Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 18
og um daginn barst undirrituðum slíkt líkan frá norsku búreikninga- stofunni (NILF). Með hliðsjón af norska líkaninu varð til líkan sem sett er upp á sambærilegan hátt og uppgjör rekstrarreiknings í búreikn- ingum frá Hagþjónustu landbúnað- arins. í líkaninu er kostnaður sem fellur til á búinu greindur og honum deilt á sk. kostnaðarstaði. Hægt er að skipta kostnaðarstöðum enn frekar niður, t.d. búfé í kýr, svín, sauðfé, hross o.s.frv. og jarðrækt í skógrækt, heyöflun, komrækt, upp- græðslu o.fl. í þessu líkani eru kostnaðarstaðirnir fjórir, tveir óbeinir, vélar og útihús og tveir beinir búfé og jarðrækt. Kostnaður Dráttarvélin mikilvægasta uppfinning aldarinnar í landbúnaði Danska búnaðarblaðið Lands- bladet kannaði meðal lesenda sinna hvaða uppfinningu ald- arinnar í landbúnaði þeir teldu mikilvægasta. Um 45% þeirra töldu dráttar- vélina mikilvægasta og þá sér- staklega þá nýjung sem þríteng- ið var þegar grái Fergusoninn kom á markaðinn um miðja öldina. í öðru sæti, langt á eftir, með 11%, kom rafmagnið og í þriðja sæti varð tölvan og fast á eftir henni kom mjaltavélin. Af þeim sem settu mjaltavélin í efsta sæti voru 75% konur. Aðrar framfarir sem breytt hafa lífi bænda voru, að áliti danskra bænda, m.a. rennandi vatn í húsum, gúmmíhjólbarð- inn, þvottavélin, skurðþreski- vélin, lyftitæki fram á dráttar- vélar og jurtavamarefni. sem staðsettur er á óbeinum kostn- aðarstöðum er síðan færður á beina kostnaðarstaði, búfé og jarðrækt, við uppgjör. Hér er fyrst og fremst um að ræða kynningu á þessari framsetningu og skipting kostnað- arliða er umdeilanleg. Einstakir bændur geta síðan sett inn í líkanið samkvæmt niðurstöðum síns upp- gjörs. Forsendur líkansins Hlutfallsleg skipting kostnaðar- liða er samkvæmt 1. töflu. Skipt- ingin er að hluta byggð á norskum tölum og að hluta á tölum úr uppgjöri búreikninga. * Fjármagnskostnaði er skipt í sömu hlutföllum og föstum kostnaði, til einföldunar. * Gert er ráð fyrir því að tímakaup fjölskyldu sé að jafnaði 500 kr. * Ekki er tekið tillit til landleigu eða ávöxtunarkröfu á eigin fjár- magni sem liggur í fjárfestingu vegna ræktunar. Full ástæða væri þó til þess að taka þessa þætti inn í dæmið. * 14% af kostnði við útihús fellur til vegna véla, 30% vegna jarð- ræktar og 56% vegna búfjár. * 90% af kostnaði við vélar er vegna jarðræktar og 10% vegna búfjár. * Meðalbú samkvæmt búreikning- um hefur 26 mjólkurkýr og legg- ur inn 99.249 lítra af mjólk ár- lega. Stærð túna á meðalbúinu er 44 ha og vinnuþörfm samsvarar 24,5 mánaðarverkum. Hvað kostar fóðrið? Ef meðalkúabú samkvæmt bú- reikningum 1998 er sett inn í líkan- ið kemur í ljós að heildarkostnaður sem til fellur vegna jarðræktar er 2.891.770 kr (sjá 2. töflu). Þar af er kostnaður vegna véla 1.610.965 kr. sem að stærstum hluta er fastur kostnaður og fjármagnskostnaður. Hvað kostar þá fóðureiningin í heyi á meðal búreikningakúabúi? Til einföldunar gerum við ráð fyrir því að allir 44 hektaramir séu tún og veltum ekki fyrir okkur græn- fóður- eða komökrum. Samkvæmt forsendum Hagþjónustu landbún- aðarins er nýtanleg meðaluppskera túna áætluð um 3850 kg af þurrefni á ha. Þar af er áætlað að 3400 kg af þurrefni séu nýtt til heyskapar. Til nálgunar gefum við okkur að 90% af kostnaði við jarðræktina séu vegna heyskapar en 10% vegna beitar. Kostnaður við hvert kg af þurrefni verður samkvæmt því 17,40 kr. Ef við gefum okkur að heyið sé gott viðmiðunarhey er meðal orkustyrkur þess um 0,8 FEm í kg þurrefnis. Kostnaður við hverja fóðureiningu verður því 21,80 kr. Þessar tölur em mjög athyglisverðar í því ljósi að kúa- bóndi getur rölt niður á hafnar- bakka og keypt fóðureiningu í byggi fyrir innan við 20 kr. eða ræktað það á eigin jörð, hugsanlega fyrir enn lægra verð. Verð og gæði Fastur kostnaður og fjármagns- kostnaður vegna véla er óháður magni og gæðum fóðursins og að miklu leyti óháður notkun vélanna. Þetta er verðugt umhugsunarefni. Breytilegur kostnaður, sem einnig er nokkuð hár, er að langmestu leyti vegna áburðarkaupa. Athyglisvert er að velta fyrir sé samhengi áburð- amotkunar og gæða/magns. Aburð- amotkunin hefur vissulega áhrif á magn og gæði uppskeru að ein- hveiju leyti en með einföldun má þó færa rök fyrir því að áburðar- kostnaður sé að mestu leyti fall af hektarafjölda. Að þessu tvennu gefnu er mjög fróðlegt að velta fyr- ir sér samspili kostnaðar og gæða við heyöflun. Lang stærstur hluti þess kostnaðar sem fellur til vegna gróffóðuröflunar er algjörlega óháður gæðum þess og stór hluti kostnaðarins er óháður flatarmáli ræktaðs lands. Hvað kosta þá gæð- in? Kosta þau nokkuð? Þessar spumingar verður að skoða í sam- hengi við spuminguna: Hvers virði em gæðin? Um það mál verður ekki fjallað að sinni en eflaust síðar. 14 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.