Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 6
Sem beturfer er ísland eyja Viðtal við Jarle Reiersen, dýralækni alifuglasjúkdóma á Keldum Jarle Reiersen er dýralæknir ali- fuglasjúkdóma og hefur aðstetur á Tilraunastöð Háskólans á Keldum. Hann hefur sinnt þessu starfi sl. 5 ár en kom þá beint frá Noregi. Jarle er Norðmaður en segist ekkert vera á förum frá Islandi í bráð. Hér er gott að vera og nóg að gera. Hann er búfræðingur og dýra- læknir en hefur ekki sérstaklega sér- hæft sig í alifuglasjúkdómum enda er starfssvið hans á Keldum mun viðameira en lækningar eingöngu. Þar koma m.a. inn leiðbeiningar um rekstur búanna. Hvað ert þú menntaður? Ég útskrifaðist sem dýralæknir árið 1986 og var fyrst eitt ár við rann- sóknir en stundaði síðan almennar dýralækningar þangað til ég kom hingað til lands. Ég er ekki sérhæfð- ur í sjúkdómum alifugla en þetta kemur með reynslunni og alltaf er að koma ný þekking sem maður þarf að tileinka sér. Ég er búfræðingur frá norskum bændaskóla og það kom mér á óvart hve þetta tveggja ára nám hefur gagnast mér vel í nú- verandi starfi. Þar var talsvert fjallað um alifuglarækt en ekki er síður mikilvægt að skilja hugsunarhátt bænda og einnig hefur hagfræðin nýst mér vel. Það verður alltaf að vega og meta hvort einhverjar dýra- læknaaðgerðir borgi sig eða hvort það sé einfaldlega hagkvæmara að lifa með vandamálinu. Hvernig var staðan í alifugla- ræktinni hér á Iandi þegar þú komst og hvað hefur breyst? Það sem skemmtilegast er að tala um er hve gífurlega miklar breyting- ar hafa orðið í kjúklingaræktinni. Það sem hefur áunnist á síðustu ár- um er miklu meiri vaxtarhraði, færri sjúkdómar, stærri bú, betri stjómun og að þau skila mun meiri afköstum en áður. Salmonellasýkingar eru nú- orðið mjög sjaldgæfar. Arið 1993 vom 15% allra eldishópa í kjúk- lingaframleiðslu sýktir af salmon- ellu en engin salmonella hefur greinst í eldishópum síðan í febrúar 1997. Uppeldistíminn hefur styst mikið. Þá var kjúklingum slátrað 7-8 vikna gömlum til þess að ná sömu þyngd og næst núna á 5 til 5 1/2 viku. Fram- 6 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.