Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 9

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 9
HVE-naer Rekstrarleiðbeiningar á lokaári 20. aldar Inngangur I samningi ríkisins við Bænda- samtök íslands er kveðið á um átak í rekstrarleiðbeiningum einkum á vegum búnaðarsambandanna. Fag- ráði í hagfræði var með þeim samn- ingi falið að setja lámarkskröfur um rekstrarleiðbeiningar fyrir bændur með tilliti til ákvæða í bún- aðarlagasamningi um búrekstrar- áætlanir. Búnaðarsamböndin fá síð- an styrk á hvem samning sem gerð- ur er við bændur ef uppfylltar eru lágmarkskröfur. Samningur bónda og búnaðarsambands Gera verður skriflegan samning milli bóndans og búnaðarsam- bandsins um rekstrarleiðbeiningar, sem gildir í þrjú til fimm ár. Bónd- inn greiðir ákveðið verð fyrir þessa þjónustu og hann verður að greiða fyrir ýmsa þjónustu, sem gerð er krafa um að verði framkvæmd. Má þar t.d. nefna túnkortagerð, ef þess er krafist, fóðuráætlanir o.fl. Bún- aðarsambandið fær síðan styrk frá BÍ, sem er sérstaklega eymamerkt- ur þessu verkefni. Rekstrargreining í upphafi verður búnaðarsam- bandið að fara í rekstrargreiningu á búinu. Þar er stuðst við þá grein- ingu sem fengið hefur góða dóma hjá búnaðarsamböndunum og skrif- að hefur verið um í Frey og Bænda- blaðinu. Búnaðarsamband Suður- lands hefur notað þennan saman- burð í Sunnuverkefninu með góð- um árangri. Hagþjónusta landbún- aðarins mun gegna veigamiklu hlutverki við úrvinnslu á saman- burði, sem notaður verður við mat á eftir Ketil A. Hannesson, hagfræði- ráðunaut BÍ rekstri á þeirra búa, sem taka þátt í verkefninu. Það verður hlutverk ráðunautar í samráði við bóndann að meta stöðuna og ákveða hvar skal bera niður til þess að bæta reksturinn. Samanburðargögn fyrir hefðbundinn búrekstur eru nú í vinnslu hjá Hagþjónustu landbún- aðarins. Þannig ætti að verða til góður samanburður við vel rekin bú í sauðfjár- og nautgriparækt. Markmið I öllum rekstri þarf að setja sér markmið og í þessu verkefni er það engin undantekning. Með rekstrar- greiningu eiga að koma fram veik- leikar og styrkleikar í rekstri við- komandi bónda. Hann hefur auk þess óskir um breytingar og sam- eiginlega skulu þeir aðilar, sem koma að þessu verki, vinna að markmiðssetningu. Til þess að ná settum markmiðum skal nú valinn farvegur. Það getur verið á sviði jarðræktar, búfjárræktar, gæðastýr- Frá ritnefnd HVE-nœr Eins og margir vita hefur ritið HVE-nær, sem er útskriftarblað 2. bekkjar búnaðardeildar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, kom- ið út árlega fram að þessu til styrktar útskriftarferð 2. bekkjar. í haust var smalað saman í ritnefnd sem sjá átti um útgáfu blaðsins og hófst hún strax handa við söfnun á efni í blaðið og athugun á kostnaði við útgáfuna. Kostnaðartölur sýndu að útgáfan yrði mjög dýr og það lá því ljóst fyrir að eini ávinningurinn af útgáfunni yrði ánægjan sem er því miður ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem liggur á bak við blað eins og HVE-nær er. Leitað var nýrra leiða og upp úr því var gerður samningur við Bændablaðið og Frey um birtingu þeirra greina sem samdar hafa verið fyrir blaðið, auk greina frá nemendum um lífið í skólanum. Þetta er samt vonandi bara byijunin á samstarfi við Bændablaðið um virkari fféttaflutning frá nemendum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Við gerum ráð fyrir að einhverjir komi til með að sakna HVE-nær blaðsins en eins og mál standa nú er útgáfa nánast ógerleg vegna mik- ils kostnaðar. Við vonum að fólk sýni okkur skilning á þessu máli og hver veit nema aðstæður breytist og HVE-nær vakni á ný til lífsins. Ritnefnd HVE-nœr Ath. ritstj.: Eins og fram kemur eru nokkrar greinar í þessu blaði frá skólablaði Hvanneyringa. Þær eru merktar HVE-nær ofan við fyrirsögn. FREYR 1/2000- 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.