Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 16
HVE-naer Er heyið þitt dýrara en kjarnfóður? Vitrir menn hafa sagt og ritað að búskapur sé heyskapur. Það verður ekki efast um þá staðreynd að fóðrið sé undirstaða afurða gripanna þó að náttúrulega skipti umhirða og aðbúnaður þeirra miklu máli ásamt meðfæddri af- urðagetu. Fóðrið sem fellur til á ís- lenskum kúabúum, að mestu leyti gróffóður (gras), er milliafurð í bú- skapnum sem erfitt er að verð- leggja. Verðmæti gróffóðurs tekur mið af þeim framleiðsluaðstæðum sem á búinu eru og mótast af þeim afurðum sem framleiddar eru af fóðrinu. Það er ljóst að ekki er hægt að skilgreina fast verð fyrir fóður- einingu af heyi þar sem fóðurstyrk- urinn hefur áhrif á verðið. Hvað er átt við með þessu? Afurðir grips velta á heildarmagni fóðureininga sem hann innbyrðir og nýtingu þess fóðurs til afurðamyndunar. Fóðrun- arvirði heysins (fóðurstyrkur x át- geta) er því grunnurinn að afurða- eftir Ingvar, Björnsson, f I Landbúnaðar- i/ háskólanum á Hvanneyri 3m myndun og þar með verðmæti fóð- ureiningarinnar. Ymislegt bendir til þess að með auknum orkustyrk aukist át fóðurs sömu gerðar. M.ö.o. mjólkurkýr éta meira af snemmslegnu orkuríku grasi en síð- slegnu trénuðu grasi. Þetta hljómar væntanlega kunnuglega í eyrum kúabænda og sannar, ef rétt er, að fóðureining í snemmslegnu grasi sé verðmætari en fóðureining í síð- slegnu grasi. Þannig verður hvert kg af þurrefni snemmslegna heys- ins hlutfallslega verðmætara en því sem nemur muninum á orkugildi. Hvað á að hámarka? Ljóst er að framleiðslumarkmið og aðstæður skapa ramma um kröf- umar sem gerðar eru til fóðuröflun- ar kúabúa. Er krafan sú að gæði fóðursins séu sem mest, er lögð meiri áhersla á magn þess eða er farinn einhver millivegur gæða og magns? Hvert bú verður að finna þá leið sem best hentar því. Það fer al- gjörlega eftir aðstæðum hvort hag- kvæmast er að stunda hámarksaf- urðastefnu eða gera minni kröfur um afurðir með minni tilkostnaði. Dæmi um þætti sem þessu stjóma eru samhengi kvótastöðu og fjós- stærðar, landstærð og landgerð, kjarnfóðurverð og möguleikar á heimaræktun kjarnfóðurs (land- fræðileg staðsetning). En hvemig á að mæla þessa bestu leið? Það verður ekki gert öðruvísi en að há- marka mismun þess kostnaðar sem til fellur og þeirra tekna sem til verða við framleiðsluna. Til þess að hægt sé að hámarka hagnaðinn þarf að skilja samhengi kostnaðar og tekna. Við búreikn- ingagreiningu kemur í ljós að stærstur hluti af útlögðum kostnaði á kúabúum fellur til vegna fóður- öflunar, beint eða óbeint. Það liggur því beint við að skoða þennan lið fyrst ef stefnt er að því að ná fram hagræðingu í búrekstrinum. Hið fyrsta í slíkri skoðun er að greina kostnaðinn sem fellur til við öflun heimafengis fóðurs og deila þeirri kostnaðartölu síðan á heildarmagn til þess að finna verð hverrar ein- ingar t.d. kg þurrefnis eða FEm. Reiknilíkan Utreikninga sem þessa er auðvelt að gera í töflureikni á borð við Exel 1. tafla: Hlutfallsleg skipting kostnaðarliða í líkan- inu. Útihús Vélar Jarðrœkt Búfé Breytilegur kostnaður Rekstrarvömr 25% 75% Hálffastur kostnaður Laun og launatengd gjöld 10% 90% Tryggingar skattar 55% 25% 10% 10% ’ Ymis gjöld 25% 75% Annar kostnaður 25% 75% Leigugjöld 50% 50% Rekstur bifreiða 25% 75% Reiknaður kostnaður Vinna fjölskyldu 7% 1% 16% 70% Flutningur kostnaðar Útihús 14% 30% 56% Vélar 90% 10% 12 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.