ég læt forritið minna mig á og þarf ekki að hafa áhyggjur af að gleyma neinu. Hér er mjög snyrtilegt. Not- arðu einhver sérstök ráð til þess? Fyrir einu og hálfu ári fékk ég rán- flugu frá Danmörku sem eyðileggur lirfur húsflugunnar. Oft fylgir svín- um mikil fluga því að nóg er af æti fyrir þær. Flugan er til óþæginda bæði fyrir menn og dýr og skíturinn úti um allt. Ránflugan leggur sínar víur yftr lirfu húsflugunnar sem étur hana upp. Til að byrja með urðum við að taka fluguna inn mjög ört á meðan hún var að ná húsflugustofn- inum niður en nú tek ég þær inn á þriggja mánaða fresti. Flugumar er í eins konar femum sem ég hengi upp og opna lítið gat fyrir þær. Ffver fema geturséðum 80-100 fermetra. I skítinn set ég gerilinn Siolit sem brýtur hann niður og eyðir ammoní- akinu en það var einn helsti meng- unarvaldurinn á búinu. Líðan bæði manna og dýra batnaði til muna þeg- ar ammoníakið hvarf. Vegna þess að niðurbrotið er hafið í skítnum nýtist hann fyrr sem áburður á túnunum. Hver eru stærstu verkefni Svínaræktarfélgasins? Síðustu ár hefur verið mikil vinna vegna innflutnings á kynbótasvín- Ránflugur frá Danmörku halda hús- flugum í skefjum. um og þess vegna var byggð sérstök einangrunarstöð í Hrísey. Fyrst voru flutt inn svín frá Nor- egi um 1994 en þá voru fluttar inn 10 fengnar gyltur af landkyni og það var þriðja kynslóð frá þeim sem fékk að fara í land. Það var dýrt að þurfa að ala dýrin svona lengi áður en við gátum haft gagn af því. I maí í fyrra vom fluttar inn fengnar gyltur, frá Finnlandi, bæði af Yorkshire og landkyni. I október í fyrra fengu nokkur bú grísina í land með þeim skilmálum að hafa þá í sóttkví í fimm mánuði. Núna er verið að vinna að því að fá leyfi til þess að flytja inn Duroc- kyn frá Kanada. Það er alveg útilok- að að flytja inn frá Danmörku vegna þess hve þar eru alvarlegir sjúkdóm- ar í gangi. Aftur á móti sækjurn við nánast alla tækni og þekkingu þang- að því að þeir eru þjóða fremstir í ræktuninni en við verðum að horfa fram hjá því. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um öryggi okkar. Hvers vegna innflutningur? Erlendis hefur verið rannsakað að besta kjötið fæst af grísum þegar móðirin er blendingur af Yorkshire og landkyni en faðirinn er af Duroc kyni. Meiri fita er í vöðvanum sjálf- um og kjötið því safaríkara og betra. I löndum þar sem svínarækt er umfangsmest er þessi þríblendings- ræktun stunduð og hefur Svínarækt- arfélagið ákveðið að taka þá stefnu upp. Við verðum að reyna að standa jafnfætis erlendri svínakjötsfram- leiðslu, annars fáum við innflutning yfir okkur sem við ráðum ekkert við. Hvernig er staðan í svína- ræktinni? Ég held að við stöndum nokkuð vel. Reyndar er verðið á svínakjöti ekki hátt en ef við berum saman verð á svínakjöti í verslunum hér og í Dan- mörku er ekki svo ýkja mikill mun- ur. Þó að íslenski bóndinn fái fleiri krónur fyrir kílóið hefur danski bóndinn meira upp úr krafsinu því að tilkostnaður er mun minni. Einn- ig fá danskir svínabændur sérstakan styrk til þess að laga gripahúsin, bæta einangrun og loftræstingu. Hér á landi fá svínabændur enga styrki eða aðrar óbeinar sporslur. Það þarf alltaf að vinna að mark- aðsmálum og Svínaræktarfélagið hefur verið duglegt að kynna sig og sína vöru. Við höfum gefið út bæk- linga og auglýst í fjölmiðlum. Salan hefur aukist hægt og síg- andi en síðasta ár var stökk upp á við. En það sem af er árinu hefur verið álíka sala og í fyrra. Fram- leiðslan á þessu ári hefur verið ívið minni en í fyrra. I fyrra voru útsölur þegar verðið fór niður úr öllu valdi. A síðustu 4-5 árum hefur verið gíf- urleg verðlækkun á svínakjöti. Hvernig ganga samskipti við kaupendur? Við erum alveg undir hælnum á kaupandanum sem eru yfirleitt af- urðastöðvar, sjaldnast verslanir. Svínakjöt er nánast eingöngu selt ferskt og afurðastöðvar frysta ekki nema á kostnað bænda sjálfra. Þegar of mikið framboð er eru grísimir aldir áfram og á köflum skapast al- gjört neyðarástand því að við höfum ekkert aukapláss til þess að geyma 16 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.