Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2000, Side 26

Freyr - 01.01.2000, Side 26
Af hverju tekur þú þátt í verkefninu BGL? Hlutfallslegt mikilvægi Til að bæta ásýnd sveita landsins 25,60% Vegna umhverfissjónarmiða 25,00% Til að skila landinu í betra ástandi til næstu kynslóðar 24,20% Vegna hagræðingar við beitarstýringu 10,20% Vegna fjárhagslegs ávinnings 7,00% Til að bæta ímynd bænda 6,50% Vegna vistvænnar/lífrænnar framleiðslu 0,90% Vegna félagslegs þrýstings___________________________0,60% Samtals 100% ^mm^mmmmmmmmmmmimmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmm^^mmm^mmmmmm 1. tafla. Af hverju tekurþú þátt í verkefninu BGL? Viðþessa spumingu máttu svarendur merkja við 3 atriði og forgangsraða þeim eftir mikilvœgi. Síðan var reiknað út hlutfallslegt mikilvœgi atriða sem er sýnt hér i töflunni. þeir búa á en alls ólust 88,7% upp í sveit. Spurt var um hvort heimalandið væri afgirt. Aðeins um 30% bæj- anna hafa það afgirt og 46% hafa girt heimalandið af að hluta. Viðhorf þátttakenda til verkefnisins „Bændur græða landið“ Þegar spurt var hvort þátttakend- ur væru ánægðir eða óánægðir með verkefnið sögðust 54% vera mjög ánægðir, 41% frekar ánægðir, 5% hvorki ánægðir né óánægðir en enginn sagðist vera óánægður með það. Flestir þátttakendur könnunar- innar taka þátt í BGL til þess að bæta ásýnd sveita landsins, vegna umhverfissjónarmiða og til þess að skila landinu í betra ástandi til næstu kynslóðar. Einnig svöruðu margir að þeir tækju þátt í því til að auka möguleika á beitarstýringu (/. tafla). Spurt var um hvemig þátttakend- ur hyggjast nýta uppgrædda landið. Langflestir svara því að þeir hygg- ist nýta uppgræðslulandið sitt sem beitiland, þó nokkrir hafa skógrækt í huga eða notkun til útivistar. Bændur sem stunda uppgræðslu- störfin sjá ávinning af því sem kemur til með að auka hagkvæmni búrekstursins í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna að Böðvar Jónsson, bónda á Gautlöndum í Mývatns- sveit, sem staðið hefur að upp- græðslu í nokkra áratugi, hefur haft marktæka afurðaaukningu af sínu sauðfé á síðustu ámm, sem hann tengir beint við uppgræðsluna. Hann telur varðveislu beitilands og vemd gróðurs grundvöllinn að fjár- hagslegri hagsæld sauðfjárbúskapar (Böðvar Jónsson, 1992). Það kom fram í könnuninni að fræðsla og leiðbeiningar af hálfu Landgræðslunnar þyrftu að vera meiri þar sem yfir 40% finnst þær vera einungis „í lagi“ (19% mjög góðar, 28% frekar góðar og 10% finnast þær vera slakar). Tæplega helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni, vilja eiga kost á nám- skeiðum í tengslum við BGL. Spurt var um hvers konar nám- skeiðum áhugi væri á. Áhugi svar- enda beinist mest að mati á upp- græðsluskilyrðum, áburðar- og fræ- notkun, auk landgræðslu- og land- nýtingaráætlana (2. tafla). í könnuninni kemur fram að per- sónuleg tengsl sem skapast við heimsóknir starfsmanna L.r. til bænda em mikils virði og vekja gagnkvæmt traust og skilning. Mjög margir hafa jafnvel lýst yfir því að starfsmenn L.r. ættu að koma í heimsókn tvisvar á ári, einu sinni að vori og svo aftur að hausti. Ekki reyndist áhugi bænda vera mikill á stofnun félags og samtaka landgræðslubænda. Einungis um 18% telja stofnun slíks félags æski- lega. Bændumir svömðu yfirleitt að þeir væru nú orðið svo virkir í félagsmálum að ekki gæfist tími til meiri félagsstarfa. Einnig em all- margir bændur meðlimir í þeim landgræðslufélögum sem eru í landinu, eins og Landgræðslufélagi Öræfinga, Biskupstungna, Skaftár- hrepps og Landgræðslu- og Skóg- ræktarfélagi Vopnfirðinga. Áhugi bænda á uppgræðslu Bændur, sem taka þátt í BGL, virðast gera sér góða grein, fyrir jarðvegseyðingu og þeim miklum vandamálum sem henni fylgja. Um Hvers konar námskeiðsefni hefðir þú áhuga á? Mat á uppgræðsluskilyrðum Hlutfallslegt mikilvægi 29,80% Áburðar- og frænotkun 21,60% Landgræðslu- og landnýtingaráætlanir 21,30% Jarðvegsfræði og jarðvegsrof 12,80% Beitarstjómun 9,30% Vistfræði 5,20% Samtals 100% 2. tafla. Hvers konar námskeiðsefni hefðir þú áhuga á? Við þessa spurningu máttu svarendur merkja við 3 atriði og forgangsraða þeim eftir mikilvægi. Síðan var reiknað út hlutfallslegt mikilvægi atriða sem er sýnt hér í töflunni. 22 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.