Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Síða 12

Freyr - 01.01.2000, Síða 12
anleg mengun eða að gengið sé um of á gróður, jarðveg eða aðrar nátt- úruauðlindir. Staðan um þessar mundir Eins og áður segir hugsar fólk nú meira en áður um áhrif sín á lífríkið og umhverfið allt. Bylting hefur orðið á síðustu árum í stjómsýslu og atvinnulífi. Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hafa mörg hver mótað sér umhverfisstefnu sem unnið er eftir. Við síðustu endur- skoðun aðalnámsskráa leikskóla, gmnnskóla og framhaldsskóla var vægi náttúmfræði og umhverfis- mála aukið. Áhrif landbúnaðar á umhverfið Stærstu umhverfisáhrifum af landbúnaði er hægt að skipta gróf- lega í fimm flokka: * Breytingar á náttúrlegum vist- kerfum * Utskolun tilbúinna áburðarefna úr jarðvegi (ofauðgun) * Notkun tilbúinna illgresis- og skordýraeyða * Erfðafræðileg vandamál * Rýmun og mengun vatnsbirgða. Hér á Islandi er það aðallega fyrsti flokkurinn, sem við verðum að beina athyglinni að, þótt við verðum að sjálfsögðu að halda vöku okkar gagnvart öllum óæski- legum afleiðingum sem gjörðir okkar kunna að hafa. Gróður og jarðvegsvernd þarf að vera forgangsverkefni íslensku þjóðarinnar og þar gegna bændur stóru hlutverki. Kortlagning jarð- vegsrofs á íslandi lauk árið 1997. Nú er í undirbúningi stórt verkefni um gerð gróðurkorta af hverri jörð þannig að hægt verði að stjórna beit út frá landkostum. Þeir sem bera ábyrgð á verndun lands þurfa að leggja fram tillögur sínar um landnot og aðgerðir. Mikið þróun- arstarf er t.d. óunnið í sambandi við nýtingu búfjáráburðar á ógróið land. Þróunin verður líklega sú að landeigendur verða í auknum mæli ábyrgir fyrir landnytjum og eftirlitið færist í hendur sveitar- stjórna. Forsendur fyrir sjálfbærri þróun í landbúnaði er umhverfisvitund bænda. Gæðastjórnun, t.d. vott- unarkerfi, er öflugt hjálpartæki. Ytri aðstæður eru að mörgu leyti góðar á Islandi. Við erum fámenn þjóð í stóm landi og hér er tiltölu- lega lítil mengun. Vel upplýstir bændur og endurmenntun eru líka lykilorð. Bændur og leiðbeinendur þeirra verða að geta tileinkað sér nýjustu gögn og upplýsingar jafnóðum og þær berast. Námskeið um vistvænan land- búnað er væntanlegt hjá endur- menntunardeildinni á Hvanneyri næsta vor og hvet ég bændur til að sækja það. Af framansögðu má sjá að öll rök hníga að því að við bændur tökum aukinni umhverfísvitund samborg- ara okkar fagnandi. Enda hafa flest- ir bændur tekið við sér og fylgjast af áhuga með þessum málaflokki. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekkert að óttast. Fyrsta skrefíð er að skilja hvað er að gerast, afla sér þekkingar. Án þekkingar geta bændur ekki, frekar en aðrar stéttir, áttað sig á mikil- vægi umhverfismála. Án þekkingar verða menn fómarlömb ýkjusagna og dómsdagsspádóma eða láta skeika að sköpuðu. Eftir 5 - 10 ár verða langflest bú á Islandi komin með vistvæna vott- un. Það að vera leiðandi í umhverf- isumræðunni í landbúnaðarmálum gerir okkur kleift að velja leiðina. Ragnhildur Sigurðardóttir er bóndakona á Alftavatni í Staðar- sveit. Hún lauk suðuramerísku stúdentsprófi frá Centro Education- al Boliviano Argentino í Bólivíu 1989 og stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands um jólin 1992. Árið 1998 útskrifaðist hún Cand. agric í umhverfisfrœði frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi. Ragnhildur kennir við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri og vinnur heima á eigin umhverfisstofu. Verðfall á timbri Óveðrið um sl. jól í Mið-Evrópu og Frakklandi leiddi til mikils skaða á tijám. í kjölfarið hefur verð á timbri snarlækkað. Áætlað er að einungis í Þýskalandi hafi 8- 10 milljónir rúmmetra af timbri fallið til við vinnsu á brotnum og föllnum tijám, sem er jafnmikið og ársframleiðsla á timbri í Noregi. (Bondebladet nr. 2/2000). Harðar aðgerðir gegn erfðabreyttum sojaafbrigðum Yfirvöld í Rio Grande de Sul, héraði í Brasilíu, em með áætlan- ir í gangi um að beita sömu að- ferðum gegn ræktun á erfða- breyttum afbrigðum af sojajurt- inni og gegn jurtum til eiturlyfja- framleiðslu. Þriðjungur af soja- ræktun í Brasilíu fer fram með þessu afbrigði í áðumefndu hér- aði og um 8% af heildarflatarmáli sojabaunaakra í Brasilíu. Stefnt er að því að útrýma ræktun á erfðabreyttum sojabaunum úr landinu og er bændum boðið lán með lágum vöxtum ef þeir fallast á að plægja akrana upp og sá aft- ur óerfðabreyttum afbrigðum. Við segjum bændum að það sé betra fyrir þá að tapa útsæðinu en að tapa allri uppskemnni, segir landbúnaðarráðherrann í Rio Grande de Sul, Jose Hermento Hoffmann. (Bondeblade nr. 2/2000). 8 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.