Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 14

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 14
Hver einasti grís er einstaklingsmerktur. tvær árið 1981. Árið eftir var ákveð- ið að byggja 24 gyltna svínahús í stað þess að endumýja fjós og fjár- hús. Árið 1987 var byggt við og þá fjölgaði gyltunum upp í 60 og núna eru þær um 70 talsins. Árið 1992 var byggt eitt hús til viðbótar fyrir fóð- urgerð og þar er einnig smávegis að- staða fyrir svín. Burðarvirki í nýj- asta húsinu er úr límtré og klætt með samlokueiningum og er það besta húsið - stálbitamir vilja ryðga. Hingað til hefur þessi bústærð verið mjög hentug fyrir fjölskyldu. Ég held samt að hún sé að verða of lítil og á næstu ámm þurfi 80-100 gyltna bú til þess að framfleyta fjöl- skyldu. Ég tel lágmarksstærð bús vera að hægt sé að ráða einn mann í vinnu. Svínarækt er það sérhæfð að hver sem er getur ekki gengið inn í verkin. Hvert bú þarf að hafa að- gang að vönum manni sem getur gengið í öll verk og þá er best að geta skapað honum fulla vinnu. Núna er þróunin sú að stærstu búin verða sífellt stærri og því fækk- ar minni búum. Ertu með skýrsluhald? Með fyrstu gyltunni hóf ég skrán- ingu enda tel ég það grandvöll fyrir búrekstri. Mér finnst að þá vinnu sem ég hef lagt í skýrsluhaldið hafi ég fengið margfalt borgaða. Ég hefði ekki treyst mér til þess að búa án þess að vita nákvæmlega hvað ég er með í höndunum Ég hef alltaf merkt alla grísi og fylgst með þeim í gegnum slátrun og flokkun. Ég setti bara á undan þeim gyltum sem gáfu mesta vaxtarhrað- ann, bestu flokkunina, mesta kjötið og minnsta fitu. Árangurinn er sá að talsverð eftirspum er eftir kynbóta- gripum frá mér enda hefur flokkun og vaxtarhraði verið góður. Til að byija með skráði ég allt í stílabækur og skráningarkefið varð ég að búa til sjálf því að ekkert var til hér á landi. Mér finnst mjög gam- an að skoða gömlu bækumar. Þar skráði ég allar athugasemdir um gyltumar, m.a. hvemig þær haga sér við fyrsta got. Þær haga sér yfirleitt eins og ef þær era órólegar er meiri hætta á afföllum. I nokkur ár notuðum við svína- forrit frá fyrirtækinu Tölvumyndum sem byggt var á dönskum grunni en það þróaðist ekki nógu vel og þá sneram okkur að danska AgroSoft forritinu og voram með þeim fyrstu sem tóku það í notkun hér á landi. Ég fór á sýningu í Danmörku og fékk danska útgáfu af forritinu. Morten Rasmussen, sem er höfund- ur þessa forrits, kom hingað í heim- sókn til þess að skoða hvemig mér gengi með skráninguna. Ég átti í vandræðum með dönsku stafina en hann kippti því í liðinn. Nú sjá Bændasamtökin um sölu og þjón- ustu við AgroSoft forritið. Þetta er mjög gott forrit og alveg geipilegar upplýsingar sem hægt er að fá úr því en forsendan er að grann- skrá samviskusamlega inn í það. Mér hefur fundist sorglegt hvað bændur era tregir að notfæra sér þjónustu BI að láta skrá fyrir sig ef þeir geta það ekki sjálfir. Því miður er ekki nægur áhugi meðal bænda um skýrsluhaldið. 14-Freyr 10/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.