Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1998, Side 28

Freyr - 01.09.1998, Side 28
vegna smæðar eða rýrðar. Mikil- vægt er að koma slíkum lömbum strax í gott eldi með lystugu og kjamgóðu heyi, en sérstaklega þarf að tryggja próteinþarfir þeirra og er fiskimjölið kjörið til þess, enda pró- teinríkt og auðugt af mörgum nauð- synlegum steinefnum og snefilefn- um. Fyrir smærri lömb ættu að nægja 20-50 gr. á lamb á dag en meira fyrir þau stærri. Lystugar og próteinríkar fóðurblöndur mætti allt eins nota ef illa gengur að fá lömbin til að éta fiskimjölið. Próteinfóðrun með fískimjöli má jafnframt nota á ákveðinn hátt til að auka vöðvavöxt en minnka fitu á lömbum sem ella hefðu fallið í mati vegna hennar. Ovíst er um hagkvæmni slíkrar fóðrunar en hún er vissulega val- kostur. Til að tryggja góð þrif lambanna er sjálfsagt að rýja þau ef fyrirhug- aður er nægur eldistími til að fá nægan nýjan ullarvöxt fyrir slátrun svo gæran nýtist eðlilega. Ullarhárin þurfa að vera a.m.k. 2 cm til mokka- skinnsvinnslu. Umhugsunaratriði vegna vetrarslátrunar Að ýmsu þarf að huga sérstaklega viðkomandi vetrarslátrun. Má þar nefna lyfjanotkun og bólusetningu lambanna, en mikilvægt er að fylgja fyrirmælum á lyfjaumbúðum um slátrunarfrest eftir meðferð með sýklalyfjum, ormalyfjum og öðrum lyfjum. Eftir bólusetningu gegn bráðapest og gamaeitrun þarf að líða ein vika til slátrunar. Garna- veikibólusetningu má nú sleppa á sláturlömbum enda séu þau merkt sérstaklega og gengið úr skugga um að þeim sé raunveralega slátrað um veturinn. Gelding lambhrúta er nauðsynleg séu þeir valdir til vetrarslátrunar enda eru þeir verðfelldir verulega strax eftir 20. október vegna sk. hrútabragðs. I umræðunni um gæða- stýringu lambakjötsframleiðslunar verður þetta atriði að hafa nokkurt vægi enda eru víða til hrútlömb sem orðin eru það væn og þroskuð strax í sláturtíð að þvílíkt óbragð er komið af kjöti að vart er bjóðandi neytend- um sem gæðavara. Skiptar skoðanir hafa verið um þetta mál en því er eigi að síður velt hér upp til um- hugsunar því að neytandi sem finnur óbragð sem hann þekkir ekki af kjöti getur verið tapaður markaður. Gæða- stimpill er því hæpinn sé ekki tekið tillit til þessa og því mikilvægt að þeir sem búa við kjöraðstæður gagn- vart beitilandi hafi möguleika á að velja þroskuð og væn hrútlömb til slátrunar snemma. Tilraunir varð- andi hrútabragð og áhrif geldingar á vöxt og þroska hrútlambanna hafa verið í gangi nú og á allra síðustu ár- um. Rétt er að nefna að gelding hrútlamba er óheimil samkvæmt dýravemdunarlögum nema hún sé framkvæmd af dýralækni. Við vor- geldingu verður lömbunum minna um aðgerðina og minni hætta er á sýkingum. Samkvæmt reglum um kjötmat þarf gelding að hafa átt sér stað hið minnsta sex vikum fyrir slátrun. Umhverfistengd gæða- stýring dilkakjöts- framleiöslunnar A síðustu árum hefur umræða um hreinleika og gæði framleiðslunnar orðið sífellt háværari með tilvísun í hreint land, gott vatn, litla mengun, lágmarks lyfjanotkun o.s.frv. enda eru gerðar stöðugt meiri kröfur um að tekið sé tillit til umhverfisvemd- ar. Umhverfismál tengjast því gæða- vottun í æ ríkara mæli, en kerfis- bundin gæðastýring og trúverðug vottun eða viðurkenning á fram- leiðslunni er að ryðja sér til rúms og þarf, ef vel á að vera, að ná til allra framleiðslustiga. Hér á landi höfum við alla möguleika til að reka öfluga gæðastýringu og í kjölfarið mögu- leika til að markaðssetja dilkakjötið sem sérstaka vöru sem vottuð er m.t.t. gæða eftir ákveðnum stöðlum, ýmist sem vistvæna eða lífræna framleiðslu. Þetta er nefnt hér sem valkostur sem vert er að skoða þó að ekki sé farið nánar út í þessa framleiðsluferla, því að með slíkri framleiðslu gætu legið framtíðar- möguleikar einhverra búa í landinu. Meðferð og aðbúnaður sláturlamba Mikilvægt er að meðferð slátur- lamba sé rétt. Því miður kemur stundum fyrir að skrokkamir séu verðfelldir vegna marbletta sem rekja má til glannaskapar og lélegs skipulags og frágangs við fjárrag, flutninga og í sláturhúsi. Algengt dæmi þar um er mar á herðakambi vegna þess að ekki er lokað fyrir bil milli jötustokks og jötubands í fjár- húsi. Gott hreinlæti er jafnframt mikil- vægt en sláturhúsum er heimilt að neita að taka fé til slátrunar sé það svo skítugt að talin séu vandkvæði á því að slátra því án þess að menga kjötið óhreinindum. Þurr, rúmgóð og vel loftræst hús og flutningatæki eru forsenda fyrir góðu hreinlæti auk þess sem slíkar aðstæður, sam- fara hæglátri umgengni við gripina minnkar, streituáhrif í kjötinu og eykur því gæði þess. Fjárrag Gott skipulag við fjárrag skilar sér alltaf í dýrmætum tíma auk þess sem það skilar möguleikum á markviss- ari meðhöndlun fjárins. Því miður sést of oft að bændur eru að hrófla upp og klastra saman misgóðri að- stöðu á hveiju ári, í stað þess að koma upp almennilegu kerfi til sundurdráttar eftir því sem aðstæður leyfa í eitt skipti fyrir öll. Vel mætti hugsa sér lausar grindur í heppileg- um einingum til að raða upp og tengja saman svo sem hagkvæmast og fljótlegast þætti bæði utan dyra og inni. Vissulega eru aðstæður mis- jafnar en margar af nýrri gerðum fjárhúsa bjóða upp á möguleika til að viðhafa gott skipulag á fjárragi. Agæt grein um hagræðingu við fjár- rag eftir Magnús Sigsteinsson er í Handbók bænda frá 1990 á bls. 215- 222. Það sem þar kemur fram er enn í fullu gildi og gæti eflaust nýst mörgum. 28- Freyr 1 1/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.