Freyr - 01.09.1998, Side 13
Frá Fjárrœktar-
búinu á Hesti
1996- 1997
Haustið 1996 voru settar á vetur
461 ær veturgamlar og eldri,
ll5 lambgimbrar, 14 lambhrútar og
21 hrútur fullorðinn. Fyrir áramót
fórust 8 ær, 4 af þeim í skurðum fyr-
ir hýsingu. Tvær ásetningsgimbrar
misfórust yfir veturinn, báðar fyrir
áramót og einn lambhrútur kviðrifn-
aði og var honum fargað í nóvem-
ber.
Tafla l sýnir meðalþunga og
meðalþyngdarbreytingar 453 áa eft-
ir aldri, sem lifandi voru við maí-
vigtun í byrjun sauðburðar, og mynd
l þunga- og holdaferil þeirra yfir
veturinn.
Þegar lömb voru tekin undan ám
29. september, vógu æmar 66,5 kg
til jafnaðar, sem er l,7 kg meiri
þungi en haustið 1995. Meðalholda-
stig þeirra var 3,30 stig (holdastiga-
skali spannar tölugildi frá 0 lægst til
5 hæst), sem er 0,07 stigum lægra en
eftir
Stefán Sch.
Thorsteinsson,
Sigvalda Jónsson og
Inga Garðar Sigurðsson
Rannsóknastofnun
iandbúnaðarins
haustið áður. Eins og undanfarin
haust var ám á annan vetur, sem
gengu með lambi, beitt á há, en eldri
ær hafðar í úthaga þar til þeim var
smalað til vigtunar 15. október. Eftir
þann tíma og til 9. nóvember, er
allar ær búsins vom hýstar, var þeim
beitt á mikið sprottna og næringar-
snauða há, sem nóg var til af. Ánum
var nú ekki hyglað úti með töðugjöf,
er líða tók á haustið, eins og siður
hefur verið undanfarin haust, og
kom það greinilega niður á haust-
bötun þeirra, þar sem þynging og
holdaaukning var nú umtalsvert
minni en á umliðnum haustum. Góð
haustbötum síðarihluta októbermán-
aðar og í nóvermber hefur sýnt sig
og sannað að hafa gríðarleg áhrif á
frjósemi ánna, enda varð frjósemin
vorið 1997 töluvert minni en undan-
gengin vor enda þótt æmar hafi ver-
ið teknar um tveim vikum fyrr á hús
og þyngst meira yfir fengitímannn
en oftast áður eða 2,4 kg til jafnaðar.
Frá fengitímalokum til marsvigt-
unar þyngdust ærnar um 7,3 kg og
bættu við hold sín 0,17 stigum, og
frá marsvigtun til mánaðamóta
apríl-maí þyngdust þær um 4,7 kg,
en lögðu hins vegar af sem svarar
0,09 stigum, sem er ámóta aflegging
á útmánuðum og undanfarna vetur.
Þessi aflegging síðustu 8-6 vikurnar
fyrir burðinn sýnir, að þrátt fyrir
ágæta fóðmn er fóðurþörfinni til
Tafla 1. Þungi og þyngdarbreytingar ánna, kg
Þungi, kg.Þyngdarbreytingar. kg
Ær á Tala 25/9 15/10 27/11 9/1 17/2 25/3 29/4 25/9- 15/10-27/11 15/10 27/11 9/1 9/1- 17/2 17/2- 25/3 25/3- 29/4 25/9- 29/4
10. vetur 1 79,0 77,0 73,0 70,0 74,0 87,0 85,0 -2,0 -4,0 -3,0 4,0 13,0 -2,0 6,0
8. vetur 5 67,0 70,4 71,4 70,6 73,6 77,8 82,6 3,4 1,0 -0,8 3,0 4,2 4,8 15,6
7. vetur 17 70,5 70,7 72,4 74,8 79,1 82,5 87,8 0,2 1,7 2,4 4,3 3,4 5,3 17,3
6. vetur 38 70,4 69,5 72,6 76,7 80,3 83,1 86,8 -0,9 3,1 4,1 3,6 2,8 3,7 16,4
5. vetur 84 70,5 70,9 72,7 76,5 80,4 83,2 87,5 0,4 1,8 3,8 3,9 2,8 4,3 17,0
4. vetur 85 68,6 68,8 71,1 74,5 78,1 80,4 85,3 0,2 2,3 3,4 3,6 2,3 4,9 16,7
3. vetur 121 64,8 65,3 67,1 69,8 73,4 75,6 80,3 0,5 1,8 2,7 3,6 2,2 4,7 15,5
2. vetur 131 61,0 65,9 65,9 65,3 68,9 72,0 76,2 4,9 0,0 -0,6 3,6 3,1 4,2 15,2
Meðaltal 453 66,5 67,8 69,3 71,7 75,4 78,0 82,7 2,3 1,5 2,4 3,7 3,6 4,7 16,2
Freyr 1 1/98 - 13