Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 8

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 8
Ritstjórnargrein Sameinaðir stöndum vér Um nýliðin áramót tók gildi nýtt skipurit yfir starfsemi Bændasamtaka íslands. Það var niðurstaða umfangsmikillar vinnu sem fram fór á vegum BÍ og staðið hafði meirihluta sl. árs j undir forystu Bjarna Snæbjamar Jónssonar rekstrar- ráðgjafa. Skipuritið var kynnt í 1. tbl. Bændablaðs- ins á þessu ári en meginefni þess er að starfsemi BI er skipt í fimm svið; félags-, ráðgjafa-, kynningar-, j tölvu- og fjármála- og skrifstofusvið. Samtökum á borð við BÍ er að sjálfsögðu hollt að ganga öðru hvoru í gegnum endurskipulagningu en að þessu sinni knúði það enn frekar á að hún færi fram að um síðustu áramót var Framleiðsluráð land- búnaðarins lagt niður og mest af starfsemi þess flutt- ist til BÍ. Við áðurnefnda endurskoðunarvinnu kom æ ofan í æ upp að ofar öðru væri tilgangurinn með henni sá að auka skilvirkni í starfsemi BÍ. Sú krafa er skilj- anleg í ljósi þess að því er oft haldið fram í ræðu og riti að yfirbygging á landbúnaðinum minnki lítið eða ekki á sama tíma og bændum fækkar og hlutur land- búnaðar í þjóðarframleiðslunni dregst saman. Bændasamtök Islands og annar fyrirrennari þeirra, Búnaðarfélag íslands, eiga sér lengsta sögu atvinnu- tengdra samtaka hér á landi, eða allt frá fyrrihluta 19. aldar, en um það leyti var þjóðin nær hreint land- búnaðarsamfélag. Lengi fram eftir þessari öld, með- an þörf var á öllum þeim matvælum, innanlands eða utan, sem unnt var að framleiða, var staða BI sterk sem m.a. birtist í því að ýmsir miklir áhrifamenn á Alþingi sátu jafnframt í Búnaðarþingi og í stjórn BÍ. ; Á síðustu tveimur áratugum, eftir að framleiðslutak- mörkunum var komið á nautgriparækt og sauðfjár- rækt, hefur staða landbúnaðarins, og þar með BÍ, í þjóðfélaginu verið að veikjast. Jafnframt hefur hlut- fallslega dregið úr vægi BI innan landbúnaðarins þar sem starfsemi búnaðarsambandanna hefur fest sig í sessi frá því um miðja öldina með þeirri ráðunauta- þjónustu sem þau reka. Þetta hefur gerst með sam- einuðum vilja BÍ og heimamanna í hverju héraði. Eitt mesta áhyggjuefni í íslensku þjóðlífi nú um stundir er hinn stríði straumur fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Ástæða hans er einkum sú að atvinnutækifærum þar hefur fækkað og laun lækkað hlutfallslega. Þessu veldur m.a. bæði það að störfum fækkar í sjávarútvegi með vaxandi vinnslu fisks um borð í skipunum og að samdráttur og neikvæð tekjuþróun hefur átt sér stað í landbúnaði. Flestir eru sammála um að hér sé þjóðarmein á ferð og að allt skuli gert til að stöðva þessa þróun og flytja jafnfram störf af höfuðborgarsvæðinu út á land. Ymislegt hefur þar einnig áunnist sem of langt mál er að telja upp hér. í þeirri umræðu hafa hvað eftir annað komið fram hugmyndir um að vista beri landsráðunauta BÍ úti á landi, hjá búnaðarsamböndunum. Með fullum skilningi á búsetuvanda dreifbýlisins skal hér, eftir hart nær 20 ára starfsreynslu hjá BI, varað við þess- um hugmyndum. Ástæðan er sú að starf á vegum BI er í verulegum mæli þverfagleg hópvinna, þar sem hver starfsmaður styrkir annan. Þó að ráðunautar BI gegni störfum í ólíkum búgreinum þá er samstarf meðal þeirra náið og hver þarf að leita til annarra. Jafnframt er fjöldi verkefna, sem berst BÍ, ekki á verksviði neins sérstaks starfsmanns heldur leyst af hendi eftir því sem þau kalla á úrlausn. Þannig eru samlegðarstörf starfsmanna meiri en samanlögð störf hvers og eins. Lengi hefur tíðkast að einn eða fleiri ráðunautur BÍ hafa búið úti á landi og ekki haft skrifstofuaðstöðu hjá BÍ. Þó að þeir hafi sinnt vel þeirri búgrein sem þeir voru ráðnir til að þjóna, þá hafa þeir í takmörkuðum mæli eða engum tekið þátt í þeim samlegðaráhrifum sem starfsmenn BI hafa sín á milli. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að koma upp ráðunautamiðstöðvum úti um land. Einn til- gangur með því er að ná þeim samlegðaráhrifum sem hér að framan hafa verið nefnd og eru þar jafn mikilvæg þar og hjá BÍ. Hér mætti spyrja hvort þá sé ekki rétt að flytja starfsemi BÍ í heilu lagi út á land ef ekki er ráðlegt að sundra henni. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft og ýmsir staðir boðist til að taka við henni. Á því er sá agnúi að eðli málsins samkvæmt eiga Bændasam- tök Islands stöðug og náin samskipti við stjórnkerfíð í landinu, svo sem ráðuneyti, Alþingi og aðrar opin- berar stofnanir. Þó að ýmis starfsemi hafi verið flutt út á land eru þess ekki dæmi að nein hagsmunasam- tök hafi talið sér það fært. Án efa er auðvelt að finna mótsagnir í því að land- búnaðurinn, sem meginstoð dreifðrar byggðar í landinu, skuli telja sér best borgið með því að reka yfirstjórn sína í Reykjavík. Því verður ekki svarað á annan hátt en að hugsjónir og raunveruleiki rekast stundum á. M.E 4 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.