Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 26

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 26
Auk hefðbundinnar tvíþátta blend- ingræktar er stundum notuð svoköll- uð endurtekin tvíþátta blendinga- rækt. Aðalmarkmið þessarar rækt- unaraðferðar er að fá fram sem mestan blendingsþrótt fyrir þá eig- inleika sem háðir eru erfðaeðli gylt- unnar. Blendingsgyltur, eða YL- gyltur í 1. ættlið, erfa einungis þessa eiginleika frá móður sinni sem er L- gylta. Með því að nota gölt af öðru hvoru upphafskyninu á blendings- gylturnar í 1. ættlið eða YL-gyltur kemur fram hámarksblendingsþrótt- ur varðandi þá eiginleika sem háðir eru erfðaeðli gyltna. Þessi aukni blendingsþróttur kemur fram hjá gyltum í 2. ættlið eða Y(YL) - gylt- um þar sem þær eru yfirleitt mjög frjósamar og eiga auðvelt með að festa fang. Ahrif annarra eiginleika, sem ekki eru háðir erfðaeðli gyltna, verða að sjálfsögðu minni þar sem skyldleiki foreldranna eykst. Dæmi um endurtekningu á tvíþátta blendingsrækt: Upphafsforeldrar: Yorkshire-göltur 1. ættliður: Landkynsgylta YL-blendingar Yorkshire-göltur 2. ættliður: Y (YL)-blendingar Dæmi um þríþátta blendingsrækt til framleiðslu á sláturgrísum: Foreldrar: Yorkshire-göltur YL-blendin gyltur Landkyns-gylta Duroc-göltur D(YL)-blendingar-sláturgrísir Þríþátta blendingsrækt: Þríþátta blendingsrækt er fram- kvæmd til að fá gjömýtingu á blend- ingsþrótti hjá gyltum og afkvæm- um. Til þess að fá gjömýtingu á blendingsþrótti er notaður göltur af þriðja kyninu á YL eða LY-blend- ingsgyltur. í þríþátta blendingsrækt em yfirleitt tvö frjósömustu kynin notuð til að framleiða blendings- gyltur sem síðan er haldið undir gelti af kynjum sem skara fram úr hvað varðar kjötgæði. íneðra dæminu hér að ofan er sýnt hvemig Danir nota þríþátta blendingsrækt til framleiðslu á slát- urgrísum. Þar sést að notaðir em Durocgeltir á blendingsgyltumar úr 1. ættlið. Durockynið er þekkt um allan heim fyrir afbragðs kjötgæði Tafla 2. Samanburður á niðurstöðum úr dönskum rannsóknum frá árunum 1980 og 1992 Danskt landkyn D(YL)-blendingar I979-1980 1992 Fjöldi lifandi grísa í goti 9,7 11-12 Fjöldi grísa við fráfæmr 8,6 10-11 Aldur grísa við fráfærur 43 dagar 21-28 dagar Fjöldi gota hjá gyltu á ári 1,94 2,4-2,5 Fjöldi grísa eftir gyltu á ári 15,9 24-27 Aldur 25 kg grísa 87 dagar 70 dagar Aldur 100 kg grísa 220 dagar 150 dagar Vaxtarhraði grísa frá 25 kg til slátrunar 565 g á dag 800-975 g á dag FEs á kg vaxtarauka 3,38 FEs 2,75-2,60 FEs (“Landboforeningemes Landskontor for Drifts0konomi” - “Avl og produktion af svin 1983”, tafla 10, bls. 17, tafla 11, bls. 18. “The Danish Pig Breeding Programme 1992” - The Federation of Danish Pig Producers and Slaughterhouses”, bls. 4). og vöðvafyllingu. Þessi afbragðs kjötgæði hjá Durockyninu stafa meðal annars af miklu magni af fitusprengdum vöðvum eða mikilli fitu milli vöðvaþráðanna. Þessir fitusprengdu vöðvar gera kjötið safaríkt og ljúffengt. Rétt er að minna á að ekki kemur fram neinn blendingsþróttur þegar um kjötgæði er að ræða þar sem arfgengi þessara eiginleika er mjög hátt. Hér er um hlutbundnar erfðir að ræða þannig að sláturgrísir (D(YL)) fá þessi kjöt- gæði í arf frá Durocgöltunum. Með ströngu úrvali á Durocgöltum hefur reynst auðvelt að koma til móts við óskir neytenda hverju sinni hvað varðar fitumagn og bragðgæði. Markmið kynbótastefnu í svínarækt Markmið núverandi kynbótastefnu er að gera íslenska svínarækt sam- keppnishæfa við svínarækt í ná- grannalöndum okkar og geta þannig mætt erlendri samkeppni á svína- kjötsmarkaðinum hér á landi. Hér á eftir verður annars vegar gerð grein fyrir niðurstöðum úr dönskum rann- sóknum frá árunum 1980 og 1992 26 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.