Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 35

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 35
að vera hlýr, þurr, hæfilega stór og þannig útbúinn að hvolparnir komist í hann á ný, fari þeir snemma á stjá. Þá er kostur að þak sé þannig á gotkassanum að læðan geti stokkið þar upp og flúið undan hvolpunum og hvflt sig, gerist þeir of aðgangsharðir. Mögulegt er að venja kanínu- hvolpa undir aðra læðu, t.d. ef ein er með mjög stórt got en önnur með lítið. Þá má þó ekki vera meira en 2ja daga aldursmunur á þeim og best gengur með nýfædda hvolpa. Merkja skal hvolpa sem færðir eru til með tússi í eyra (nota vatnsheldan penna). Þetta er gert þannig að gotkassanum er lokað svo að læðan komist ekki í hann. Nýju hvolparnir eru settir hjá þeim sem fyrir eru og kassinn hafður lokaður í nokkra klukkutíma svo að hrúgan samlagist og lyktin verði sú sama áður en læðan kemst að þeim. Feldunartími Dýr sem eru 8 mánaða og eldri eiga að hafa þroskaðan feld. Þá er liturinn genginn út úr leðrinu og út í hárin. Þar sem feldunartíminn er líklegast frá nóvember og jafn- vel aðeins fram í mars, þá má para í síðasta lagi í byrjun júní. Hvolpar fæðast þá í byrjun júlí og verða 8 mánaða gamlir í lok febrúar, en þá eru líklega seinustu forvöð að pelsa. Ef það er ekki gert þá verður að bíða fram í nóvember (geyma dýrið í rúma 8 mánuði) þar til vetrarfeldur er kominn á ný. Að sjálfsögðu má fá fleiri got um sumarið til að ala upp lífdýr. Ásetningur Velja skal dekkstu dýrin og þétt- asta feldinn. Kviður skal vera bjartur. Skilin milli brúna og hvíta litarins eiga að vera sem skörpust. Veljið til undaneldis stærstu og frjósömustu læðumar, gæt- ið þess að hafa s k y 1 d 1 e i ka ekki of mik- inn. Dýr sem para skal sam- an séu ekki skyldari en svo að þau eigi einn sam- eiginlegan afa eða ömmu. Veljið til ásetnings dýr sem hafa hrausta fætur, en það er eig- inleiki sem erfist sterkt. Sá eiginleiki tengist bæði beinabyggingu afturfóta og hárafari þar, svo og hve róleg dýr- in eru. Rólegar og gæfar kanínur eru ákjósanlegar. Afurðir Castor Rex kanínan er feldkan- ína. Kjötið er aukaafurð sem sjálf- sagt er að nýta. Leita þarf leiða varðandi slátrun kanínanna með það fyrir augum að kjötið af þeim verði söluvara. Skinnin seljast í uppboðshúsum, þeim sömu og selja minka- og refaskinn frá Islandi. A pappímnum lítur þessi nýbú- grein nokkuð vel út. Sé rétt á mál- um haldið og uppbygging búgrein- arinnar varfæmisleg, ættu afurðir af feldkanínum að geta skilað bænd- um tekjum, en til þess er leikurinn gerður. Varðandi fóðmn, hirðingu og að- búnað feldkanína, hafið samband við Sverrir Heiðar Júlíusson, hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri, sími 437-0000. Varðandi skinngæði, kynbætur og skýrsluhald, hafið samband við Sigurjón Bláfeld, loðdýraræktar- ráðunaut hjá Bændasamtökum ís- lands. Hjá BI er einnig til sölu myndband um fláningu og verkun kanínuskinna, sími 563-0300. 5. mynd. Sigurjón Bláfeld skoðar feldkanínuskinn hjá upp- boðshúsinu í Kaupmannahöfn. FREYR 1/2000 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.