Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Síða 17

Freyr - 01.08.1998, Síða 17
Það fer vel um þessa grísi en stundum taka sláturleyfishafar ekki við grísunum þegar þeir eru tilbúnir til slátrunar og þá getur skapast neyðarástand á búunum vegna þrengsla. dýrin þangað til afurðastöðvum þóknast að taka við þeim. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar ann- ars staðar tíðkist svona vinnubrögð. Þetta ástand hefur plagað okkur síðustu tvö árin. Það er tíu mánaða ferill, frá því gyltu er haldið og þar til grísimir fara til slátrunar. Við gef- um kaupendum upp okkar áætlun, a.m.k. með sex mánaða fyrirvara. Við hjá Svínaræktarfélaginu höf- um sótt okkur ráðgjöf til Danmerkur um allt sem að búgreininni snýr. Mér sýnist að sláturleyfishafar og þeir sem höndla með vöramar okkar þyrftu líka að fá ráðgjöf um hvemig á að koma fram við framleiðendur. Með því að fresta slátmn er hrá- efnið skemmt, það flokkast verr, dýr- unum líður illa í þrengslum og allt velur þetta bóndanum fjárhagstjóni. Hvernig er félagsstarf svína- bænda á Suðurlandi? I fyrra var stofnaður svokallaður faghópur héma á Suðurlandi en í honum em allir svínabændur á svæðinu. Við höfum haldið einn fund og fengum við nýútskrifaðan dýralækni til þess að flytja fyrirlest- ur um lokaverkefni sitt. Þessi fundur mæltist vel fyrir og vonandi verður framhald á og að faghópum verði komið á fót í hinum landsfjórð- ungunum líka. Þetta styrkir félags- andann og samstöðuna sem við þurfum á að halda í lífskjarabaráttu okkar. Hver er framtíðarsýn þín? Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, ég er bjartsýn annan daginn en minna bjartsýn hinn. Draumurinn er að ég geti einbeitt mér að kynbót- um og verið með kynbótabú. Þar em ætíð bestu gripimir og mjög spenn- andi verkefni sem mig langar til að helga mig. Þetta krefst meira hús- rýmis því að ala þarf gripina í þrjá mánuði lengur en sláturdýrin. Gylt- ur þurfa að vera orðnar átta mánaða þegar þeim er haldið í fyrsta sinn en á svona búum eru yfirleitt seldar fengnar gyltur. Á þessum þrem mánuðum stækka gripimir mikið. Hvort það gengur verður tíminn að leiða í ljós. Það er líka spuming um það hve íslenski svínabóndinn verður lengi að tileinka sér þá stefnu sem Svína- ræktarfélagið hefur sett fram. Það verður alltaf dýrara að hver og einn sé að reyna að kynbæta hjá sér með sláturframleiðslu. Ég hef trú á því að hagkvæmast sé fyrir þá sem ætla að einbeita sér að sláturgrísafram- leiðslu að kaupa topplífdýr hvort sem hann er með gölt sjálfur eða kaupir sæðingar. Mér finnst afskaplega gaman að þessu starfi. Ég vildi bara að ég væri tvítug í dag svo að ég ætti næga starfsorku eftir. Það er svo margt sem mig langar til að gera. JS Freyr 1 0/98 - 17

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.