Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 31

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 31
sem að blanda fóður heima má samt sem áður sjá að heilbrigði svínanna skiptir öllu máli í afkomu búanna. Það er því ekki að undra þó að svína- bændur leggi í talsverðan kostnað til þess að bæta aðstæður á búum sín- um, byggi ný hús eða bæti, í þeim tilgangi að framleiða heilbrigð svín. Stjórnun Oft er talað um að svín séu miklir sóðar. Margar tilvitnanir má finna í því samhengi í íslensku máli. Þetta er þó mikill misskilningur því að svín eru mjög hreinleg dýr, fái þau tækifæri til þess að haga sér eins og þeim hentar best. Eins og önnur dýr hafa svín atferli og eðli sem ekki er auðvelt að rækta úr þeim. Áralangar kynbætur í umhverfi sem á lítið skylt við náttúrulegar aðstæður villi- svínsins hafa litlu breytt þar um. Eldisgrísir skipta stíunni í hreint og óhreint svæði. Þar sem þeir liggja er hreint og þurrt en oft fremur blautt og skítugt í öðrum enda henn- ar þar sem þeir drekka og skila af sér þvagi og saur. Þessu atferli þeirra má hins vegar auðveldlega rugla sé ekki gætt að því að hafa nægilegt rými eða ef loftræsting starfar ekki sem skyldi. Sóðaskapur sem verður af þessum sökum er þá ekki vegna svínanna heldur má leita orsakanna hjá svínahirðinum. Of margir grísir í stíu, vanstillt loftræsting, rangt hannaðar stíur eða ójafnir grísir í stíu eru dæmi um ranga stjómun sem getur haft í för með sér sóða- skap, halabit, síðubit og sjúkdóma svo að dæmi séu tekin. Margir telja að svín ættu að fá að ganga laus úti í stað þess að vera lokuð inni í húsum. Þetta er sjónar- mið sem hefur jafnmikið rétt á sér eins og svo mörg önnur. Þetta er þó ekki eins auðvelt og virðist. Fyrir það fyrsta verður verðurfar að vera skikkanlegt svo að þetta geti gengið. í öðm lagi verður að hafa nægilegt landrými fyrir svínin, en þau þurfa stórt svæði til þess að athafna sig í, enda fljót að róta upp gróinni jörð og breyta í flag. Þar sem svín hafa mjög fáa svita- Mynd 2. Svínahald utandyra. Úr „Fokus pá“ bœklingi. Gefinn út af Danske Slagterier. kirtla, ólíkt flestum öðrum húsdýr- um, geta þau ekki svitnað. Þau geta því ekki kælt sig á þennan hátt. Þau þurfa þess vegna poll eða tjöm til þess að kæla sig í þegar þeim verður of heitt. Húð þeirra er sömuleiðis mjög viðkvæm fyrir sólarljósi, einn- ig ólíkt öðmm húsdýr. I pollinum þarf einnig að vera mold eða leir svo að þau geti velt sér upp úr jarðvegin- um og varist sólarljósinu á þann hátt, og má segja að jarðvegurinn sé sólarolía svínanna. Af þessu hefur einnig sprottið upp sá misskilningur að svín séu miklir sóðar þegar þau sjást haugskítug í leirpolli á góðum sólardegi. En allt hefur sinn tilgang í ríki náttúmnnar. Að mörgu er því að hyggja, hvemig svo sem svín eru haldin. Þekking á svínabúskap er auðvitað forsenda þess að vel megi ganga. Svínarækt er samt sem áður mjög sveigjanleg búgrein sem aðlaga má að kröfum markaðarins. Sé krafan fyrst og fremst sú að svínakjöt skuli vera ódýr matvara má reikna með að það sé framleitt á sem hagkvæm- astan hátt. Komi til auknar kröfur um t.d. nánasta umhverfi þeirra, má gera ráð fyrir auknum kostnaði í framleiðslunni sem væntanlega hef- ur í för með sér hærra verð á afurð- unum. Það má því segja að landbúnað- arframleiðsla hvers konar sé ekki einungis ákvörðun framleiðandans heldur einnig á ábyrgð þeirra sem selja og neyta afurðanna. Stuðst hefur verið við ýmsar heimildir við gerð þessarar greinar. Upplýsingar um þær má fá hjá höf- undi. Altalad á KAFFISTOFUIUIUI Hálsmjó Gísli Ólafsson frá Eiríks- stöðum í Svartárdal var með- al kunnra hagyrðinga á fyrri- hluta þessarar aldar. Hér fara á eftir tvær stökur eftir hann: Varnað máls, er máttur dvín, má ég fanginn búa ífjötrum táls viðfaðmlög þín fröken Hálsmjó, vina mín. A gleðifundum oftfœr eyðst allt sem lund vill baga. En mér hefur stundum líka leiðst iífsins hundaþvaga. Freyr 10/98 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.