Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1998, Side 22

Freyr - 01.08.1998, Side 22
Innflutningur á erfðaefni fyrir svín Eitt af helstu baráttumálum svína- bænda í gegnum tíðina og ekki síst frá stofnun Svínaræktarfélags íslands árið 1976 hefur verið að fá leyfi til innflutnings á erfðaefni til þess að kynbæta svínin hér á landi. Islensk svínarækt hafði dregist veru- lega aftur úr skipulagðri svínarækt í nágrannalöndunum og var orðin veruleg þörf á því flytja inn nýtt erfðaefni en síðast höfðu verið flutt inn til landsins kynbótasvín upp úr 1930. Mjög strangar reglur eru um inn- flutning á erfðaefni til landsins í öll- um búfjártegundum. Árið 1993 byggði Svínaræktarfélag Islands einangrunarstöð í Hrísey sérstak- lega fyrir innflutning á svínum sem félagið hefur staðið fyrir en í Hrísey var fyrir einangrunarstöð fyrir naut- gripi og gæludýr. Samkvæmt lögum um innflutning búfjár má ekki flytja úr einangrunarstöð í land innflutt eftir Kristin Gylfa Jónsson formann Svínaræktar- félags íslands dýr en leyfilegt er að flytja afkom- endur þeirra eftir að einangrunar- tíma er lokið og tryggt er að engir sjúkdómar hafa borist með hinum innfluttu dýrum. í kringum 1990 vann Svínarækt- arfélag Islands mikla stenfumótun- arvinnu í samstarfi við sérfræðinga frá Norsvín í Noregi. Ákveðið var að byggja upp vandaða einangrunar- stöð í Hrísey og árið 1994 fékkst loks leyfi til þess að flytja inn í stöð- ina í Hrísey 10 fengnar landkyns- gyltur frá Noregi. Var síðan kyn- bótagrísum dreift til svínabænda úr stöðinni í Hrísey á árunum 1995 og 1996. Þar með hófust skipulagðar kynbætur á íslensku svínunum með nýju erfðaefni sem fólust í því að svínabændur framleiddu sláturgrísi sem voru blendingar úr íslensku og norsku svínunum. Með tilkomu norska landkynsins urðu víða veru- legar framfarir í rekstri svínabúa hér á landi, einkum hvað varðaði aukinn vaxtarhraða sláturgrísa, bætta fóður- nýtingu og þyngri en jafnframt magrari sláturgrísi. Helstu gallar norsku landsvínanna voru veik- byggðari fætur og þar með var erfið- ara að nota geltina við tilhleypingar. Árið 1996 var Fagráð í svínarækt stofnað og er það myndað af Félags- ráði Svínaræktarfélags Islands og tveimur fulltrúum frá Bændasam- tökum Islands og eru það ráðunaut- ur í svínarækt og stjómarmaður hjá BI. Hefur Fagráð í svínarækt for- ræði í stefnumótun í kynbótamálum í svínarækt samkvæmt lögum um búfjárrækt. I framhaldi af stofnun Fagráðs í svínarækt var hafist handa við mótun kynbótastefnu í svína- rækt til næstu 10 ára og var sú vinna unnin í samstarfi við sérfræðinga hjá Danske slagterier í Danmörku, aðallega Steen Petersen yfirmann ræktunarmála hjá DS, sem kom m.a. hingað til lands og kynnti sér ís- lenska svínarækt. Kynbótastefna í svínarækt bygg- ist aðallega á eftirfarandi þáttum: 1. Svínarækt á íslandi verði byggð upp á reglulegum (helst árlegum) innflutningi á erfðaefni til lands- ins. I upphafi verði flutt inn lif- andi dýr af þeim svínastofnum sem ákveðið er að flytja til íslenski ræktunarpýramídinn fyrir svín 22 - Freyr 1 0/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.