Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 29
undanfarin ár hefur sýnt að verðið
hefur farið lækkandi, reyndar lækk-
að mjög mikið á nokkrum árum, eða
um allt að 100 kr. fyrir hvert kg.
Til þess að geta staðist þessa
verðlækkun sem væntanlega verður
viðvarandi og samkeppni í kjötinn-
flutningi verður margt að koma til.
Fjölmargt hefur áunnist hjá svína-
bændum sem hefur gert þeim kleift
á síðustu árum að standast lægra
verð. Sumir hafa þó valið að hætta
rekstri, ekki talið það hagkvæmt að
reka áfram litlar einingar. Enda hef-
ur svínabúum fækkað svo til um
helming frá 1991 og fram til dagsins
í dag. Nú eru rúmlega 60 svínabú á
landinu.
Forsendur svínaræktar
Til þess að standast lágt verð og geta
þar með framleitt ódýrt svínakjöt,
þurfa ákveðnir þættir að koma til.
Efst á blaði, eins og í flestum öðrum
búgreinum, er gott heilbrigði. Það er
harla erfitt, jafnvel vonlítið að reka
svínabú þar sem stöðugt er verið að
kljást við kvilla sem draga úr vaxtar-
hraða, fóðumýtingu, nýtingu bygg-
inga, fallþunga og aðra álíka þætti.
Það dugar lítið að vera með góð svín
sem hafa eiginleika til þess að safna
miklum vöðvum á stuttum tíma ef
heilbrigðið er ekki í lagi. Hér er þá
átt við hefðbunda framleiðslusjúk-
dóma sem em algengir í svínarækt
og mikið hefur verið lagt í að fyrir-
byggja undanfarin ár.
Sem betur fer em ekki alvarlegir
smitandi veimsjúkdómar í svínum
hér á landi svo að vitað sé, eins og
svínapest, gin- og klaufaveiki,
PRRS eða svínainflúensa. Almennt
má því segja að heilbrigði íslenskra
svína sé gott enda fyrst og fremst
áðumefndir framleiðslusjúkdómar
sem verið er að kljást við. Þessir
sjúkdómar em aðallega í öndunar-
og meltingarfærum og draga fyrst
og fremst úr þrifum grísanna og
valda beinu fjárhagslegu tjóni.
Eins og áður segir hefur innflutn-
ingur á dýmm verið stundaður um
nokkurt skeið frá Noregi og Finn-
landi. Leyfi fékkst til þess að flytja
inn þessi svín vegna þess að hægt
var að sýna fram á gott heilbrigði í
þeim löndum sem þau komu frá.
Þessi svín hafa þann eiginleika að
safna miklum vöðvum á stuttum
tíma án þess að safna mikilli fitu.
Hér em því komnar tvær af megin-
forsendum svínaræktarinnar, annars
vegar heilbrigð dýr og hins vegar
dýr sem vaxa hratt án þess þó að
nota til þess of mikið fóður.
Gott heilbrígði er
forsenda þess að
standast megi lágt
verð á svínakjöti
En betur má ef duga skal. Um-
hverfi grísanna og fullorðnu svín-
anna verður að vera mjög gott ef
nýta á þá getu sem í þeim býr. Þess
vegna em sífellt að koma fram nýjar
hugmyndir að húsbyggingum fyrir
svín og grísi. Þessi þróun hefur ver-
ið stöðug og má segja að í dag ætti
enginn að byggja svínahús nema til-
einka sér þær aðferðir sem fram hafa
komið og skilað bestum árangri, því
að sú þróun sem átt hefur sér stað í
hefðbundinni svínarækt hefur fyrst
og fremst beinst að því að fyrir-
byggja sjúkdóma.
Önnur þróun hefur einnig átt sér
stað sem svar við kröfu markaðarins
um að framleiða svín í umhverfi
sem samræmst getur dýravemdar-
Allt inn/allt út aðferðin
er ein besta leiðin nú á
tímum til þess að tiyggja
gott heilbrigði.
sjónarmiðum. Lausaganga gyltna,
svín höfð utandyra, bann við að
binda gyltur og sérstök gólf em
dæmi um sjónarmið sem náð hafa
fram að ganga innan svínaræktar-
innar. Svínakjöt framleitt á þennan
hátt er þó oftast dýrara.
Allt inn/allt út adfferðin
Sú aðferð sem náð hefur mikilli út-
breiðslu víða um heim þar sem
svínarækt er stunduð í einhverjum
mæli er svokölluð allt inn/allt út að-
ferðin. Búin þurfa að vera fremur
stór svo að hagkvæmt sé að byggja
þau, en þannig er komið fyrir svína-
ræktinni í dag að einingamar þurfa
að vera talsvert stórar svo að þær
beri sig. Öðruvísi er erfitt að fram-
leiða ódýrt kjöt sem er ein helsta
krafa meginþorra neytenda í dag.
Allt inn/allt út aðferðin miðar við
að ákveðinn fjöldi gyltna heldur
hópinn allan tímann innan hjarðar-
innar. Innan hvers bús eru síðan
mismargir hópar af gyltum. Hverj-
um hópi af gyltum er haldið undir
gölt eða sæddar á sama tíma, sem
hefur þær afleiðingar að þær gjóta
allar á svipuðum tíma.
Þegar spenagrísimir hafa náð
æskilegri stærð em þeir vandir und-
an öllum gyltunum í einu og færðir
inn í sérstaka deild þar sem þeir fá
að vaxa í friði og áreitalaust frá öðr-
um grísum. Þegar þessir grísir hafa
síðan náð ákveðnum þunga, oft 25
kg eins og áður segir, eru þeir fluttir
í aðra deild þar sem þeir fá að vera
fram að flutningi í sláturhús og aftur
án allra áreita frá öðrum grísum. Af
þessu leiðir að deildin sem grísimir
vom teknir úr getur staðið tóm í
nokkra daga, oft sjö. Allt inn/allt út
aðferðin dregur því nafn sitt af því
að allur grísahópurinn er settur inn
og hann fluttur úr deildinni samtím-
is.
Meginkosturinn við allt inn/allt
út aðferðina er sá að jafnaldra grísir
geta alist upp í lokuðu umhverfi án
þess að komast í snertingu við aðra
grísi. Þannig má fyrirbyggja marga
sjúkdóma, auk þess sem aðlaga má
hitastig, fóðmn, stíustærðir/stíuteg-
undir og álíka þætti fyrir hópinn.
Annar meginkostur við þessa að-
ferð er að mjög auðvelt er að þrífa
og sótthreinsa tómar deildir. Eftir
þvott fær deildin síðan að þoma í
nokkra daga sem líklega er besta
sótthreinsiaðferðin. Að því loknu
kemur nýr hópur grísa inn í hreina
Freyr 1 0/98 - 29