Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 29

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 29
Farið með Tekið fé fyrr Skipulagt Friðað land Annað fé seinna í í beitina tímabundið úthaga eða heimahaga betur á afrétt að hausti 6. mynd. Hvernig hefur þú breytt landnotkuninni? He'r áttu svarendur að merkja við alla þá þœtti sem áttu við. viðhorf bænda til verkefnisins BGL vera í samræmi við markmið Land- græðslunnar með samstarfsverk- efninu, þ.e. að stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný. Þetta má t.d. lesa beint úr svör- um bænda um það af hverju þeir taka þátt í BGL þar sem efst í huga þátttakenda er að bæta ásýnd sveitanna, vegna umhverfissjónarmiða og til að skila landinu betur á sig komnu til næstu kynslóðar. Landgræðslan telur að vegna mótframlaga bænda (áburður, vinna, tæki, þekking o.fl.) skili verkefnið marg- földum árangri miðað við það sem Landgræðslan gæti framkvæmt á beinan hátt með sama fjármagni (Guðrún Lára Pálmadóttir, 1995). í könnuninni greina bændumir frá sömu viðhorfum til ávinnings af verkefninu. Þeim finnst þessi leið vera ein af ódýrustu uppgræðsluað- ferðum, áburðurinn nýtist vel, þeir eigi tækin, búi yf- ir þekkingunni, og þekki auk þess landið sitt best. Landgræðslan telur einnig að BGL virki hvetj- andi á bændur og veki eða auki áhuga þeirra á uppgræðslu (Guðrún Lára Pálmadóttir, 1995). í könnuninni nefna bændumir sömu „huglægu þætti“ sem geta fylgt í kjölfar þátttöku í BGL: „Verkefnið virkar örvandi og hvetjandi á bændur til að stunda uppgræðslu- störf.“ Þannig virðast væntingar landgræðslumanna til BGL hafa ræst. Með BGL er ekki einungis verið að græða upp illa farið land, sem er mikilvægur þáttur út af fyrir sig, heldur stuðlað að skynsamlegri og hóflegri notkun landsins þ.e. að sjálfbærri landnýtingu. Auknir möguleikar skapast til beitarstýringar og margir bændur gera sér æ betur grein fyrir því að góð beitarstýring skiptir miklu máli bæði fyrir landið og þá ekki síður fyrir afkomu búsins. BGL er því mikilvægur liður í því að ná markmiðum um sjálfbæra landnýtingu og vistvæna framleiðslu. Landnýting getur ekki tal- ist sjálfbær eða vistvæn nema hún taki fullt tillit til landgæða og ástands lands (Landbúnaðarráðuneytið, 1998). Uppgræðsluárangur verkefna eins og BGL hefur áhrif á möguleika Islendinga til að uppfylla nokkra alþjóðlega sáttmála og skuldbindingar svo sem eyðimerk- ursáttmálann, alþjóðlegan samning um loftlagsbreytingar og al- þjóðlegan samning um líffræðilegan fjölbreytileika. Þannig eru land- græðsla og skógrækt öflugar leiðir til að mæta hluta af skuldbindingum íslands gagnvart loftlagssáttmálum. Koltvísýringur er umfangsmest svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, en kolefnið má binda í jarðveg og gróður með landgræðslu og 7. mynd. Upplýsingar um BGL-svœðin, landgerð. Hér áttu svarendur að merkja við alla þá þœtti sem áttu við. FREYR 1/2000 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.