Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1998, Síða 31

Freyr - 01.09.1998, Síða 31
Nýju fjárhúsin í Brattahlíð eru ekki einangruð en þau eru vel loftrœst og björt með vandaðar innréttingar, stálristagólf og djúpan kjallara. A innfelldu myndinni er Ottoraq Frederiksen, einn fjárbœndanna í Brattahlíð, sem gaf greinargóðar upplýsingar um búskapinn. Hann og fjölskylda hans er með á 6. hundrað fjár áfóðrum, um 1,7 lömb koma að meðaltali til nytja eftir œr og gemlinga og lífþungi lamba er um 40 kg þannig að áœtlaður meðalfallþungi er um 16 kg. vegalengdir hafa verulega áhrif á búskaparhættina, svo sem flutninga tilbúins áburðar og fóðurbætis svo og sláturfjár sem er flutt sjóleiðis til eina sláturhússins en það er í Nars- aq. Þar er einnig slátrað hreindýrum. Húsið hefur fengið Evrópusam- bandsleyfi til útflutnings. Sauðfjár- slátrun í Narsaq jókst úr 472 tonnum kjöts árið 1990 í 751 tonn í fyrra- haust. Þar að auki er töluverð heimaslátrun. Bættar samgöngur eru mikið hagsmunamál og eru nú m.a. áform um brúarbyggingu og lagn- ingu vegar í botni Eirrksfjarðar þannig að unnt verði að aka frá Narsarsuaq yfir í Brattahlíð. Slíkt kemur einnig ferðaþjónustunni til góða en hún er í vexti. Þegar íslenskt fé var fyrst flutt til Grænlands haustið 1915 var þar nær fjárlaust. Féð var úr Hjaltadal, Svarf- aðardal og Húnaþingi samtals 175 að tölu, og haustið 1921 voru fluttir þangað hrútar frá Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Þá voru fluttir til Grænlands hrútar frá Hrafn- kelsstöðum í Amessýslu haustið 1934. Eg heyrði nefndan innflutning fjár frá Færeyjum sem mun hafa verið árið 1906 en talið er að áhrif þess séu horfin fyrir löngu. Það fé sem ég sá var allt greinilega íslenskt, flest hymt, aðallega hvítt en einnig töluvert mislitt, einkum svart, grátt, mórautt og golsótti. Við góðan að- búnað nær féð á Grænlandi ágætum Þegar íslensktfé varfyrst flutt til Grænlands haustið 1915 var þar nœr fjárlaust. Féð var úr Hjaltadal, Svarfaðardal og Húnaþingi. vænleika, frjósemi fer vaxandi en það er háfættara og grófbyggðara en okkar fé enda kynbætur skemmra á veg komnar. Kjötið bragðast vel og ull og gæmr virðast sambærilegar við okkar afurðir af því tagi. Þess má geta að kjötið fer mest á innanlands- markað en dálítið er nú flutt til Dan- merkur, gæmr em seldar til íslands en ullin kemst ekki á markað, ekki talið svara kostnaði, enda engin skipuleg ullarvinnsla nema lítillega í handverk með hefðbundnum hætti. Hafnar em tilraunir til að markaðs- setja ullina í stærri stíl. Breyttir búskaparhættir Miklar sveiflur hafa verið í fjölda sauðfjár á Grænlandi á liðnum ára- tugum. Árið 1925, skömmu eftir innflutninginn frá íslandi, voru vetr- arfóðraðar kindur tæplega 1.700 að tölu en urðu flestar 50.000 haustið Freyr 1 1/98 - 31

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.