Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1998, Side 19

Freyr - 01.08.1998, Side 19
1200 - Áætlurt árRframlpirtisla pftir m/ltii 1QRR-1QQ7 1983 1984 1988 1986 1967 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Mynd 1. ií^ ^ Aætlaður fjöldi nytjagrísa eftir gyltu 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Mynd 2. rannsóknum og kjötrannsóknum opnuðust augu flestra svínarækt- enda fyrir þörfinni á umbótum í ís- lenskri svínarækt. Þrátt fyrir það að ég væri margbúinn að sýna fram á að mjög erfitt væri að reka svínabú á hagkvæman hátt án skýrsluhalds, voru það einungis 8-10 svínabænd- ur, sem notfærðu sér þessi skýrslu- eyðublöð, en flestir þeirra eru nú með best reknu svínabúin og telja að ekki sé hægt að stunda svínarækt án skýrsluhalds. Á árunum 1984-1994 mældi ég 8-10 þúsund sláturgrísi í sláturhús- um víðs vegar um land og sendi við- komandi svínabændum niðurstöð- umar. Aðaláherslan var lögð á að minnka fitusöfnun sláturgrísanna, en það er tiltölulega auðvelt, þar sem arfgengi fitumála er mjög hátt eða 0,50-0,60. Niðurstöður þessara mælinga, ásamt niðurstöðum af- kvæmarannsókna og kjötrannsókna frá árunum 1980-1983, hafa síðan verið notaðar þegar breytingar hafa verið gerðar á kjötmati. Samtímis þessum fitumælingum í sláturhús- um, eða allt frá árinu 1985, mældi ég sýrustig í kjöti sláturgrísa til að kanna útbreiðslu vatnsvöðva. Til- gangurinn með þessum mælingum var að finna þá gelti og gyltur sem eiga afkvæmi með vatnsvöðva eða PSE-kjöti. PSE-kjöt eða vatnsvöðvi er fölt, lint og slepjulegt og verður þurrt og seigt eftir matreiðslu. Rannsóknir hafa sýnt að vatns- vöðvi í svínum orsakast af erfðavísi (h), sem er víkjandi gagnvart erfða- vísi sem kemur í veg fyrir vatns- vöðva (H). Þessir erfðavísar eru ávallt tveir saman í hverjum einstak- lingi. Eðlisfar svína gagnvart vatns- vöðva getur þar af leiðandi verið með þrennu móti eftir samsetningu erfðavísanna: A. HH - arfhreinn einstaklingur sem er ónæmur gagnvart vatnsvöðva. Öll afkvæmi þessa einstaklings eru ónæm fyrir vatnsvöðva þar sem þau fá erfðavísinn H frá þessum einstakling. B. Hh - arfblendinn einstaklingur, ónæmur fyrir vatnsvöðva. Þessir einstaklingar flytja erfðagallann í duldu ástandi, frá einni kynslóð til annarrar. C. hh - einstaklingur með vatns- vöðva. Þessir einstaklingar eru viðkvæmir gagnvart streitu og kjötið af þeim verður fölt, lint og slepjulegt (PSE-kjöt). Þrátt fyrir að með sýrustigsmæl- ingum sé ekki unnt að fínna arf- blendna einstaklinga (Hh), sem bera þennan erfðagalla frá einni kynslóð til annarrar, varð mikill árangur af þessum sýrustigsmælingum. Nú á allra síðustu árum hefur tekist að finna hentuga aðferð til að greina áðumefnda erfðavísa í blóðsýnum svína. Af þessum blóðsýnum er hægt að staðfesta þessa erfðavísa bæði í arfhreinu og arfblendnu ástandi. Þar af leiðandi á að vera auðvelt að losna við þennan erfða- galla úr íslenska svínastofninum með því að taka blóðsýni úr þeim svínum sem notuð em til undaneld- is. Rétt er að benda á að þrátt fyrir að tekist hafi að greina áðumefnda erfðavísa í blóðsýnum eru sýmstigs- mælingar nauðsynlegar til að kanna streitueinkenni í svínakjöti á svip- aðan hátt og gert er við aðrar kjöt- tegundir. Nánari upplýsingar um sýrustigsmælingar í svínakjöti er að finna í eftirfarandi grein eftir mig. „Streita í svínum og áhrif streitu á kjötgæði og þrif svína,“ Freyr 1989; 37-39. Til þess að sem mest not yrðu af Freyr 10/98 - 19

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.