Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 32
Afleiðingar ofbeitar á viðkvœmu landi eru þœr sömu um allan heim; hnignun landkosta. A aðeins nokkrum áratugum urðu óbœtanlegar skemmdir vegna sauðfjárbeitar víða á hálendi Nýja-Sjálands. isins á Nýja-Sjálandi en hin er skógarhögg. I kjölfar mikils sam- dráttar í útflutningi á lambakjöti og ull á síðustu árum, ásamt minnk- andi ríkisafskiptum, er litlu fé varið til að uppfræða bændur um land- nýtingu. Stjómvöld vinna að vísu að gerð áætlana um sjálfbæra land- nýtingu en erfiðlega gengur að hrinda þeim í framkvæmd þar sem viðkomandi stofnanir skortir fjár- magn. Afleiðingin af þessu and- varaleysi stjórnvalda á Nýja- Sjálandi er vistfræðilegt stórslys sem nú blasir við. Um vörsluskyldu búfjár gilda „lög um handsömun búfjár“ (Im- pounding Act). Allt „laust“ búfé skal handsamað og lögin fjalla fyrst og fremst um hvemig að því skuli staðið. Ástralía Aratugurinn sem nú er senn lið- inn hefur verið helgaður „land- vernd“ og nefndur „Decade of Landcare" í Ástralíu. Alrrkisstjóm- in hefur m.a. varið miklu fjármagni til fræðslu um nauðsyn gróður- vemdar og mikilvægi jarðvegs og veitt aðstoð við skipulag og framkvæmd verkefna. I kjölfarið hefur mikil hugarfarsbreyting átt sér stað meðal áströlsku þjóðarinn- ar, sem nú er yfírleitt vel meðvituð um umhverfi sitt og þann skaða sem ósjálfbær landnýting getur valdið. 1 tengslum við Landcare- áætlunina greiða stjómvöld vinnu sérstakra ráðgjafa (landcare-co- ordinators), sem aðstoða hópa sjálf- boðaliða við jarðvegs- og gróður- vemd. Hópamir fá framlög vegna útlagðs kostnaðar, en sjálf vinnan er yfirleitt sjálfboðaliðastarf. Skatta- lögum var breytt í því skyni að hvetja fyrirtæki til að leggja fram aukið fé til landvemdarstarfsins. í New South Wales (NSW) gilda sérstök lög um vemdun jarðvegs. Yfirmanni stofnunarinnar sem með þau mál fer (eins konar landgræðslu- stjóra) er þar falið að taka á ofbeit eða annarri landnýtingu sem leitt getur til alvarlegs jarðvegsrofs. Samkvæmt því er vald til að grípa til beitartakmarkana, s.s. ítölu eða ann- arra aðgerða, í höndum „landgræðslu- stjóra“, en ákvörðunum hans þar um er unnt að skjóta til æðra stjómvalds. í NSW em einn- ig í gildi nýleg lög um vemdun nátt- úrulegs gróðurs. Þau tryggja góða yfirsýn yfir land- nýtingu og leiðir til að grípa inn í ef í óefni stefnir. Ofbeit og annars konar ofnýting getur leitt til hárra fjársekta. Verið er að skilgreina betur hvað telst ósjálfbær beit svo að taka megi fyrr á ofbeitartilvikum. Nýverið var hleypt af stokkun- jarð- vegsvemdarátaki í NSW, sem nefnist Björgum jarðveg- inum okkar (Save Our Soils, skammstafað SOS). Það byggist fyrst og fremst á fjármagni frá fyrirtækjum, sem nýta sér þann hvata að við framtal til skatta em framlög til jarðvegsverndar frádráttarbær frá tekjum. Ein helsta leið Ástrala til að bæta landnýtingu er gerð samn- inga milli stjómvalda og landnot- enda. Skilgreint er hvaða skyldur hvfla á notandanum gagnvart landi sínu, og að þeim uppfylltum á hann rétt á ýmiss konar ráðgjöf frá hinu opinbera um það hvernig landnýtingunni skuli háttað. Áætl- anagerð fyrir bújarðir fer mjög vaxandi, þar sem fléttað er saman landnýtingu, landgræðslu og rekstrarþáttum. Bændur gera slík kort að mestu sjálfir og fá til þess fræðslu og aðstoð. Slíkt kerfi er sérstaklega hvetjandi í tengslum við framleiðsluvottun sem bónd- inn telur sér hagstæða. Þannig get- ur vistvæn vottun orðið ein helsta leiðin til að hvetja landnotendur til bættrar landnýtingar, en jafnframt er mikilvægt að almenningúr sé meðvitaður um mikilvægi slflcrar vottunar. 28 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.