Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 37
benda til þess að næpan eigi sér langa sögu við Eystrasalt. A þrett- ándu öld var ávöxtur þessi farinn að skipta máli í þjóðarbúskap Norðurlanda. í lögbókum var mönnum hótað öllu illu fyrir að umgangst frjálslega náungans næpnareit (Norsku lög Magnúsar lagabætis um 1270). Önnur lög skylduðu menn til þess að rækta næpur á hveriu byggðu bóli (Gauta- lög upp úr 1200). I sænskum bréfum frá fjórtándu öld má sjá að næpa hefur verið ræktuð í stórum stíl í tengslum við sviðurækt þess tíma. Þá var næpan fyrst í röðinni og henni sáð í volga öskuna, en kom var ræktað annað og þriðja árið. Eftir það var landið tekið til beitar. Svo gamalgróin var þessi venja að þegar næpa var rækt- uð í görðum þótti bráðnauðsynlegt að hrista sót saman við fræið til þess að verja ungplöntumar fyrir sníkjudýmm. Mun sá siður hafa haldist fram á síðustu öld. í sænsku bændaalmanaki frá sautjándu öld em menn snemma vetrar áminntir um að gæta að rófum sínum í sand- haugunum og má af því sjá hvemig uppskeran var geymd (Kulturhist- orisk leksikon for nordisk middel- alder). Þegar kartaflan barst til Norður- landa á 17. öld dró úr næpurækt til matar. Undir lok 18. aldar lærðu Norðurlandabúar af Englendingum að rækta næpu til fóðurs og fengu frá þeim stórvaxna stofna. Þá bar svo við að fóðumæpa var nefnd „tumip“, í fleirtölu „tumips“, upp á ensku og er svo enn um öll Norður- lönd. Nú mun tími til kominn að snúa aftur að gulrófunni. í sænskri lækn- ingabók frá 1538 er í fyrsta sinn nefnt að til séu tvenns konar rófur, en Svíar nefna næp-una rófu eins og áður er sagt. Þessar tvær gerðir em þar nefndar "rapa" eða rófa og „napus“ eða langrófa. Sú síðar- nefnda hefur að öllum líkindum verið gulrófan og þó varla eins og hún er nú á dögum. I Aschehougs leksikon er talið að gulrófan hafi ekki komið fram fyrr en eftir 1600 og sú gerð sem við þekkjum nú, gul í sárið, hafi ekki þekkst fyrr en um 1820. Gula litinn er bæði að finna í næpum og rófum. Hann ræðst af einum víkjandi erfðavísi og gæti hafa komið fram við stökkbreyt- ingu. Gula litnum fylgir aukið A- vítamín, en breytir að öðm leyti hvorki bragði né gæðum. Þessi litur gerir þó ávöxtinn lystugan og er orðinn einkenni á gulrófunni og hefur einnig verið fluttur í nokkra næpustofna sem ætlaðir eru til manneldis. Gulrófan er eindregin ræktunar- planta og þekkist ekki villt. Það og svo litningafjöldinn em næg rök til þess að telja hana kynblending milli káls og næpu eins og áður seg- ir. Hún hefur fljótt verið tekin fram yfir næpuna til manneldis, er bæði þurrefnisríkari en næpan og bragð- meiri, en gerir lítið meiri kröfur til sumarhita. Á Norðurlandamálunum gengur hún undir nafninu „kálrot“ (reyndar „kálroe“ eða „kálrabi“ á dönsku) í góðu samræmi við upp- mnann. Eins og áður segir hefur gulrófan líklega komið fyrst fram í Svíþjóð. Nafn hennar í enskumæl- andi löndum styður það einnig, því að þar heitir hún „swede“ eða "swedish tumip“ eða með öðmm orðum sænsk næpa. Rófur á íslandi Þrátt fyrir allt það mál sem á bækur var sett fyrstu aldir Islands- byggðar fyrirfinnst þar varla orð um matjurtir. Þrjú föst orðatiltæki um kál koma þó fyrir: „Ekki er sop- ið kálið, þótt í ausuna sé komið“ (Þórðar saga hreðu), „Er það vel, þótt við deilum kálið“ (Grettis saga) og „Þóttist ég þá drepa feiti í kál þitt“ (Heims-kringla). Öll þessi orðatiltæki geta bent til þess að orð- ið kál hafi verið haft um einhvers konar grænmetissúpu á þeim tím- um. í Laxdælu er nefndur laukagarður Guðrúnar Ósvífursdóttur á Helga- felli. Laxdæla er talin rituð þar í klaustrinu laust eftir 1250 og er rit- ari þá væntanlega að lýsa garði sem hann hefur þekkt, að minnsta kosti af afspurn. Laukagarður er líklega kenndur við kryddjurtir (graslauk), en gæti þó hafa verið kálgarður, enda fylgdi matjurtarækt klaustur- lífi um öll Norðurlönd. Geta má þess líka að í orðasafni frá 17. öld (AM 416 4to) er orðið næpa þýtt með orðinu laukur. Þorvaldur Thoroddsen segir í landfræðisögu sinni að Vísi-Gísli Magnússon hafi haft kálgarða bæði á Munkaþverá og Hlíðarenda um og eftir 1650. Þorkell Vídalín mun hafa ræktað kálgarð í Görðum um svipað leyti. Skúli Magnússon fógeti hafði eftir sögn manna að kálgarðar, og það stórir, hafi verið ræktaðir á Þingeyrum og Möðru- völlum um aldamótin 1700. Þá bjó á Þingeyrum Lárus Gottrup lög- maður, danskur að ætt. En um 1730 voru þessir garðar rústir einar. Á dögum Eggerts Ólafssonar (um 1755) voru 4-5 kálgarðar litlir í Borgarfirði, 2 á Snæfellsnesi, 3 á Norðurlandi, engir á Austurlandi, en nokkrir á Suðurlandi. Jónas á Hrafnagili telur að á síðari hluta 18. aldar og í byrjun þeirrar 19. hafi garðrækt verið hverfandi eða jafn- vel engin stundum. Skipulegar heimildir um garð- rækt á Islandi koma svo fram í svo- nefndum búnaðarskýrslum. Að loknum móðuharðindum var sýslu- mönnum gert skylt að taka saman skýrslur um landbúnað í hverri sýslu. Elstu heillegu búnaðarskýrsl- umar em frá árinu 1791. Þá em skráðir 698 matjurtagarðar á land- inu, en jarðir í byggð 5356 alls. Matjurtagarður hefur þá verið á átt- unda hverjum bæ. Á nítjándu öld- inni rís garðræktin svo til vegs og virðingar. Heimilisgarðar teljast rúm þrjú þúsund um 1830 og árið 1850 er svo komið að garðar teljast jafnmargir bæjum í byggð. Ótrúlegt að vísu, en stendur svo í skýrslun- um svart á hvítu. Matjurtagörðum fækkar svo heldur í harðindunum undir lok aldarinnar. Framan af geta skýrslumar ekki um stærð matjurta- FREYR 1/2000 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.