Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.2000, Blaðsíða 14
hefðbundins sláturtíma og lífræna sauðfjárræktin. Neikvæðu atriðin, sem upp hafa komið undanfarin ár, eru þau sem allir þekkja, en em að mínu viti af tvennum toga: 1. Kvótakerfið leiddi til minnkunar búanna og stöðnunar svo að margir bændur hafa nú minni bú en þeir höfðu fyrir 20 - 25 ámm, enda þótt engar takmarkanir séu á fjölda fjár eða framleiðslu eftir síðustu samninga. Almennar tækniframfarir hafa verið sára- litlar í greininni. Afleiðing af þessu er m. a. að tekjur bænda eru ónógar, eða réttara sagt alltof litlar. Þeir hafa verið að ganga á eigur sínar undanfarin ár. 2. Önnur afleiðing er sú að alltof lítil þróun hefur verið í greininni og nýjungar fátíðar. Það er fátt sem hvetur bændur til dáða eða gefur ungum mönnum tækifæri. Það sama gildir um afurðir úr dilkakjöti þó að vissulega séu einstaka afurðastöðvar að gera ágæta hluti. Það, sem verst hefur þó farið með sauðijárræktina og bændur, er minnk- andi neysla dilkakjöts en hún hefur farið úr nær 40 kg niður í 25 kg á íbúa á ári. Er þessi minnkun afleiðing af kvótakerfmu? Væntanlega em ekki margir sem telja það. Ég trúi því að neikvæð umræða um sauðijárræktina eigi sinn þátt í því að minnka neysl- una og að því leyú gæú kvótkerfið hafa átt sinn þátt í því. Stærstan þátt í þróuninni eiga þó breyttar neyslu- venjur og lækkun verðs á svína- og alifuglakjöú. Sauðfjárbændur hljóta þá að spyija: Hvað er hægt að gera til að efla íslenska sauðijárrækt? Getum við aukið neysluna vemlega aftur? Að mínu viú er svarið nei, nema okk- ur takist að selja ferðamönnum meira dilkakjöt. Það ætú að vera hægt en varla nema íslenskir matreiðslumenn og veitingahúsaeigendur telji sig græða á því og séu velviljaðir ís- lenskri sauðijárrækt. Það verður því að teljast árangur ef okkur tekst að halda neyslunni í því sem hún er nú, að hún fari ekki niður fyrir 24 - 25 kg á mann. Getum við það? Tækist sauðfjárrækúnni að komast íyrir al- vöm inn á skyndibitamarkaðinn væri möguleiki að halda í horfinu og vel það? Vaxtarmöguleikar Að mínu viti eru nokkrir minni háttar vaxtarmöguleikar sem hafa ekki verið nýttir sem skyldi. 1. Framleiðsla sauðaosta. Ég mun ekki fara ítarlega út í þetta atriði en það er ljóst að nokkrir bændur gætu aukið tekjur sínar verulega með því að mjólka ær og búa til osta úr mjólkinni. Þetta tel ég einkum koma til greina þar sem slátrað er í sumarslátrun og að æmar verði mjólkaðar í fram- haidi af því. Ég tel að hag- kvæmni þessa verði fólgin í því að bóndinn og fjölskylda hans vinni verkið til enda; búi til ost- ana og selji þá að einhverju leyti líka. Hér þarf þó að koma til vemlegt þróunarstarf. 2. Sérstök ullar- og gærufram- leiðsla. Islenska ullin hefur sér- kenni sem hægt væri að nýta bet- ur. Togið er einstakt en því hefur því miður heldur hrakað frekar en hitt. Það hefur orðið grófara og e. t. v. glansminna. Hugsan- legt er að bæta úr þessu. Það veltir þó varla stóm hlassi. Ann- að er að íslenska gæran hefur sérkenni sem gætu nýst. Hér er ég að tala um léttleika gæmnnar, sem nýtist bæði í mokkafram- leiðslu og í feldrækt. Ég á ekki von á að þessi atriði muni breyta þróun íslenskrar sauðfjárræktar en þau geta hjálpað, eins og öll viðbót. Þeir sem hafa stjómað leiðbeiningaþjónustunni hafa ekki sinnt þessum málum nógu vel, að mínu viti. 3. Þyngri dilkar. Eftir því sem stærri hluti kjötsins er notaður í vinnslu af einhverju tagi má leiða að því líkur að hagkvæm- ara sé að dilkar séu þyngri. Þetta má gera með eldri dilkum, með því að slátra seinna, með því að lát bera fyrr eða auka vaxtar- hraðann á einhvem hátt. Hvað er þá til ráða? Það hefur lengi verið ljóst að ís- lensk sauðfjárrækt verður að byggja á útflutningi til að eiga möguleika á að halda stöðu sinni, þróast og jafnvel aukast, A undan- förnum árum hafa verið gerðar margar og í flestum tilvikum mis- íslenskir Jjárbœndur þurfa að geta keppt við starfsbrœður sína í Evrópu á jafnréttisgrundvelli. 10 - Freyr 1/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.