Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Síða 20

Freyr - 01.01.2000, Síða 20
legar fólki. Ekkert bendir þó til þess enn að svo hafi orðið. Bann við fóðrun jórturdýra með kjöt- og beinamjöli úr jórturdýrum var ákveðið í Bretlandi 1988. Sjúk- dómurinn hefur þó líklega verið kominn á kreik þar 6-8 árum áður. Það hefur líklega afstýrt kúariðu á íslandi að 10 árum fyrr en í Bret- landi var komið í veg fyrir að fram- leitt væri kjöt og beinamjöl úr sauð- fé af riðusvæðum hérlendis. Sú ákvörðun var tekin þegar viðnám gegn útbreiðslu riðuveiki hófst hér á landi árið 1978. Tegundaþröskuldar Tegundaþröskuldar eru einkenn- andi við hina mismunandi TSE sjúkdóma. Það þýðir að sjúkdómur- inn berst ekki auðveldlega milli tegunda. Ný tegund smitast ekki eins greiðlega eins og þegar smit berst milli dýra af sömu tegund. Við flutning á smitefninu, mörgum sinnum, í aðra dýrategund í sýking- artilraunum er stundum gerlegt að fá fram breytt smitefni sem sýkir greiðlega hina nýju tegund. Um leið getur smitefnið orðið tregara til að valda sjúkdómi í hinni uppruna- legu dýrategund (tegundar-þrösk- uldurinn að baki). Ættgengi TSE sjúkdómar eru smitandi en auk þess kemur til erfðaþáttur. Dæmi um slíkt sést í einstökum fjölskyldum manna. Vel er þekkt mismunandi næmi einstakra dýra- kynja eða ætta, t.d. næmi einstakra sauðfjárkynja og ætta gagnvart riðuveiki. Arfgengur munur á röð amínósýra í Príon proteini getur valdið mismunandi næmi eða mót- stöðu. Talað er þá um misþolnar arfgerðir innan sömu tegundar. Kúariðan í Bretlandi(BSE) Upphaf kúariðu, eða BSE-farald- ursins, í Englandi virðist tengt breyttri tækni við framleiðslu á kjöt- og beinamjöli í dýrafóður. Hætt var að nota klór til að draga fitu úr efninu, meiri hraði var við framleiðsluna ásamt lægra hitastigi. Þess hefur verið getið til að kjöt- og beinamjöl, mengað riðusmitefni úr sauðfé, hafi hleypt veikinni af stað og síðan hafi kjöt og beinamjöl úr kúm sýktum af kúariðu aukið á smitdreifinguna, jafnvel smitað sauðfé og geitur. Það er þó ekki unnt að útiloka þann möguleika að í nautgripum hafi komið fyrir mjög sjaldgæf tilfelli af TSE-sjúkdómi, líkt og í fólki ( CJD), og þar sé upphafs BSE að leita. Slík stök tilfelli (e.t.v. eitt af milljón) hefðu tæplega greinst. Þess vegna verður ekki með 100% öryggi fúllyrt að orsök BSE sé riða í sauðfé sem hafi brotist yfir tegundaþröskuldinn milli sauðfjár- og nautgripa. í tilraunum er unnt að sýkja nautgripi af riðu úr sauðfé en sauðfé og geitur má sýkja í tilraunum með BSE. Við sprautun í heila með BSE-sýktum heilavef má flytja sjúkdóminn í apa, grísi, minka og mýs en ekki í hamstra eða hænsn. Með því að fóðra með BSE-smituðum vef má sýkja í tilraunum sauðfé, geitur, minka og mýs en ekki grísi. Meðgöngutíminn er yfirleitt mun lengri þegar smitefni er gefið inn heldur en þegar því er sprautað í heila eða kviðarhol til- raunadýrs, jafhvel þótt mun stærri skammtar séu gefnir inn en þegar sprautað er. Sýkingartilraunir á mús- um með þynningum á smitefninu sýna að mýs þurfa hlutfallslega 100- 1000 sinnum stærri skammt af BSE- smitefni en nautgripir (tegundar- þröskuldur). Er fólk f hættu af BSE? í Stóra-Bretlandi greinast árlega um 50 stök CJD-tilfelli í öldruðu fólki. Á síðustu árum hafa 48 ungir einstaklingar dáið úr sjúkdómi sem líkist CJD í Stóra-Bretlandi og 11 eru veikir nú, þrjú sams konar til- felli hafa fundist í ungu fólki í Frakklandi og eitt í Sviss. Sjúk- dómurinn er auðkenndur nvCJD (new variant eða nýtt afbrigði af CJD). Vefjabreytingar eru ekki ná- kvæmlega þær sömu og við CJD í öldruðu fólki. Sú tilgáta hefur kom- ið fram að orsökin sé neysla kjöts og annarra vara sem unnar voru úr smituðum nautgripum. Menn telja sig nú hafa sannað þetta samband. Á ferðinni sé BSE-smitefni sem að- lagast hafi mannslíkamanum. Þetta hefur vakið verulegar áhyggjur. Nýjar athuganir á smitefninu úr fólki með nýja sjúkdóminn sýnir að það er eins og eða nauðalíkt því smitefni sem finnst í nautgripum með BSE. Þegar hafður er í huga langur meðgöngutími TSE-sjúk- dóma er ekki hægt að útiloka að þessi tilfelli geti verið þau fyrstu í miklum faraldri. Slíkur faraldur gæti þá, eftir að meðgöngutíminn er liðinn, endurspeglað kúariðuna. Slysatilfelli af CJD (iatrogen) hafa haft meðgöngutíma frá 18 mánuðum upp nokkur ár en meðgöngutími Kúrú getur verið allt að 30 árum. Ætla má að tegundarþröskuldur milli nautgripa og manna lengi meðgöngutímann, borið saman við sýkingu frá nautgrip til nautgrips. Þessi samlíking er þó erfið þar sem meðgöngutíminn er háður magni og styrk smitefnisins í því sem neytt er. Sennilegast er að það hafi gerst á tímabilinu 1986 til 1988 ef fólk hefur smitast af BSE. Á því tímabili fór mikið af kjöti í neyslu sem gæti hafa verið sýkt af kúariðu, m.a. í hamborgara. Byggt á tölum sem nú liggja fyrir er þó ekkert sem bendir til þess ennþá að mikill faraldur dynji yfir. í Stóra-Bretlandi, og ann- ars staðar þar sem kúariða hefur fundist, hefur verið reynt að minnka hugsanlega hættu á BSE-smiti fyrir fólk með því að fjarlægja við slátmn þann vef sem hættulegastur er og eyða honum. Hættan ætti því að vera minni en hún hugsanlega var um skeið. Fjöldi nautgripa, sem veikjast nú á Bretlandseyjum, er minnkandi. Riöuveiki á íslandi Riðuveiki er eini TSE-sjúkdóm- urinn sem fundist hefur hérlendis í skepnum. Hún er talin hafa verið flutt til íslands með enskum hrút frá Danmörku til Skagafjarðar árið 1878, þ.e. fyrir meira en 120 árum. 16 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.