Freyr - 01.09.1998, Page 37
Leiðréttingar
Flekka Dísu 95-094
Á myndinni sjáum við Flekku Dísu 95-094 í Skuggahlíð í Norðfirði. Vorið 1997
átti hún tvœvetlan þessi fjögur lömb og gekk með þau öll um sumarið. Lömbin
voru öll sett á um haustið og voru hrútarnir 47 og 42 kg áfœti en gimbrarnar 43
og 32 kg. Samtals er því lífþungi lambanna 164 kg. Haustið 1996, gemlingsárið,
skilaði hún affjalli tveim lömbum sem var slátrað og lögðu sig samtals með rúm-
um 40 kg afkjöti. Þetta munu fágœtar afurðir. Faðir Flekku er Gráni 93-084frá
Húsavík í Kirkjubólshreppi og frá honum mun Flekka hafa erft Þokugenið sem
hún sjáanlega býryfir, en móðir henna Golta 90-019 varfrá Freysnesi í Örœfum.
Árni rangfeðraður
Skuggahlíð en ekki
Skorrastaður
Á bls. 42 í 2. tölublaði Freys, sérriti
um sauðfjárrækt, var hópurinn á
myndinni hér til hliðar sagður vera [
frá Skorrastað í Norðfirði. Það er
ekki rétt því ærin og afkvæmi henn-
ar eru frá Skuggahlíð í sömu sveit.
Blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum um leið og við birtum
aftur mynd og textann leiðréttan.
Þúsund lömb hurfu úr
töflu
í töflu um yfirlit fjárræktarfélaganna
fyrir haustið 1996 í sauðfjárræktar-
blaði Freys, 2. tbl. 1998 á síðu 12,
hefur slæðst inn ákaflega meinleg
villa. Það er í hlutföllum í gæða-
flokkun lamba í Sf. Laxárdalshrepps
sem er nr. 19 í töflu. Hinar réttu tölur
eru 88% í I. flokk, 10% í II. flokk og
2% í III. flokk. Minnt skal á að í
þessum hlutfallstölum telur DIB með
II. flokki og DIC með III. flokki.
Beðist er velvirðingar á þessari
leiðinlegu og óafsakanlegu villu.
Um leið er samt forvitnilegt að geta
þess hvemig þessi villa kom til.
Hugbúnaður við úrvinnslu á skýrsl-
um fjárræktar er nokkuð kominn til
ára sinna og er frá þeim tíma þegar
allar tölur vom skilgreindar greini-
lega með mögulegum hæstu gildum.
Þar var m.a. gert ráð fyrir að fjöldi
lamba á einu búi hjá fullorðnu ánum
sem væm í sama gæðaflokki mundi
aldrei fara yfir þúsund. Það sem
þama gerðist var að í fyrsta sinn fór
slíkur fjöldi lamba á einu búi yfir
þúsundið og þá töpuðust þúsund
lömb í útreikningi á þessum þætti.
í grein um hrútasýningar haustið
1997 í 2. tbl. Freys hefur slæðst inn
villa. I 1. dálki á bls. 28 er Ámi á
Krossi á Barðaströnd sagður Sigur-
jónsson, en hann er Sigurvinsson.
Fjárræktarbúid
á Hesti
Framhald afbls. 18
júlí og frá 1. júlí til 25. september á
þeim lömbum, sem haustslátrað var,
en eins og áður segir var 33 geml-
ingslömbum slátrað í sumarslátrun,
ásamt þunga á fæti og fallþungi,
flokkað eftir því hvemig lömbin
gengu undir. Sex gemlingslömb
vora vanin undir ær og era þau ekki
tekin með í töflunni.
Meðalvöxtur allra gemlings-
lamba til 1. júlí nam 257 g/dag, sem
er 13 g minni dagvöxtur en sl. sumar.
Meðalvaxtarhraði frá fæðingu til 1.
júlí þeirra 29 lamba, sem fargað var
í haustslátrun nam 262 g á dag og
síðsumarsvöxtur þeirra, 225 g á dag.
Meðalþungi þeirra á fæti reyndist
36,8 kg og meðalfallið 15,0 kg.
Vanhöld
Af 461 á tvævetur og eldri, sem sett-
ar vora á haustið 1996, fórast 22 eða
4,8% og af 115 ásetningsgimbrum
fórast 4 eða 3,5%. Alls fórast því 26
ær og gemlingar eða 4,5%. Helstu or-
sakir vanhalda vora, eftir bestu vitn-
eskju: Fórast í skurðum 5,6 á vantaði
á heimtur, óviss orsök 5, afvelta vora
3, 1 fórst af slysföram, 1 fannst dauð
á fjalli, 2 úr júgurbólgu, 2 úr Hvann-
eyrarveiki og 1 úr tannígerð.
Alls misfórust 82 lömb á búinu
eða 8,9% sem er 1,0 %-stigi minni
vanhöld en á sl. ári.
Ritað í apríl 1998.
Freyr 1 1/98 - 37