Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1998, Page 9

Freyr - 01.09.1998, Page 9
Er það ekki þetta sem kallað er lostafullt bros? Hliðstæð skipting á notkun frá stöðinni í Borgarnesi sýndi eftirfar- andi skiptingu: Borgarfjörður 2433 ær Snæfellsnes 1663 ær Dalasýsla 1736 ær Barðastrandasýslur 483 ær Strandasýsla 558 ær Húnavatnssýslur 987 ær Skagafjörður 18 ær Múlasýslur 133 ær Eins og ætíð var notkun á ein- stökum hrútum ákaflega breytileg, en með þeim hrútum sem hverju sinni fá mesta notkun eru sæddar rúmlega þúsund ær. Frá stöðinni í Laugardælum var notkun langsam- lega mest á Mola 93-986 en einnig fengu mjög mikla notkun Garpur 92-808, Búri 94-806, Bútur 93-982, Mölur 95-812, Þéttir 91-931 og Dropi 91-975, en allt eru þetta hymdir hrútar nema Búri. I Borgar- nesi fékk Bjartur 93-800 mesta notkun, en mjög mikil notkun var einnig á Hnoðra 95-801, Sólon 93- 977, Byl 94-803 og Bjálfa 95-802, en Sólon og Bylur em kollóttir en hinir hymdir. Tölulegt uppgjör liggur ekki fyrir um árangur sæðinga frá stöðvunum. Flest bendir samt til að yfirleitt hafi víða verið góður árangur sæðinga frá stöðinni í Laugardælum en breytilegri frá stöðinni í Borgamesi. Frá stöðinni í Borgamesi eru sæð- ingar meira byggðar á sæðingum á ám þar sem gangmál hafa verið samstillt. Vísbendingar og reynsla frá síðustu ámm er mjög á þann veg að árangur við sæðingar á samstillt- um ám sé verulega breytilegri en þegar sæddar eru ósamstilltar ær. Vafalítið verður þessi starfsemi að laga sig að þeirri reynslu á næstu ár- um. Kostir samstillinganna em meiri möguleikar á vali á ám sem sæddar em og möguleikar á nákvæmara skipulagi sæðinganna. A mjög mörgum búum em gæði ærstofnsins í dag allt önnur en var fyrir 10-20 árum og möguleikar á að fá sætt ær sem eru álitlegar hrútsmæður því mun meiri nú þó að aðeins séu sæddar ær sem em að beiða á sæð- ingadögum. Við sæðingar á ósam- stilltum ám verður hins vegar aldrei hægt að ná sömu nýtingu á sæði, en því verða stöðvamar að bregðast við með heldur fleiri hrútum í notkun en ella. Stöðvamar verða einnig að bjóða upp á sæðingar fleiri daga samfellt á sama svæði og líklegt að slíkt auki dreifingarkostnað eitt- hvað. Rétt er einnig að nefna að síð- ustu árin hefur allstór hópur bænda notað þá aðferð að samstilla ær gangmáli áður en sæðing á að fara fram og þannig náð ágætum árangri. Æmar verða þá að vísu að ganga á tveim til þrem dögum þegar sæðing fer fram. Þegar samstillingum er sleppt sparast hins vegar kostnaður vegna svampanna og ísetningar á þeim. Þess vegna mælir margt með því að sæðingar á ósamstilltum ám aukist á næstu ámm og á þann hátt verði reynt að bæta árangur sæðing- anna. Freyr 11/98-9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.