Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 21

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 21
Samanburður á tveimur svínabúum eftir Pétur Sigtryggsson, svínaræktarráðunaut BÍ Til að sýna fram á þær framfarir sem hafa orðið í ís- lenskri svínarækt er hér á eftir borinn saman rekstur tveggja svínabúa sem framleiða 1000 sláturgrisi á ári. Notaðar eru áætlaðar tölur samkvæmt sláturskýrslum og forðagæsluskýrslum og meðalaldur sláturgrisa úr af- kvæmarannsóknum frá árunum 1983 og 1997. Fallþungi sláturgrísa Svínabú 1983: 1000 sláturgrísir x 54,6 kg fallþungi x 270 kr/kg = 14.742.000 kr. í framleiðslutekjur. Svínabúl997: 1000 sláturgrísir x 65,7 kg fallþungi x 270 kr/kg = 17.739.000 kr. í framleiðslutekjur. Mismunur á framleiðslutekjum: 2.997.000 kr. Niðurstöður skýrsluhalds sýna að færustu og dugleg- ustu svínabændumir framleiða nú sláturgrísi með rúm- lega 70 kg fallþunga. Meðalaldur sláturgrísa Svínabú 1983: Meðalaldur sláturgrísa við slátrun samkv. skýrsluhaldi 228 dagar. Svínabú 1997: Meðalaldur sláturgrísa við slátrun samkv. skýrsluhaldi 170 dagar. Mismunur á meðalaldri sláturgrísa við slátrun: 58 dagar. Ef fóðurkostnaður, vinna og fjármagnskostnaður er áætlaður 100 kr. á dag á eldisskeiðinu þá er framleiðslu- kostnaðurinn á svínabúi 1997 5800 kr. lægri á hvem slát- urgrís, eða alls 5.800.000 kr. lægri en á svínabúi 1983. Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á ári Svínabú 1983: 13,4 nytjagrísir eftir hverja gyltu á ári. Svínabú 1997: 17,7 nytjagrísir eftir hverja gyltu á ári. Eigandi svínabús 1983 þarf því 75 gyltur til að framleiða 1000 sláturgrísi á sama tíma og eigandi svínabús 1997 þarf 57 gyltur til að framleiða 1000 sláturgrísi. Mismunur: 18 gyltur. Niðurstöður skýrsluhalds sýna að fæmstu og dugleg- ustu svínabændumir fá 20-24 nytjagrísi eftir hverja gyltu á ári. Byggingarkostnaður Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum íslands er áætlaður byggingarkostnaður yfir eina gyltu og af- kvæmi hennar eftirfarandi: a) Hús: 12-13 m2 á 34.040 kr/m2, eða 408.480 - 442.520 kr. b) Haughús: 15 m3 á ca 5.000 kr/m3 eða 75.000 kr. Aætlaður byggingarkostnaður yfir eina gyltu og af- kvæmi hennar er samkvæmt þessum upplýsingum 483.480-517.520 kr. Byggingarkostnaður svínabús 1983: 75 gylturx 517.520 kr. eða 38.814.000 kr. Byggingarkostnaður svínabús 1997: 57 gyltur x 517.520 kr. eða 29.498.640 kr. Mismunur: 9.315.360 kr. Fóðurkostnaður Svínabú 1983: 75 gyltur x 2,5 FEs /dag x 365 dagar x 32 kr/Fe eða 2.190.000 kr. Svínabú 1997:57 gyltur x 2,5 FEs /dag x 365 dagar x 32 kr/Fe eða 1.664.400 kr. Mismunur: 525.600 kr. Launakostnaður Svínabú 1983: 75 gyltur x 17,5 klst. á ári x 500 kr/klst. eða 656.250 kr. Svínabú 1997: 57 gyltur x 17,5 klst. á ári x 500 kr/klst. eða 498.750 kr. Mismunur: 157.500 kr. Þaö er ekkert grín að vera svín og trúa á líf eftir jólin. Freyr 10/98 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.