Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1998, Side 5

Freyr - 01.08.1998, Side 5
in hefur verið lagður grunnur að því að íslensk svínarækt standi sig í því aukna frjálsræði sem orð- ið er og mun væntanlega enn vaxa í alþjóðarvið- skiptum með búvörur. Alifuglarækt skiptist í eggjaframleiðslu og kjúk- lingarækt og starfar sitt hvort hagsmunafélagið fyrir þessar greinar. Þegar þéttbýli fór að myndast hér á landi varð til markaður fyrir egg, bæði inn- lend og innflutt, og voru egg flutt inn fram yfir 1930 að innlend framleiðsla fór að fullnægja mark- aðnum. Utungun í vélum í atvinnuskyni hófst hér um 1930 og þá stórjukust möguleikar á að fjölga stofn- inum og upp risu fuglabú sem sérhæfðu sig í að framleiða og selja unga. Arið 1949 hófst kyngreining á daggömlum ung- um hér á landi en sú aðferð er upprunin í Japan. Tvo einstaklinga ber hæst í því starfi, þau Jón M. Guðmundsson á Reykjum, sem varð fyrstur Islend- inga til að læra þessa aðferð, og Ingibjörgu Töns- berg, sem hóf störf við kyngreiningu árið 1953, og hefur kyngreint fleiri unga en nokkur annar hér á landi. Nýjar aðferðir við kyngreiningu hafa nú leyst hinar eldri af hólmi. Allt frá stríðslokum hafa verið flutt inn útungun- aregg af bestu fáanlegu stofnum. Fyrst var flutt inn frá Bandaríkjunum að Reykjum í Mosfellssveit, á vegum Jóns M. Guðmundssonar, en síðan voru flutt inn egg frá Damörku á ýmsa staði allt til 1966, en frá þeim tíma eingöngu frá Noregi og Svíþjóð. Arið 1991 var sett á stofn kynbóta- og einangr- unarstöðin Stofnungi sf. á Hvanneyri en hún er í eigu Félags eggjaframleiðenda og Félags kjúk- lingabænda. Allur innflutningur á eggjum af stofn- um bæði til kjúklinga- og eggjaframleiðslu fer nú um þessa stöð. Eggjunum er klakið þar út og ung- arnir aldir upp í einangrun 18-12 vikur. Ef ungarnir standast heilbrigðispróf að þeim tíma loknum er þeim dreift til útungunarstöðva. Með þessu móti fæst á hverjum tíma sá besti erfðaefniviður sem völ er á sem sést m.a. á því að árið 1993 var meðalvarp hænu á ári 11-12 kg en er nú 18-19 kg, auk þess sem eggjaskurnin er sterkari en áður. Á tímabili var nokkurt ójafnvægi í framboði og eftirspum á eggjum þannig að útsölur á eggjum voru tíðar. Á síðari ámm hafa þessar útsölur horfið. Hins vegar hefur sala á eggjum dregist saman að undanförnu og er nú komin niður fyrir 2200 tonn á ári en var fyrir 10-15 árum um 3000 tonn. Eftir seinni heimstyrjöld fór kjúklingaeldi að breiðast út á Vesturlöndum og árið 1961 barst þessi nýjung til Islands að frumkvæði Jóns M. Guð- mundssonar á Reykjum sem hóf þá eldi kjúklinga á búi sínu. Vöxtur búgreinarinnar var hægur í upp- hafi og aðstaða við slátran víða ófullkomin. Um og upp úr 1980 var gert átak í byggingu sláturhúsa fyrir alifugla og tvöfaldaðist þá framleiðsla og sala á fuglakjöti á fáum ámm, (850 tonn 1979 en um 1750 tonn árið 1985). Síðastliðinn áratug hefur kjúklingaframleiðslan gengið 1 sveiflum. Upp hafa komið salmonellusýk- ingar sem hafa dregið úr sölu en jafnframt valdið offramleiðslu og rekstrarerfiðleikum á búgreininni. Þetta erfiðleikatímabil er nú yfirstaðið og aftur uppgangur 1 kjúklingarækt og er veigamikill þáttur 1 því reglubundinn innflutningur á frjóvguðum eggjum af bestu fáanlegu stofnum. Þá hefur það orðið kjúklingarækt til framdráttar að salan er nú mest á ferskum kjúklingum á stað frosinna áður, en forsenda fyrir þeirri sölu er að sl. fimm ár hefur verið reglubundið eftirlit með kjúklingahópum í uppeldi sem hefur komið í veg fyrir að salmonellu- mengaðir kjúklingar hafi farið á markað til neyt- enda. Óhætt er að segja að alifugla- og svínarækt blómstri um þessar mundir hér á landi. Það má einkum þakka því að þessar búgreinar hafa notið farsællar stjómar að undanfömu, sameiginleg hagsmunamál, svo sem innflutningur á besta fáan- lega erfðaefni, hefur gengið vel og eftirlit með heilbrigðisástandi er gott. Þó að leitast sé við eftir því sem tök em á að nota innlend fóðurefni í ali- fugla- og svínafóður eru þessar búgreinar vemlega háðar innflutingi á fóðri, einkum korni og jurtapró- teini. Verð á því hefur verið hagstætt og hefur það styrkt samkeppnisstöðu þessara kjöttegunda gagn- vart kjöti af grasbítum. M.E. (Um söguleg atriði í þessari grein hefur einkum verið stuðst við kafla um svínarækt eftir Olaf R. Dýrmundson og kafla um alifuglarækt eftir Guðmund Jónsson, í Af- mælisriti Búnaðarfélags Islands 1837-1987, „Búnaðar- samtök á íslandi 150 ára“.) Freyr 1 0/98 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.