Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 24
væri hægt að framleiða áfram í stöðinni í Hrísey eftir innflutning þangað. Þar yrði lítil hjörð af Duroc gyltum og flutt yrði inn sæði árlega eða annað hvert ár til þess að uppfæra og bæta stofninn. Geltir yrðu síðan flutdr í land og seldir á framleiðslubúin og not- aðir til þess að framleiða þríblend- ingssláturgrísi YLD eða LYD. Megin rökin fyrir þessari kyn- bótastefnu í svínarækt eru að svína- rækt á Islandi er ekki umfangmikil í samanburði við svínarækt í ná- grannalöndunum. Framleiðslan mið- ast við innanlandsmarkað. Hjörðin er lítil eða innan við 3500 gyltur sam- anborið við t.d. 130.000 gyltur í Finn- landi. Vegna smæðar svínastofnsins hér á landi og þess hversu aftarlega íslensk svínarækt var í kynbótum vegna m.a. áratuga banns við inn- flutningi á erfðaefni til landsins þá var ljóst að svínaræktin hér á landi myndi halda áfram að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar árangur af svínakynbótum. Til þess að reyna að halda í við þróunina í kringum okkur í kynbótum þyrftu nær öll svínabúin hér á landi að vinna eins og kynbótabú og stunda afkvæmarannsóknir og öflugt skýrsluhald. Það var mat sérfræðinga og svínabænda að þetta yrði alltof dýrt og nær óframkvæmanlegt. Meginforsenda fyrir kynbóta- áætlun dl næstu 10 ára er að um reglulegan innflutning á erfðaefni verði að ræða til landsins. Þar er helst horft til innflutnings á sæði í einangumarstöðina í Hrísey og síð- an hugsanlega í famtíðinni inn á lokuð stofnræktarbú í landi. Reglu- legur innflutningur á erfðaefni felur í sér að íslensk svínarækt tengist svínarækt í þeim löndum sem áhugavert verður í kynbótalegu og heilbrigðislegu tilliti að flytja inn frá. Með því að hafa reglulegan að- gang að nýjasta erfðaefninu, t.d. frá hinum Norðurlöndunum, er íslensku svínaræktinni tryggð sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar hag- kvæma svínastofna á við svínafram- leiðendur í þessum löndum sem útlit Framfarir í svína- kynbótum og þar með hagkvæmari svínakjöts- framleiðsla eru megin viðfangsefiii svínaræktar- innar í dag. Mikilvægt er að vel takist til hjá svína- bændum við að taka í notkun hina nýju, inn- fluttu svínastofna og nýta sér ávinnininginn af þeim. er fyrir að íslenskir svínabændur verði í samkeppni við í framtíðinni. Innflutningur erfðaefnis Þegar að kynbótastefnan lá skýr fyr- ir í desember 1996 var hafist handa við framkvæmd hennar. í maí 1997 voru flutt inn í einangrunarstöð SFI 25 kynbótasvín frá Finnlandi. Þar var um að ræða fengnar gyltur af finnsku Yorkshire- og landkyni og einnig gelti. í október sama ár hófst sala og dreifing á kynbótasvínum á vegum SFI til svínabænda og hafa bændur síðan blandað finnsku svín- unum við þau svín sem voru í um- ferð. Margir svínabændur hyggjast alfarið vera með hin nýju svín og þar með skipta út þeim svínum sem þeir voru með fyrir. Nú síðar í sumar koma á markað grísir sem eru 75% kynblendingar. I þeim tilfellum er t.d. um að ræða að finnskir York- shiregeltir hafa verið settir á gyltur sem eru blendingar úr íslensku svín- unum og norska landkyninu sem flutt var inn á sínum tíma. Líklegt má telja að bændur muni nota York- shire svínin sem föðurlínu í slátur- grísaframleiðslunni þar til Duroc svínakynið kemur til landsins. Nú er í skoðun að flytja inn Dur- oc svínakynið til landsins strax á ár- inu 1999 eins og áður er getið. Helst er áhugi á því að flytja inn frá Kan- ada. Þau Duroc svín sem hafa verið flutt inn til annarra Norðurlanda eru upprunin frá Kanada. Helstu kostir Duroc svínanna eru þeir að svínin eru sterk og hafa öfluga fótabygg- ingu sem nokkuð vantar á hjá hvítu stofnunum, landkyni og Yorkshire. Einnig eru geltir af Duroc kyni mun viljugri og meðfærilegri við til- hleypingar. Þá gefa grísir og blend- ingar af Duroc kyni meiri innri vöðvafitu og bæta þannig gæði svínakjötsins. Ef allt gengur að ósk- um ættu íslenskir svínabændur að geta sett á markað sláturgrísi sem eru þríblendingar úr landkyni, York- shire og Duroc á síðari hluta ársins 2000. A þeim tíma ættu slíkir slátur- grísir að vera fyllilega sambærilegir í kynbótalegu tilliti við grísafram- leiðslu nágrannalandanna. 24 - Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.